„Mun stærri sigur en ég bjóst við“ Hinrik Wöhler skrifar 21. apríl 2024 22:17 vísir / anton brink Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare með átta mörkum í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópubikar EHF í kvöld. Það var einstaklega góð stemning og umgjörð kringum leikinn í kvöld og var Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, stoltur af leikmönnum sem og stuðningsfólki. „Þegar við erum komnir með dúkinn á gólfið þá er þetta viðburður, stjórnin og allir búnir að vinna kringum þetta í dag og í gær. Mikið af fólki og hörkustemning, Strætóskýlið [stuðningsmannasveit Vals] frábært og Baldur Bongó einnig og það kallar fram auka orku,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leik. „Vörnin var frábær líkt og Björgvin Páll. Það var góð keyrsla á okkur, þeir réðu illa við hraðann og við vorum að keyra vel. Mun stærri sigur en ég bjóst við.“ Valur lagði Steaua Búkarest af velli í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins og fengu Minaur Baia Mare í undanúrslitum sem er rúmenskt lið líkt og Steaua. Baia Mare er í þriðja sæti í rúmensku deildinni og fyrir fram taldir mun sterkari en Steaua, þrátt fyrir það sá rúmenska liðið aldrei til sólar í leiknum í dag. „Þetta er öðruvísi lið, Steaua getur spilað meira upp á línumenn og einfaldara spil milli tveggja manna sem reyndist okkur illa. Þetta lið í dag er stöðugt að skjóta og koma mjög hratt á. Við náðum einhvern veginn, oftast nær, að mæta þeim hátt og fara í þá og gerðum þeim lífið leitt að ná þeim í skotunum. Það verður að vera eins út í Rúmeníu, það er rosalegur þungi og annar taktur en hjá Steaua. Við áttum í mestum vandræðum með [Stefan] Vujic og [Stevan] Vujovic, þeir eru mjög svipaðir gaurar,“ sagði Óskar varðandi muninn á rúmensku liðunum. Leikmenn Vals héldu uppi miklum hraða í sóknarleiknum gegnum allan leikinn og voru gestirnir í talsverðum vandræðum með sóknarleik og vel útfærða seinni bylgju Valsmanna. „Við vissum það eftir að við tókum tölfræðina saman. Við vorum að fá færi eftir víti frá þeim og þetta var smá eins og í Evrópudeildinni í fyrra. Við keyrðum vel, skoruðum mikið úr hraðaupphlaupum og vorum eiginlega óheppnir með nokkur dauðafæri úr keyrslunni. Við þurfum ná því aftur upp eftir viku, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar við en liðin mætast á ný í Rúmeníu þann 28. apríl. Það var frábær stemning og umgjörð í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Gott sem setið allan hringinn í stúkunni og greinilega mikið lagt upp úr umgjörðinni hjá Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. „Þetta er alveg stórkostleg, þvílíkt hrós á sjálfboðaliðana og starfsfólkið. Þetta er til fyrirmyndar og gefur rosalega mikið. Það er búið að spila mikið af leikjum og svo kemur þú í þetta, þetta gefur meiri orku en fólki grunar. Ég er mjög þakklátur fyrir alla sem komu í húsið til að styðja okkur,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Þegar við erum komnir með dúkinn á gólfið þá er þetta viðburður, stjórnin og allir búnir að vinna kringum þetta í dag og í gær. Mikið af fólki og hörkustemning, Strætóskýlið [stuðningsmannasveit Vals] frábært og Baldur Bongó einnig og það kallar fram auka orku,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leik. „Vörnin var frábær líkt og Björgvin Páll. Það var góð keyrsla á okkur, þeir réðu illa við hraðann og við vorum að keyra vel. Mun stærri sigur en ég bjóst við.“ Valur lagði Steaua Búkarest af velli í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins og fengu Minaur Baia Mare í undanúrslitum sem er rúmenskt lið líkt og Steaua. Baia Mare er í þriðja sæti í rúmensku deildinni og fyrir fram taldir mun sterkari en Steaua, þrátt fyrir það sá rúmenska liðið aldrei til sólar í leiknum í dag. „Þetta er öðruvísi lið, Steaua getur spilað meira upp á línumenn og einfaldara spil milli tveggja manna sem reyndist okkur illa. Þetta lið í dag er stöðugt að skjóta og koma mjög hratt á. Við náðum einhvern veginn, oftast nær, að mæta þeim hátt og fara í þá og gerðum þeim lífið leitt að ná þeim í skotunum. Það verður að vera eins út í Rúmeníu, það er rosalegur þungi og annar taktur en hjá Steaua. Við áttum í mestum vandræðum með [Stefan] Vujic og [Stevan] Vujovic, þeir eru mjög svipaðir gaurar,“ sagði Óskar varðandi muninn á rúmensku liðunum. Leikmenn Vals héldu uppi miklum hraða í sóknarleiknum gegnum allan leikinn og voru gestirnir í talsverðum vandræðum með sóknarleik og vel útfærða seinni bylgju Valsmanna. „Við vissum það eftir að við tókum tölfræðina saman. Við vorum að fá færi eftir víti frá þeim og þetta var smá eins og í Evrópudeildinni í fyrra. Við keyrðum vel, skoruðum mikið úr hraðaupphlaupum og vorum eiginlega óheppnir með nokkur dauðafæri úr keyrslunni. Við þurfum ná því aftur upp eftir viku, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar við en liðin mætast á ný í Rúmeníu þann 28. apríl. Það var frábær stemning og umgjörð í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Gott sem setið allan hringinn í stúkunni og greinilega mikið lagt upp úr umgjörðinni hjá Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. „Þetta er alveg stórkostleg, þvílíkt hrós á sjálfboðaliðana og starfsfólkið. Þetta er til fyrirmyndar og gefur rosalega mikið. Það er búið að spila mikið af leikjum og svo kemur þú í þetta, þetta gefur meiri orku en fólki grunar. Ég er mjög þakklátur fyrir alla sem komu í húsið til að styðja okkur,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira