Erlent

Dregur úr vinnu og verk­efnum

Atli Ísleifsson skrifar
Haraldur varð konungur Noregs í janúar 1991.
Haraldur varð konungur Noregs í janúar 1991. EPA

Haraldur V. Noregskonungur sneri aftur til vinnu í morgun eftir að hafa verið fjarverandi síðastliðnar átta vikur vegna heilsubrests. Norska konungshöllin greinir frá því að konungurinn muni draga nokkuð úr verkefnum sínum enda orðinn gamall.

Hinn 87 ára sinnti fyrstu opinberu erindagjörðum sínum í dag frá því að hann veiktist í fríi í Malasíu fyrr á árinu. Hann gekkst í kjölfarið undir aðgerð þar sem hann fékk græddan í sig gangráð.

„Konungurinn sneri aftur til vinnu í dag og tekur aftur við stjórnarskrárbundnum skyldum sínum sem þjóðhöfðingi, mun eiga fundi og veita fólki áheyrn í Konungshöllinni, auk þess að fara í opinberar heimsóknir víða um Noreg,“ sagði í tilkynningu frá konungshöllinni.

Segir að konungurinn muni framvegis aðlaga dagskrá sína að aldrinum. „Þetta mun fela í sér varanlega fækkun þeirra verkefna sem konungurinn tekur þátt í, einnig umfang verkefna.“

Þá er haft eftir konungi að hann sé ánægður með að vera kominn aftur til að taka við verkefnum sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×