„Mun stærri sigur en ég bjóst við“ Hinrik Wöhler skrifar 21. apríl 2024 22:17 vísir / anton brink Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare með átta mörkum í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópubikar EHF í kvöld. Það var einstaklega góð stemning og umgjörð kringum leikinn í kvöld og var Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, stoltur af leikmönnum sem og stuðningsfólki. „Þegar við erum komnir með dúkinn á gólfið þá er þetta viðburður, stjórnin og allir búnir að vinna kringum þetta í dag og í gær. Mikið af fólki og hörkustemning, Strætóskýlið [stuðningsmannasveit Vals] frábært og Baldur Bongó einnig og það kallar fram auka orku,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leik. „Vörnin var frábær líkt og Björgvin Páll. Það var góð keyrsla á okkur, þeir réðu illa við hraðann og við vorum að keyra vel. Mun stærri sigur en ég bjóst við.“ Valur lagði Steaua Búkarest af velli í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins og fengu Minaur Baia Mare í undanúrslitum sem er rúmenskt lið líkt og Steaua. Baia Mare er í þriðja sæti í rúmensku deildinni og fyrir fram taldir mun sterkari en Steaua, þrátt fyrir það sá rúmenska liðið aldrei til sólar í leiknum í dag. „Þetta er öðruvísi lið, Steaua getur spilað meira upp á línumenn og einfaldara spil milli tveggja manna sem reyndist okkur illa. Þetta lið í dag er stöðugt að skjóta og koma mjög hratt á. Við náðum einhvern veginn, oftast nær, að mæta þeim hátt og fara í þá og gerðum þeim lífið leitt að ná þeim í skotunum. Það verður að vera eins út í Rúmeníu, það er rosalegur þungi og annar taktur en hjá Steaua. Við áttum í mestum vandræðum með [Stefan] Vujic og [Stevan] Vujovic, þeir eru mjög svipaðir gaurar,“ sagði Óskar varðandi muninn á rúmensku liðunum. Leikmenn Vals héldu uppi miklum hraða í sóknarleiknum gegnum allan leikinn og voru gestirnir í talsverðum vandræðum með sóknarleik og vel útfærða seinni bylgju Valsmanna. „Við vissum það eftir að við tókum tölfræðina saman. Við vorum að fá færi eftir víti frá þeim og þetta var smá eins og í Evrópudeildinni í fyrra. Við keyrðum vel, skoruðum mikið úr hraðaupphlaupum og vorum eiginlega óheppnir með nokkur dauðafæri úr keyrslunni. Við þurfum ná því aftur upp eftir viku, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar við en liðin mætast á ný í Rúmeníu þann 28. apríl. Það var frábær stemning og umgjörð í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Gott sem setið allan hringinn í stúkunni og greinilega mikið lagt upp úr umgjörðinni hjá Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. „Þetta er alveg stórkostleg, þvílíkt hrós á sjálfboðaliðana og starfsfólkið. Þetta er til fyrirmyndar og gefur rosalega mikið. Það er búið að spila mikið af leikjum og svo kemur þú í þetta, þetta gefur meiri orku en fólki grunar. Ég er mjög þakklátur fyrir alla sem komu í húsið til að styðja okkur,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„Þegar við erum komnir með dúkinn á gólfið þá er þetta viðburður, stjórnin og allir búnir að vinna kringum þetta í dag og í gær. Mikið af fólki og hörkustemning, Strætóskýlið [stuðningsmannasveit Vals] frábært og Baldur Bongó einnig og það kallar fram auka orku,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leik. „Vörnin var frábær líkt og Björgvin Páll. Það var góð keyrsla á okkur, þeir réðu illa við hraðann og við vorum að keyra vel. Mun stærri sigur en ég bjóst við.“ Valur lagði Steaua Búkarest af velli í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins og fengu Minaur Baia Mare í undanúrslitum sem er rúmenskt lið líkt og Steaua. Baia Mare er í þriðja sæti í rúmensku deildinni og fyrir fram taldir mun sterkari en Steaua, þrátt fyrir það sá rúmenska liðið aldrei til sólar í leiknum í dag. „Þetta er öðruvísi lið, Steaua getur spilað meira upp á línumenn og einfaldara spil milli tveggja manna sem reyndist okkur illa. Þetta lið í dag er stöðugt að skjóta og koma mjög hratt á. Við náðum einhvern veginn, oftast nær, að mæta þeim hátt og fara í þá og gerðum þeim lífið leitt að ná þeim í skotunum. Það verður að vera eins út í Rúmeníu, það er rosalegur þungi og annar taktur en hjá Steaua. Við áttum í mestum vandræðum með [Stefan] Vujic og [Stevan] Vujovic, þeir eru mjög svipaðir gaurar,“ sagði Óskar varðandi muninn á rúmensku liðunum. Leikmenn Vals héldu uppi miklum hraða í sóknarleiknum gegnum allan leikinn og voru gestirnir í talsverðum vandræðum með sóknarleik og vel útfærða seinni bylgju Valsmanna. „Við vissum það eftir að við tókum tölfræðina saman. Við vorum að fá færi eftir víti frá þeim og þetta var smá eins og í Evrópudeildinni í fyrra. Við keyrðum vel, skoruðum mikið úr hraðaupphlaupum og vorum eiginlega óheppnir með nokkur dauðafæri úr keyrslunni. Við þurfum ná því aftur upp eftir viku, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar við en liðin mætast á ný í Rúmeníu þann 28. apríl. Það var frábær stemning og umgjörð í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Gott sem setið allan hringinn í stúkunni og greinilega mikið lagt upp úr umgjörðinni hjá Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. „Þetta er alveg stórkostleg, þvílíkt hrós á sjálfboðaliðana og starfsfólkið. Þetta er til fyrirmyndar og gefur rosalega mikið. Það er búið að spila mikið af leikjum og svo kemur þú í þetta, þetta gefur meiri orku en fólki grunar. Ég er mjög þakklátur fyrir alla sem komu í húsið til að styðja okkur,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira