Mætti fyrst allra í Prada og var valin fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 15:01 Caitlin Clark stllir sér upp með Indiana Fever búninginn og við hlið Cathy Engelbert, hæstráðanda í WNBA deildinni. Getty/Sarah Stier Caitlin Clark var valin fyrst í nýliðavali WNBA deildarinnar í nótt og það kom eflaust engum á óvart. „Ég get ekki beðið,“ sagði hin 22 ára gamla Clark eftir að verst falda leyndarmálið hafði verið opinberað. Um leið og hún tilkynnti að hún ætlaði að skrá sig í nýliðavalið þá varð öllum ljóst að Indiana Fever hefði dottið í lukkupottinn því félagið átti fyrsta valréttinn. Caitlin Clark is wearing Prada tonight the first time Prada has dressed anyone for the NBA or WNBA Draft. pic.twitter.com/JxLP82vJGC— Front Office Sports (@FOS) April 15, 2024 Clark átti magnaðan háskólaferil þar sem hún sló flest stiga- og þriggja stiga met hjá bæði körlum og konum. Hún varð á sama tíma einn allra vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna og hefur margfaldað áhuga á kvennakörfunni. Clark er mjög skemmtilegur leikmaður, frábær skotmaður með frábærar sendingar og í raun sannkölluð tilþrifadrottning. Miðar á leiki skólans hennar ruku upp í verði þegar vinsældir hennar jukust og aldrei hafa fleiri horft á körfuboltaleik í háskólaboltanum en lokaleik hennar um titilinn. Tæpar nítján milljónir fylgdust með leiknum sem meira áhorf en á alla NBA leiki frá 2019. Caitlin Clark pulled up in a full Prada fit (via @WNBA)pic.twitter.com/A0Pq0JBsT0— Sports Illustrated (@SInow) April 15, 2024 Nú er búist við því að hún auki mikið áhugann á WNBA deildinni þegar hún fer af stað í vor. „Þetta er erfiðasta deildin í heiminum svo að það er eins gott að þú spilir þinn besta leik á hverju kvöldi. Mig hefur dreymt um þessa stund síðan ég var í öðrum bekk og það hefur kostað mikla vinnu að komast hingað með fullt af hæðum og lægðum,“ sagði Clark. Clark skrifaði nýja kafla í sögu háskólaboltans í vetur þegar hún sló hvert stigametið á fætur öðru. Hún var líka söguleg í nýliðavalinu í gær þar sem hún var fyrsta konan eða karlinn sem mætir á nýliðaval NBA eða WNBA klædd í Prada föt. Indiana Fever sást varla á stóru sjónvarpsstöðvunum í fyrra en á þessu tímabili verða nær allir leikir liðsins sýndir beint. Mótherjar liðsins hafa líka fært leiki sína á móti Indiana Fever í stærri hús til að bregðast við gríðarlegum áhuga á miðum á þá leiki. Sú sem var valin númer tvö var Cameron Brink, miðherji Stanford, sem fór til Los Angeles Sparks. Sparks valdi einnig Rickea Jackson númer fjögur en hún skoraði 17,8 stig í leik fyrir Tennessee skólann í vetur. Cameron Brink var valin besti varnarmaður ársins en guðfaðir hennar er Dell Curry, faðir Stephen Curry. Chicago Sky styrkti sig líka undir körfunni með því að velja Kamilla Cardoso frá South Carolina skólanum númer tvö og Angel Reese frá LSU númer sjö. Tveir kraftmiklir og frábærir leikmenn sem háðu líka mörg einvígi undir körfunni á háskólaferli sínum. The first 10 off the board in the 2024 @WNBA Draft! #WelcomeToTheW | Official Video Game Partner of @TheWNBPA pic.twitter.com/LS6A6h2bsH— NBA 2K (@NBA2K) April 16, 2024 Bandaríski háskólakörfuboltinn WNBA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
„Ég get ekki beðið,“ sagði hin 22 ára gamla Clark eftir að verst falda leyndarmálið hafði verið opinberað. Um leið og hún tilkynnti að hún ætlaði að skrá sig í nýliðavalið þá varð öllum ljóst að Indiana Fever hefði dottið í lukkupottinn því félagið átti fyrsta valréttinn. Caitlin Clark is wearing Prada tonight the first time Prada has dressed anyone for the NBA or WNBA Draft. pic.twitter.com/JxLP82vJGC— Front Office Sports (@FOS) April 15, 2024 Clark átti magnaðan háskólaferil þar sem hún sló flest stiga- og þriggja stiga met hjá bæði körlum og konum. Hún varð á sama tíma einn allra vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna og hefur margfaldað áhuga á kvennakörfunni. Clark er mjög skemmtilegur leikmaður, frábær skotmaður með frábærar sendingar og í raun sannkölluð tilþrifadrottning. Miðar á leiki skólans hennar ruku upp í verði þegar vinsældir hennar jukust og aldrei hafa fleiri horft á körfuboltaleik í háskólaboltanum en lokaleik hennar um titilinn. Tæpar nítján milljónir fylgdust með leiknum sem meira áhorf en á alla NBA leiki frá 2019. Caitlin Clark pulled up in a full Prada fit (via @WNBA)pic.twitter.com/A0Pq0JBsT0— Sports Illustrated (@SInow) April 15, 2024 Nú er búist við því að hún auki mikið áhugann á WNBA deildinni þegar hún fer af stað í vor. „Þetta er erfiðasta deildin í heiminum svo að það er eins gott að þú spilir þinn besta leik á hverju kvöldi. Mig hefur dreymt um þessa stund síðan ég var í öðrum bekk og það hefur kostað mikla vinnu að komast hingað með fullt af hæðum og lægðum,“ sagði Clark. Clark skrifaði nýja kafla í sögu háskólaboltans í vetur þegar hún sló hvert stigametið á fætur öðru. Hún var líka söguleg í nýliðavalinu í gær þar sem hún var fyrsta konan eða karlinn sem mætir á nýliðaval NBA eða WNBA klædd í Prada föt. Indiana Fever sást varla á stóru sjónvarpsstöðvunum í fyrra en á þessu tímabili verða nær allir leikir liðsins sýndir beint. Mótherjar liðsins hafa líka fært leiki sína á móti Indiana Fever í stærri hús til að bregðast við gríðarlegum áhuga á miðum á þá leiki. Sú sem var valin númer tvö var Cameron Brink, miðherji Stanford, sem fór til Los Angeles Sparks. Sparks valdi einnig Rickea Jackson númer fjögur en hún skoraði 17,8 stig í leik fyrir Tennessee skólann í vetur. Cameron Brink var valin besti varnarmaður ársins en guðfaðir hennar er Dell Curry, faðir Stephen Curry. Chicago Sky styrkti sig líka undir körfunni með því að velja Kamilla Cardoso frá South Carolina skólanum númer tvö og Angel Reese frá LSU númer sjö. Tveir kraftmiklir og frábærir leikmenn sem háðu líka mörg einvígi undir körfunni á háskólaferli sínum. The first 10 off the board in the 2024 @WNBA Draft! #WelcomeToTheW | Official Video Game Partner of @TheWNBPA pic.twitter.com/LS6A6h2bsH— NBA 2K (@NBA2K) April 16, 2024
Bandaríski háskólakörfuboltinn WNBA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira