Rómverjar svífa um á bleiku skýi De Rossi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2024 22:01 Rómverjar fagna. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Daniele de Rossi hélt upp á nýjan samning sinn við Roma með því að leggja AC Milan að velli 2-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vann Roma einvígið samtals 3-1. Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. De Rossi var ráðinn til bráðabirgða eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Í dag staðfesti Rómverjar að De Rossi mynda stýra liðinu áfram á næstu leiktíð. You don't need to speak Italian to understand Daniele De Rossi pic.twitter.com/vQZ6b9AQEA— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 18, 2024 Það virtist sem bæði De Rossi og leikmenn hans væri svífandi um á bleiku skýi eftir fréttir dagsins en liðið var komið 2-0 yfir gegn AC Milan eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Gianluca Mancini kom heimamönnum yfir þegar hann stýrði boltanum í netið eftir að skot Lorenzo Pellegrini hafði hafnað í stönginni. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Paulo Dybala forystuna eftir að skot Romelu Lukaku fór af varnarmanni og hrökk fyrir fætur Dybala. Þegar hálftími var liðinn misstu Rómverjar hins vegar mann af velli. Zeki Çelik sá brotlegi og Rómverjar manni færri það sem eftir lifði leiks. Rómverjar héldu út hálfleikinn og staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni fleiri þá tókst Mílanó-mönnum ekki að nýta sér liðsmuninn til að skapa nein alvöru tækifæri. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu leiks sem þeir komu boltanum loks í netið. Matteo Gabbia með markið eftir fyrirgjöf Rafael Leão. Nær komst AC Milan ekki, Roma vann leikinn 2-1 og einvígið þar með 3-1. Eru Rómverjar komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen sem lagði West Ham United að velli í 8-liða úrslitum. It was less than 12 years ago that Xabi Alonso and Daniele De Rossi were starting against each other in the Euros Final.Today, they re managing two of the most in-form teams in Europe, and they ll be facing off in the Europa League semifinals. pic.twitter.com/Ei3Gab3g9t— Zach Lowy (@ZachLowy) April 18, 2024 Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Marseille unnu leik kvöldsins 1-0 þökk sé marki þökk sé marki Faris Moumbagna. Þar sem Benfica vann fyrri leik liðanna 1-0 þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndist Marseille sterkari aðilinn en Benfica klúðraði tveimur af fimm spyrnum sínum, þar á meðal Ángel Di María en hann tók fyrstu spyrnu Benfica. Marseille mætir Atalanta í undanúrslitunum sem verða sýnd beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00 Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
De Rossi var ráðinn til bráðabirgða eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Í dag staðfesti Rómverjar að De Rossi mynda stýra liðinu áfram á næstu leiktíð. You don't need to speak Italian to understand Daniele De Rossi pic.twitter.com/vQZ6b9AQEA— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 18, 2024 Það virtist sem bæði De Rossi og leikmenn hans væri svífandi um á bleiku skýi eftir fréttir dagsins en liðið var komið 2-0 yfir gegn AC Milan eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Gianluca Mancini kom heimamönnum yfir þegar hann stýrði boltanum í netið eftir að skot Lorenzo Pellegrini hafði hafnað í stönginni. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Paulo Dybala forystuna eftir að skot Romelu Lukaku fór af varnarmanni og hrökk fyrir fætur Dybala. Þegar hálftími var liðinn misstu Rómverjar hins vegar mann af velli. Zeki Çelik sá brotlegi og Rómverjar manni færri það sem eftir lifði leiks. Rómverjar héldu út hálfleikinn og staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni fleiri þá tókst Mílanó-mönnum ekki að nýta sér liðsmuninn til að skapa nein alvöru tækifæri. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu leiks sem þeir komu boltanum loks í netið. Matteo Gabbia með markið eftir fyrirgjöf Rafael Leão. Nær komst AC Milan ekki, Roma vann leikinn 2-1 og einvígið þar með 3-1. Eru Rómverjar komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen sem lagði West Ham United að velli í 8-liða úrslitum. It was less than 12 years ago that Xabi Alonso and Daniele De Rossi were starting against each other in the Euros Final.Today, they re managing two of the most in-form teams in Europe, and they ll be facing off in the Europa League semifinals. pic.twitter.com/Ei3Gab3g9t— Zach Lowy (@ZachLowy) April 18, 2024 Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Marseille unnu leik kvöldsins 1-0 þökk sé marki þökk sé marki Faris Moumbagna. Þar sem Benfica vann fyrri leik liðanna 1-0 þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndist Marseille sterkari aðilinn en Benfica klúðraði tveimur af fimm spyrnum sínum, þar á meðal Ángel Di María en hann tók fyrstu spyrnu Benfica. Marseille mætir Atalanta í undanúrslitunum sem verða sýnd beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00 Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00
Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti