Nýtt örorkukerfi – verra þeirra réttlæti Marinó G. Njálsson skrifar 23. apríl 2024 08:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG (og vissulega ráðherra félagsmála), slær sér á brjósti yfir hinum frábæru breytingum sem hann ætlar að gera á örorkulífeyriskerfinu. “95% örorkulífeyrisþega munu fá hærri greiðslur”. Ég sem hélt að nýtt örorkukerfi ætti að tryggja ÖLLUM hærri greiðslur. Tilgangurinn væri að ALLIR sem búa við skerta starfsgetu yrðu betur settir með nýja kerfinu. En svo greinilega ekki og formaður VG telur það afrek að BARA 5% kom verr út úr breytingunum, fyrir utan að þeir eru mun fleiri. Til að láta þetta líta enn betur út í augum formanns VG, þá mun 74% örorkulífeyrisþega fá hækkun upp á 30.000 kr. eða meira á mánuði. Sem þýðir þá að fyrir utan þessi 5% sem lækka mun 6% hækka um 10.000 – 30.000 kr. á mánuði og 15% hækka um innan við 10.000 kr. Og þetta eru fjárhæðir fyrir skatta. Glæsilegt hjá formanninum, en hann lætur alveg vera, að hækkunin á að taka gildi á næsta ári og fjárhæðir eru miðaðar við verðlag á þeim tíma, en miðað við fjárhæðir í janúar 2024. Viðmið allra fer úr 264.827 kr. í 380.000 kr. (hækkar um 115.000 kr.), en þó með því fororði að ofan á þessi 264.827 kr. vantar framfærsluuppbót og aldursviðbót og ofan á 380.000 kr. vantar aldursviðbót. Lægsta framfærsluuppbótin sem kom út úr útreikningum mínum var 47.256 kr., en algengara var að sjá tölur á bilinu ca. 75.000 – 96.000 kr. Breytingin er því að meðtalinni framfærsluuppbótinni mun lægri en þessar 115.000 kr. og getur farið niður í 19.000 kr. miðað við hæstu framfærsluuppbótina. Lægsta upphæðin (47.256 kr.) miðar þó við einstakling með fulla aldursviðbót, sem ég fjalla um næst. Aftur eru upphæðir í núverandi kerfi miðaðar við janúar 2024 og í nýju kerfi við september 2025. Samanburður án verðbólguhækkana Verðbólga, sem af er ári uppfærð til 12 mánaða, er 8,1%. Gerum samt ráð fyrir að hún lækki í 6,0% yfir árið og þá eru 2/3 af næsta ári eftir. Verum bjartsýn og gerum ráð fyrir að verðbólga næsta árs verði 4,5%, þannig að 2/3 er 3,0%. Verðbólga fyrstu 8 mánuði næsta árs ofan á verðbólgu þessa árs er því 9,2%. Samkvæmt hefð fjármála- og efnahagsráðuneytis á túlkun á ákvæði laga um hækkun greiðslna frá almannatryggingum, þá hafa þær hækkað sem nemur verðbólgu hvers árs. Til þess að færa breytingarnar, sem formaður VG kynnti, þá þarf að færa núverandi greiðslur upp í samræmi við líklegar verðlagsbreytingar. Verðbætt verða 264.827 kr. að 289.191 kr., þannig að hækkun í 380.000 kr. er því rétt tæpar 91.000 kr. Drögum síðan frá verðbætta framfærsluuppbót upp á 75.000 kr. (sem er verðbætt 81.900 kr.), þá kemur í ljós að eftir standa 9.900 kr. Ef við tökum hæstu framfærsluuppbót, þá lækkar verðbætt greiðslan um 5.000-13.800 kr. Svona er hægt að láta tölur líta vel út, þegar ekki er öll sagan sögð. Lækkun aldursviðbótar Að sameina örorkulífeyri, fulla tekjutryggingu og framfærsluuppbót í eina fjárhæð er bara hluti af breytingunni. Aldursviðbót mun LÆKKA um 33.020 kr. á mánuði hjá þeim sem fá hana óskerta, mun fara úr 63.020 kr. niður í 30.000 kr. Þetta eru einstaklingar sem fengu niðurstöðu um minnst 75% örorku 24 ára eða yngri. Þetta er fólkið sem líklegast hefur aldrei verið á vinnumarkaði og á þess vegna engan rétt úr lífeyrissjóði. Í reynd er ríkið að skerða hækkum hins nýja örorkulífeyris til þessara einstaklinga um 33.020 kr. með þessu, þannig að bæta þarf þessari tölu við fjárhæð fyrir breytingu. Hækkunin hjá þeim er því úr 375.103 kr. (óverðbætt) í 410.000 kr. eigi viðkomandi maka og búi ekki einn. Verðbætum nú 375.103 kr. og út kemur 409.612 kr., þ.e. hækkunin er heilar 388 kr. Síðan er verið að telja fólki trú um að ríkið spari 10 ma.kr. á því að seinka kerfisbreytingunni. Öryrkjar, búið ykkur undir að ríkið muni ekki hækka bætur til ykkar í ársbyrjun 2025. Svo hægt sé að spara 10 ma.kr., þá má ekki hækkar greiðslu um næstu áramót. Er formönnum VG í nöp við öryrkja? Ég veit ekki af hverju formönnum VG er svona í nöp við öryrkja, að þeir þurfi endurtekið að ráðast á kjör þeirra. Hér er formaður VG að kynna aðgerð sem dregur úr kaupmætti greiðslna til öryrkja eða er í besta falli sýndarleikur. Því er haldið fram að viðmið milli kerfa sé greiðslur núna og greiðslur í september 2025 (þar er, jú, búið að tilkynna að breytingin taki ekki gildi fyrr en þá). Milli fjárlaga, sem samþykkt voru í desember 2023, og gildistöku breytinga á örorkukerfinu, má búast við ríflega 9% verðbólgu og þá er ég mjög bjartsýnn á að Seðlabankinn viðhaldi ekki hárri verðbólgu með furðulegri vaxtastefnu sinni. Síðan er það afsökunin, að hægt sé að spara 10 ma.kr. með því að seinka kerfisbreytingunni um 8 mánuði. Að ég tali nú ekki um þá skýringu, að kerfisbreytingin kosti 15 ma.kr. á ársgrunni. Þarna er verið að kasta ryki í augu almennings. Beita blekkingum. Stærsti hluti þessara 15 ma.kr. er vegna verðlagsbreytinga, ekki vegna kerfisbreytinga. Reiknivélin sýnir blekkingarnar Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi, þegar reiknivél ráðuneytisins er notuð, en hún gefur ekki alltaf sömu niðurstöður og reiknivél TR. Tvennt sker óneitanlega í augun. Þeir, sem búa einir eru, með einni undantekningu, að koma verr út úr breytingunum, en þeir sem búa ekki einir. Þeir, sem urðu 75% öryrkjar tiltölulega snemma á lífsleiðinni, eru að koma verr út úr breytingunum en hinir sem voru eldri og höfðu unnið sér lífeyrisréttindi, þó þau séu ekkert sérlega há. Fólkið sem hefur hvað lengstan hluta ævinnar þurft að treysta á framfærslu úr almannatryggingakerfinu, er sumt ekki einu sinni að fá út úr breytingunni, það sem núverandi kerfi hefði gefið með öllum þeim skerðingum sem samþykktar hafa verið árlega á hækkunum greiðslna. Sá sem hefur verið öryrki alla sína ævi og býr einn er að lækka í tekjum miðað við það sem núverandi kerfi hefði gefið. Hverjum datt þetta í hug? Hvers vegna datt fólki þetta í hug? Hvers vegna er verið að hygla þeim, sem hafa að öllum líkindum mestan rétt hjá lífeyrissjóðunum sínum? „Verra þeirra réttlæti“ „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti!“, lagði Halldór Laxnes Jóni Hreggviðssyni í munn í Íslandsklukkunni og þannig er það með VG. Þó Guðmundur sé ný tekinn við sem formaður, þá ber fyrri formaður mikla ábyrgð á þessu máli. Frumvarpið var lagt fram í ríkisstjórn undir hennar forsæti. Núverandi formaður ber sér á brjósti og lifir í heimi blekkingar. Í fyrsta lagi er viðmiðið sem hann notar rangt. Núverandi greiðslur eru ekki viðmiðið, heldur þær greiðslur eftir gamla kerfinu sem viðkomandi hefði á rétt á við upptöku á nýju kerfi. Greiðslur eru ekki að hækka með nýju kerfi nema mismuninn á því sem núverandi lög segja að öryrkinn ætti að fá þegar nýtt kerfi verður tekið upp. Þar sem ætlunin er að taka það upp í september 2025, þá þarf að telja með 2/3 af ætlaðri hækkun miðað við að núverandi kerfi væri í gildi í janúar 2026. Að verja kjör hinna verst settu Enn einu sinni mistekst ríkisstjórn með VG innanborðs að verja kjör hinna sem verst eru settir. Þetta er fólkið sem verður ungt 75% öryrkjar og hefur eingöngu þær tekjur sem það fær í gegn um almannatrygginga, þarf að sækja til ættingja til að eiga fyrir óvæntum útgjöldum og til hjálparstofnana til að eiga í matinn út mánuðinn. Einnig er sláandi í töflunni að ofan, að þeir sem búa einir koma almennt verr út úr kerfisbreytingunni, en þeir sem ekki búa einir, þ.e. einhver 18 ára og eldri býr á heimilinu og viðkomandi er ekki í námi. Vissulega getur verið, að innkoma tveggja sé ekkert til að hrópa húrra fyrir og stundum duga tekjur öryrkja sem býr ein ríflega fyrir útgjöldum viðkomandi. Breytingunum á kerfinu er ekki ætlað að taka tillit til þess. Né er núverandi kerfi ætlað að gera það. Formaður VG er hins vegar svo viss um, að hann sé að gera vel. Ég veit að hann gerði ekkert. Hann er með sérfræðinga sem greinilega skilja ekki stöðu fólks. Skilja ekki, að innan örorkukerfisins fær engin stöðuhækkun, aldursflokkahækkun, getur sótt sér meiri menntun sem metin er til hærri greiðslu. Skilja ekki, að fari einhver inn í kerfið vegna líkamlegrar fötlunar, þroskahamlana eða langvarandi veikinda, þá er þetta launaflokkurinn sem viðkomandi er á fram til 67 ára aldurs. Fyrr á þessari öld, var ákveðið að bæta fólki með aldursviðbót, að það hefði orðið öryrki snemma á lífsleiðinni. Núna datt einhverjum í hug, að 63.020 kr. væri of há upphæð og hana yrði að lækka í 30.000 kr. Það jafngildir að þessi „launauppbót“ hafi verið lækkuð um 33.020 kr. Allt í einu hefur kostnaður þess sem hefur snemma orðið öryrki lækkað að mati einhverra um 33.020 kr., en þeim að segja, þá er kostnaður þeirra mun meiri en þessar 63.020 kr. sem þeim hefur verið skammtað úr hnefa. Þetta heitir mannvonska og ekkert annað Sömu sérfræðingar ákváðu, að einstaklingur sem er búinn að vera öryrki lungað úr lífinu, ef ekki lífið allt, ætti að vera verr settur í nýju kerfi, en ef viðkomandi fengi áfram greiðslur samkvæmt núverandi fyrirkomu lagi. Síðan var formaður VG fenginn til að segja eitthvað allt annað með því að hnoða í hann leirburði um hvað tölurnar í þýða. Leirburður er hins vegar leirburður og þannig er það með tölur formanns VG. Þær eru leirburður. Ég er nokkuð viss um, að út um allt land situr fullorðið fólk og grætur. Komið yfir fimmtugt, búið að vera á örorkugreiðslum frá almannatryggingum í frá því fyrir þrítugt, það grætur yfir því að enn einu sinni er traðkað á því með skítugum skónum. Það veltir fyrir sér þeirri mannvonsku sem fékk einhverja til að búa til þetta nýja kerfi. Það veltir fyrir sér, hvernig það eigi að borga leiguna, eiga fyrir nauðþurftum og geta gefið barnabörnunum gjafir á afmælum og jólum, þegar formanni VG finnst réttlætið sitt vera dásamlegt. Réttlætið sem er verra en fyrra ranglæti, sem varð til þess að farið var í breytingar á kerfinu. Ég get samt eiginlega ekki annað en vorkennt formanni VG. Hann heldur svo einlæglega að nýja kerfið sé framfarir fyrir öryrkja. Sé leið til betra lífs. Sé sanngirni og réttlæti. Ég vona, að einhvern daginn, finni VG einstakling til að verða formaður, sem gerir eitthvað annað en að brosa út í bláinn í þeirri vona, að fólk haldi að viðkomandi hafi vit á því sem hann/hún er að segja. Stórt séð ætla ég ekki að hafa áhyggjur af formönnum VG, enda þarf mikið að breytast til að ég kjósi flokkinn. Nema hvað síðustu 7 ár hefur þjóðin þurft að horfa upp á hol bros þeirra, þar sem skín í gegn algjört skilningsleysi því sem þau hafa sagt. Lágt er lagst Guðmundur Ingi, ég er tilbúinn að hitta þig og skýra út hve hræðilegt þetta frumvarp er. Hversu ranglátt það er gagnvart stórum hluta öryrkja. Hversu lágt er lagst. Hvernig einhverjir embættismenn hafa hnoðið í þig leirburð, sem þeim finnst vafalaust vera verður Nóbelsverðlauna. Það er á dögum, eins og þessum, sem ég virkilega skammast mín fyrir að vera Íslendingur. Það er á svona dögum, sem ég græt yfir framtíð þjóðar með ráðamenn sem halda að ranglæti sé réttlæti. En það er líka á svona dögum sem almannahagsmunahjartað mitt berst af meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Koma verður í veg fyrir, að þetta „réttlæti“ formanns VG nái fram að ganga. „Ranglæti“ eldra kerfis er ekki eins slæmt og hið nýja „réttlæti“. Fari þetta frumvarp svona gallað í gegn um þingið, þá vona ég að VG falli út af þingi í næstu kosningum. Það er nákvæmlega það sem flokkurinn ætti skilið. Núverandi þingmenn flokksins gætu síðan skráð sig í Sjálfstæðisflokkinn eða kannski Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum, því greinilegt er að þeir eiga hugsjónalega samleið með þessum flokkum. Höfundur er ráðgjafi og óbilandi baráttu fyrir réttlátu þjóðfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Marinó G. Njálsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG (og vissulega ráðherra félagsmála), slær sér á brjósti yfir hinum frábæru breytingum sem hann ætlar að gera á örorkulífeyriskerfinu. “95% örorkulífeyrisþega munu fá hærri greiðslur”. Ég sem hélt að nýtt örorkukerfi ætti að tryggja ÖLLUM hærri greiðslur. Tilgangurinn væri að ALLIR sem búa við skerta starfsgetu yrðu betur settir með nýja kerfinu. En svo greinilega ekki og formaður VG telur það afrek að BARA 5% kom verr út úr breytingunum, fyrir utan að þeir eru mun fleiri. Til að láta þetta líta enn betur út í augum formanns VG, þá mun 74% örorkulífeyrisþega fá hækkun upp á 30.000 kr. eða meira á mánuði. Sem þýðir þá að fyrir utan þessi 5% sem lækka mun 6% hækka um 10.000 – 30.000 kr. á mánuði og 15% hækka um innan við 10.000 kr. Og þetta eru fjárhæðir fyrir skatta. Glæsilegt hjá formanninum, en hann lætur alveg vera, að hækkunin á að taka gildi á næsta ári og fjárhæðir eru miðaðar við verðlag á þeim tíma, en miðað við fjárhæðir í janúar 2024. Viðmið allra fer úr 264.827 kr. í 380.000 kr. (hækkar um 115.000 kr.), en þó með því fororði að ofan á þessi 264.827 kr. vantar framfærsluuppbót og aldursviðbót og ofan á 380.000 kr. vantar aldursviðbót. Lægsta framfærsluuppbótin sem kom út úr útreikningum mínum var 47.256 kr., en algengara var að sjá tölur á bilinu ca. 75.000 – 96.000 kr. Breytingin er því að meðtalinni framfærsluuppbótinni mun lægri en þessar 115.000 kr. og getur farið niður í 19.000 kr. miðað við hæstu framfærsluuppbótina. Lægsta upphæðin (47.256 kr.) miðar þó við einstakling með fulla aldursviðbót, sem ég fjalla um næst. Aftur eru upphæðir í núverandi kerfi miðaðar við janúar 2024 og í nýju kerfi við september 2025. Samanburður án verðbólguhækkana Verðbólga, sem af er ári uppfærð til 12 mánaða, er 8,1%. Gerum samt ráð fyrir að hún lækki í 6,0% yfir árið og þá eru 2/3 af næsta ári eftir. Verum bjartsýn og gerum ráð fyrir að verðbólga næsta árs verði 4,5%, þannig að 2/3 er 3,0%. Verðbólga fyrstu 8 mánuði næsta árs ofan á verðbólgu þessa árs er því 9,2%. Samkvæmt hefð fjármála- og efnahagsráðuneytis á túlkun á ákvæði laga um hækkun greiðslna frá almannatryggingum, þá hafa þær hækkað sem nemur verðbólgu hvers árs. Til þess að færa breytingarnar, sem formaður VG kynnti, þá þarf að færa núverandi greiðslur upp í samræmi við líklegar verðlagsbreytingar. Verðbætt verða 264.827 kr. að 289.191 kr., þannig að hækkun í 380.000 kr. er því rétt tæpar 91.000 kr. Drögum síðan frá verðbætta framfærsluuppbót upp á 75.000 kr. (sem er verðbætt 81.900 kr.), þá kemur í ljós að eftir standa 9.900 kr. Ef við tökum hæstu framfærsluuppbót, þá lækkar verðbætt greiðslan um 5.000-13.800 kr. Svona er hægt að láta tölur líta vel út, þegar ekki er öll sagan sögð. Lækkun aldursviðbótar Að sameina örorkulífeyri, fulla tekjutryggingu og framfærsluuppbót í eina fjárhæð er bara hluti af breytingunni. Aldursviðbót mun LÆKKA um 33.020 kr. á mánuði hjá þeim sem fá hana óskerta, mun fara úr 63.020 kr. niður í 30.000 kr. Þetta eru einstaklingar sem fengu niðurstöðu um minnst 75% örorku 24 ára eða yngri. Þetta er fólkið sem líklegast hefur aldrei verið á vinnumarkaði og á þess vegna engan rétt úr lífeyrissjóði. Í reynd er ríkið að skerða hækkum hins nýja örorkulífeyris til þessara einstaklinga um 33.020 kr. með þessu, þannig að bæta þarf þessari tölu við fjárhæð fyrir breytingu. Hækkunin hjá þeim er því úr 375.103 kr. (óverðbætt) í 410.000 kr. eigi viðkomandi maka og búi ekki einn. Verðbætum nú 375.103 kr. og út kemur 409.612 kr., þ.e. hækkunin er heilar 388 kr. Síðan er verið að telja fólki trú um að ríkið spari 10 ma.kr. á því að seinka kerfisbreytingunni. Öryrkjar, búið ykkur undir að ríkið muni ekki hækka bætur til ykkar í ársbyrjun 2025. Svo hægt sé að spara 10 ma.kr., þá má ekki hækkar greiðslu um næstu áramót. Er formönnum VG í nöp við öryrkja? Ég veit ekki af hverju formönnum VG er svona í nöp við öryrkja, að þeir þurfi endurtekið að ráðast á kjör þeirra. Hér er formaður VG að kynna aðgerð sem dregur úr kaupmætti greiðslna til öryrkja eða er í besta falli sýndarleikur. Því er haldið fram að viðmið milli kerfa sé greiðslur núna og greiðslur í september 2025 (þar er, jú, búið að tilkynna að breytingin taki ekki gildi fyrr en þá). Milli fjárlaga, sem samþykkt voru í desember 2023, og gildistöku breytinga á örorkukerfinu, má búast við ríflega 9% verðbólgu og þá er ég mjög bjartsýnn á að Seðlabankinn viðhaldi ekki hárri verðbólgu með furðulegri vaxtastefnu sinni. Síðan er það afsökunin, að hægt sé að spara 10 ma.kr. með því að seinka kerfisbreytingunni um 8 mánuði. Að ég tali nú ekki um þá skýringu, að kerfisbreytingin kosti 15 ma.kr. á ársgrunni. Þarna er verið að kasta ryki í augu almennings. Beita blekkingum. Stærsti hluti þessara 15 ma.kr. er vegna verðlagsbreytinga, ekki vegna kerfisbreytinga. Reiknivélin sýnir blekkingarnar Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi, þegar reiknivél ráðuneytisins er notuð, en hún gefur ekki alltaf sömu niðurstöður og reiknivél TR. Tvennt sker óneitanlega í augun. Þeir, sem búa einir eru, með einni undantekningu, að koma verr út úr breytingunum, en þeir sem búa ekki einir. Þeir, sem urðu 75% öryrkjar tiltölulega snemma á lífsleiðinni, eru að koma verr út úr breytingunum en hinir sem voru eldri og höfðu unnið sér lífeyrisréttindi, þó þau séu ekkert sérlega há. Fólkið sem hefur hvað lengstan hluta ævinnar þurft að treysta á framfærslu úr almannatryggingakerfinu, er sumt ekki einu sinni að fá út úr breytingunni, það sem núverandi kerfi hefði gefið með öllum þeim skerðingum sem samþykktar hafa verið árlega á hækkunum greiðslna. Sá sem hefur verið öryrki alla sína ævi og býr einn er að lækka í tekjum miðað við það sem núverandi kerfi hefði gefið. Hverjum datt þetta í hug? Hvers vegna datt fólki þetta í hug? Hvers vegna er verið að hygla þeim, sem hafa að öllum líkindum mestan rétt hjá lífeyrissjóðunum sínum? „Verra þeirra réttlæti“ „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti!“, lagði Halldór Laxnes Jóni Hreggviðssyni í munn í Íslandsklukkunni og þannig er það með VG. Þó Guðmundur sé ný tekinn við sem formaður, þá ber fyrri formaður mikla ábyrgð á þessu máli. Frumvarpið var lagt fram í ríkisstjórn undir hennar forsæti. Núverandi formaður ber sér á brjósti og lifir í heimi blekkingar. Í fyrsta lagi er viðmiðið sem hann notar rangt. Núverandi greiðslur eru ekki viðmiðið, heldur þær greiðslur eftir gamla kerfinu sem viðkomandi hefði á rétt á við upptöku á nýju kerfi. Greiðslur eru ekki að hækka með nýju kerfi nema mismuninn á því sem núverandi lög segja að öryrkinn ætti að fá þegar nýtt kerfi verður tekið upp. Þar sem ætlunin er að taka það upp í september 2025, þá þarf að telja með 2/3 af ætlaðri hækkun miðað við að núverandi kerfi væri í gildi í janúar 2026. Að verja kjör hinna verst settu Enn einu sinni mistekst ríkisstjórn með VG innanborðs að verja kjör hinna sem verst eru settir. Þetta er fólkið sem verður ungt 75% öryrkjar og hefur eingöngu þær tekjur sem það fær í gegn um almannatrygginga, þarf að sækja til ættingja til að eiga fyrir óvæntum útgjöldum og til hjálparstofnana til að eiga í matinn út mánuðinn. Einnig er sláandi í töflunni að ofan, að þeir sem búa einir koma almennt verr út úr kerfisbreytingunni, en þeir sem ekki búa einir, þ.e. einhver 18 ára og eldri býr á heimilinu og viðkomandi er ekki í námi. Vissulega getur verið, að innkoma tveggja sé ekkert til að hrópa húrra fyrir og stundum duga tekjur öryrkja sem býr ein ríflega fyrir útgjöldum viðkomandi. Breytingunum á kerfinu er ekki ætlað að taka tillit til þess. Né er núverandi kerfi ætlað að gera það. Formaður VG er hins vegar svo viss um, að hann sé að gera vel. Ég veit að hann gerði ekkert. Hann er með sérfræðinga sem greinilega skilja ekki stöðu fólks. Skilja ekki, að innan örorkukerfisins fær engin stöðuhækkun, aldursflokkahækkun, getur sótt sér meiri menntun sem metin er til hærri greiðslu. Skilja ekki, að fari einhver inn í kerfið vegna líkamlegrar fötlunar, þroskahamlana eða langvarandi veikinda, þá er þetta launaflokkurinn sem viðkomandi er á fram til 67 ára aldurs. Fyrr á þessari öld, var ákveðið að bæta fólki með aldursviðbót, að það hefði orðið öryrki snemma á lífsleiðinni. Núna datt einhverjum í hug, að 63.020 kr. væri of há upphæð og hana yrði að lækka í 30.000 kr. Það jafngildir að þessi „launauppbót“ hafi verið lækkuð um 33.020 kr. Allt í einu hefur kostnaður þess sem hefur snemma orðið öryrki lækkað að mati einhverra um 33.020 kr., en þeim að segja, þá er kostnaður þeirra mun meiri en þessar 63.020 kr. sem þeim hefur verið skammtað úr hnefa. Þetta heitir mannvonska og ekkert annað Sömu sérfræðingar ákváðu, að einstaklingur sem er búinn að vera öryrki lungað úr lífinu, ef ekki lífið allt, ætti að vera verr settur í nýju kerfi, en ef viðkomandi fengi áfram greiðslur samkvæmt núverandi fyrirkomu lagi. Síðan var formaður VG fenginn til að segja eitthvað allt annað með því að hnoða í hann leirburði um hvað tölurnar í þýða. Leirburður er hins vegar leirburður og þannig er það með tölur formanns VG. Þær eru leirburður. Ég er nokkuð viss um, að út um allt land situr fullorðið fólk og grætur. Komið yfir fimmtugt, búið að vera á örorkugreiðslum frá almannatryggingum í frá því fyrir þrítugt, það grætur yfir því að enn einu sinni er traðkað á því með skítugum skónum. Það veltir fyrir sér þeirri mannvonsku sem fékk einhverja til að búa til þetta nýja kerfi. Það veltir fyrir sér, hvernig það eigi að borga leiguna, eiga fyrir nauðþurftum og geta gefið barnabörnunum gjafir á afmælum og jólum, þegar formanni VG finnst réttlætið sitt vera dásamlegt. Réttlætið sem er verra en fyrra ranglæti, sem varð til þess að farið var í breytingar á kerfinu. Ég get samt eiginlega ekki annað en vorkennt formanni VG. Hann heldur svo einlæglega að nýja kerfið sé framfarir fyrir öryrkja. Sé leið til betra lífs. Sé sanngirni og réttlæti. Ég vona, að einhvern daginn, finni VG einstakling til að verða formaður, sem gerir eitthvað annað en að brosa út í bláinn í þeirri vona, að fólk haldi að viðkomandi hafi vit á því sem hann/hún er að segja. Stórt séð ætla ég ekki að hafa áhyggjur af formönnum VG, enda þarf mikið að breytast til að ég kjósi flokkinn. Nema hvað síðustu 7 ár hefur þjóðin þurft að horfa upp á hol bros þeirra, þar sem skín í gegn algjört skilningsleysi því sem þau hafa sagt. Lágt er lagst Guðmundur Ingi, ég er tilbúinn að hitta þig og skýra út hve hræðilegt þetta frumvarp er. Hversu ranglátt það er gagnvart stórum hluta öryrkja. Hversu lágt er lagst. Hvernig einhverjir embættismenn hafa hnoðið í þig leirburð, sem þeim finnst vafalaust vera verður Nóbelsverðlauna. Það er á dögum, eins og þessum, sem ég virkilega skammast mín fyrir að vera Íslendingur. Það er á svona dögum, sem ég græt yfir framtíð þjóðar með ráðamenn sem halda að ranglæti sé réttlæti. En það er líka á svona dögum sem almannahagsmunahjartað mitt berst af meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Koma verður í veg fyrir, að þetta „réttlæti“ formanns VG nái fram að ganga. „Ranglæti“ eldra kerfis er ekki eins slæmt og hið nýja „réttlæti“. Fari þetta frumvarp svona gallað í gegn um þingið, þá vona ég að VG falli út af þingi í næstu kosningum. Það er nákvæmlega það sem flokkurinn ætti skilið. Núverandi þingmenn flokksins gætu síðan skráð sig í Sjálfstæðisflokkinn eða kannski Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum, því greinilegt er að þeir eiga hugsjónalega samleið með þessum flokkum. Höfundur er ráðgjafi og óbilandi baráttu fyrir réttlátu þjóðfélagið.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar