Fjögur börn meðal smitaðra af kíghósta Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2024 13:08 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. vísir/arnar Fjögur börn eru meðal þeirra sem hafa greinst með kíghósta á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir hvetur þá sem telja sig finna til einkenna að hafa samband við heilbrigðisstarfsfólk. Kíghósti hefur greinst í sex einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu og eru einhverjir þeirra ótengdir. Því er talið að sýkingin hafi náð útbreiðslu á svæðinu en fyrir hafði kíghósti ekki greinst hér á landi síðan árið 2019. Einkenni kíghósta eru vægt kvef og önnur einkenni þess, sem og slæm hóstaköst, þá sérstaklega á næturnar. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir sýkinguna geta reynst börnum og þeim sem eru óbólusettir erfiðust. Hver sem er getur fengið kíghósta. „Það er helst ungu börnin sem fá slæmar afleiðingar og slæmu hóstaköstin geta valdið öndunarstoppi í ungum börnum. Öndunarvegurinn þeirra er hlutfallslega lítill og þeim geta fylgt krampar, lungnabólga og þetta getur haft áhrif á heilasamstarfi og það geta orðið andlát vegna kíghósta,“ segir Guðrún. Hún segir veikindin geta verið ansi þrálát. Þeir sem telji sig hafa einkenni kíghósta hafi samband við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum netspjall eða Heilsuveru. „Ef að einkennin eru í samræmi við það eða viðkomandi verið í umgengni við einhvern sem hefur greinst þá er um að gera að hafa samband við sinn lækni eða heilbrigðisstarfsfólk og fá ráð. Hvort það sé tilefni til að taka sýni eða gera eitthvað frekar,“ segir Guðrún. Meðal þeirra sex sem hafa greinst með kíghósta eru fjögur börn á aldrinum þriggja til fimmtán ára. „Þessir einstaklingar eru allir heima, það er enginn það alvarlega veikur að þurfa að vera á sjúkrahúsi. En það eru allir með einkenni, sérstaklega hósta,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Bólusetningar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Kíghósti hefur greinst í sex einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu og eru einhverjir þeirra ótengdir. Því er talið að sýkingin hafi náð útbreiðslu á svæðinu en fyrir hafði kíghósti ekki greinst hér á landi síðan árið 2019. Einkenni kíghósta eru vægt kvef og önnur einkenni þess, sem og slæm hóstaköst, þá sérstaklega á næturnar. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir sýkinguna geta reynst börnum og þeim sem eru óbólusettir erfiðust. Hver sem er getur fengið kíghósta. „Það er helst ungu börnin sem fá slæmar afleiðingar og slæmu hóstaköstin geta valdið öndunarstoppi í ungum börnum. Öndunarvegurinn þeirra er hlutfallslega lítill og þeim geta fylgt krampar, lungnabólga og þetta getur haft áhrif á heilasamstarfi og það geta orðið andlát vegna kíghósta,“ segir Guðrún. Hún segir veikindin geta verið ansi þrálát. Þeir sem telji sig hafa einkenni kíghósta hafi samband við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum netspjall eða Heilsuveru. „Ef að einkennin eru í samræmi við það eða viðkomandi verið í umgengni við einhvern sem hefur greinst þá er um að gera að hafa samband við sinn lækni eða heilbrigðisstarfsfólk og fá ráð. Hvort það sé tilefni til að taka sýni eða gera eitthvað frekar,“ segir Guðrún. Meðal þeirra sex sem hafa greinst með kíghósta eru fjögur börn á aldrinum þriggja til fimmtán ára. „Þessir einstaklingar eru allir heima, það er enginn það alvarlega veikur að þurfa að vera á sjúkrahúsi. En það eru allir með einkenni, sérstaklega hósta,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Bólusetningar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira