Innlent

Kallað út vegna elda­mennsku við Stuðla­háls

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt var um reykinn í húsinu við Stuðlaháls í morgun. Ekki reyndist þó vera eldur á staðnum.
Tilkynnt var um reykinn í húsinu við Stuðlaháls í morgun. Ekki reyndist þó vera eldur á staðnum. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um reyk sem barst frá húsi við Stuðlaháls í Reykjavík í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var einungis um að ræða lítinn reyk að ræða sem hafi komið út úr rist á húsinu – reyk sem mátti rekja til eldamennsku í húsinu. 

„Það var því enginn eldur og þetta því ekki alvarlegt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×