„Hlakka rosalega til að sjá troðfullt hús á mánudaginn“ Stefán Marteinn skrifar 18. apríl 2024 22:26 Lárus vonast eftir fullu húsi. Vísir/Bára Dröfn Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðana í 8-liða úrslitum í Subway-deild karla í kvöld. Liðin voru jöfn með sitthvorn sigurinn fyrir leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld en Þór Þ. tók forystu í einvíginu með 107-110 sigri hér í kvöld eftir framlengingu. Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðana í 8-liða úrslitum í Subway-deild karla í kvöld. Liðin voru jöfn með sitthvorn sigurinn fyrir leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld en Þór Þ. tók forystu í einvíginu með 107-110 sigri hér í kvöld eftir framlengingu. „Þetta var frábær körfuboltaleikur. Hann gat alveg eins dottið Njarðvíkur meginn. Það var gott að við náðum í þennan og mér fannst við líka spila svolítið frjálsan bolta. Létum boltann bara flæða og vorum bara í pick and roll og sjáum hvar við hefðum þetta. Ég var ánægður með það í sókninni,“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. sáttur eftir leikinn í kvöld. „Þrátt fyrir að Njarðvík hafi skorað svolítið mikið af stigum þá var ég mjög ánægður með baráttuna í vörninni. Í fyrri hálfleik settu þeir örugglega þrjá spjaldið ofan í þrista, marga flautu þrista þannig við töluðum um það í hálfleik að bara halda bara plani. Þeir eru ekki að fara setja þetta.“ „Mér fannst Raggi kannski svolítið breyta gangi leiksins í upphafi seinni hálfleiks og við náðum strax að jafna leikinn. Hann tekur risastór varnar fráköst hérna á mikilvægum mómentum og var frábær í vörninni þannig Raggi var risastór fyrir okkur í kvöld.“ Það var mikið jafnræði með liðunum í kvöld og alvöru stál í stál barátta en hvað var það sem kom þessum sigri yfir línuna? „Við siglum þessu með seiglu. D [Darwin Davis] skoraði bara eiginlega alltaf þegar hann vildi. Hann kom með stigin fyrir okkur í lokin. Það var ekkert eitthvað eitt sem sigldi þessu Við náum að skora þremur fleiri stigum í framlengdum leik og náðum einu góðu varnar stoppi. Mér fannst við vera komnir með leikinn þegar Jordan [Semple] var inná en svo fær hann fimmtu villuna og þá misstum við aðeins fráköstin hjá okkur og Njarðvík náði að koma sér inn í leikinn aftur á sóknarfráköstum.“ Þór Þ. er búið að snúa einvíginu sér í hag og geta með sigri í næsta leik á heimavelli tryggt sig í undanúrslitin. „Við erum búnir að vinna núna Njarðvík tvisvar sinnum. Við erum búnir að vera í basli með þá. Við erum komnir með yfirhöndina í seríunni og okkur líður bara vel í hamingjunni.“ Lárus var gríðarlega ánægður með stuðninginn sem hans lið fékk úr stúkunni í kvöld en stuðningsmenn Þórs Þ. fjölmenntu í Ljónagryfjuna í kvöld. „Mér fannst við eiginlega bara eiga stúkuna frá fyrstu mínútu. Mér hlakkar rosalega til að sjá troðfullt hús á mánudaginn. Það verður alvöru stemning.“ Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðana í 8-liða úrslitum í Subway-deild karla í kvöld. Liðin voru jöfn með sitthvorn sigurinn fyrir leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld en Þór Þ. tók forystu í einvíginu með 107-110 sigri hér í kvöld eftir framlengingu. „Þetta var frábær körfuboltaleikur. Hann gat alveg eins dottið Njarðvíkur meginn. Það var gott að við náðum í þennan og mér fannst við líka spila svolítið frjálsan bolta. Létum boltann bara flæða og vorum bara í pick and roll og sjáum hvar við hefðum þetta. Ég var ánægður með það í sókninni,“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. sáttur eftir leikinn í kvöld. „Þrátt fyrir að Njarðvík hafi skorað svolítið mikið af stigum þá var ég mjög ánægður með baráttuna í vörninni. Í fyrri hálfleik settu þeir örugglega þrjá spjaldið ofan í þrista, marga flautu þrista þannig við töluðum um það í hálfleik að bara halda bara plani. Þeir eru ekki að fara setja þetta.“ „Mér fannst Raggi kannski svolítið breyta gangi leiksins í upphafi seinni hálfleiks og við náðum strax að jafna leikinn. Hann tekur risastór varnar fráköst hérna á mikilvægum mómentum og var frábær í vörninni þannig Raggi var risastór fyrir okkur í kvöld.“ Það var mikið jafnræði með liðunum í kvöld og alvöru stál í stál barátta en hvað var það sem kom þessum sigri yfir línuna? „Við siglum þessu með seiglu. D [Darwin Davis] skoraði bara eiginlega alltaf þegar hann vildi. Hann kom með stigin fyrir okkur í lokin. Það var ekkert eitthvað eitt sem sigldi þessu Við náum að skora þremur fleiri stigum í framlengdum leik og náðum einu góðu varnar stoppi. Mér fannst við vera komnir með leikinn þegar Jordan [Semple] var inná en svo fær hann fimmtu villuna og þá misstum við aðeins fráköstin hjá okkur og Njarðvík náði að koma sér inn í leikinn aftur á sóknarfráköstum.“ Þór Þ. er búið að snúa einvíginu sér í hag og geta með sigri í næsta leik á heimavelli tryggt sig í undanúrslitin. „Við erum búnir að vinna núna Njarðvík tvisvar sinnum. Við erum búnir að vera í basli með þá. Við erum komnir með yfirhöndina í seríunni og okkur líður bara vel í hamingjunni.“ Lárus var gríðarlega ánægður með stuðninginn sem hans lið fékk úr stúkunni í kvöld en stuðningsmenn Þórs Þ. fjölmenntu í Ljónagryfjuna í kvöld. „Mér fannst við eiginlega bara eiga stúkuna frá fyrstu mínútu. Mér hlakkar rosalega til að sjá troðfullt hús á mánudaginn. Það verður alvöru stemning.“
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum