Ellefu af 33 Palestínumönnum með dvalarleyfi væntanlegir í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. apríl 2024 06:46 Ástandið á Gasa versnar dag frá degi og hjálparsamtök segja aðflutning matvæla ekki duga til að koma í veg fyrir hungursneyð. AP/Fatima Shbair Fimmtán einstaklingar frá Palestínu sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar hafa verið fluttir frá Kaíró í Egyptalandi til Íslands frá því að störfum sendinefndar utanríkisráðuneytisins í Kaíró lauk 8. mars sl. Þetta kemur fram í svörum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Ráðuneytið segir að sér sé kunnugt um að 33 Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi séu enn á Gasa eða í Kaíró. Þar af séu fjórtán börn og um sé að ræða þrettán fjölskyldueiningar. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er sem fyrr segir með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina í tengslum við aðstoð við flóttafólk sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga ef þörf er á.Í sérstökum tilfellum býðst einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar aðstoð á vegum stofnunarinnar við að komast til Íslands og kemur fólkið sér þá sjálft á skrifstofu hennar. Í tilfelli fólks frá Gaza er næsta skrifstofa í Kaíró í Egyptalandi,“ segir í svörum ráðuneytisins við því hvort einhver vinna sé í gangi við að aðstoða umrædda einstaklinga við að koma til Íslands. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur átt í reglulegum samskiptum við ofangreinda stofnun vegna einstaklinga sem hafa eða kunna að koma sér sjálfir yfir landamærin frá Gaza og til Egyptalands og óskað eftir því að hún aðstoði þá við að komast til Íslands frá Kaíró.“ Ellefu væntanlegir til landsins í dag Morgunblaðið greinir frá því í morgun að af þessum 33 einstaklingum séu ellefu væntanlegir til landsins í dag. Þá séu sjö komnir til Kaíró og bíði flutnings en fimmtán séu enn á Gasa. Um er að ræða fjórtán börn, ellefu konur og átta karla. Einstaklingarnir sem væntanlegir eru til landsins í dag komust yfir landamærin frá Gasa til Egyptalands með aðstoð Solaris. Alls komu 72 dvalarleyfishafar frá Gasa til Íslands þann 8. mars síðastliðinn, eftir aðkomu íslenskra stjórnvalda að því að ná þeim út af svæðinu og til Egyptalands. Ítrekað var í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þann dag að um væri að ræða aðgerð „umfram lagaskyldu stjórnvalda og almenna venju“. „Í ljósi aðstæðna á svæðinu var þó ákveðið að ráðast í einstaka aðgerð þessa efnis í kjölfar umfjöllunar í ráðherranefnd um innflytjendur og flóttamenn, en þar var lögð áhersla á einskiptisaðgerð sem ekki skapaði fordæmi eða umframþrýsting á íslensk kerfi. Á vettvangi nefndarinnar var enn fremur unnin ný heildarsýn í útlendingamálum.“ Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Ráðuneytið segir að sér sé kunnugt um að 33 Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi séu enn á Gasa eða í Kaíró. Þar af séu fjórtán börn og um sé að ræða þrettán fjölskyldueiningar. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er sem fyrr segir með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina í tengslum við aðstoð við flóttafólk sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga ef þörf er á.Í sérstökum tilfellum býðst einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar aðstoð á vegum stofnunarinnar við að komast til Íslands og kemur fólkið sér þá sjálft á skrifstofu hennar. Í tilfelli fólks frá Gaza er næsta skrifstofa í Kaíró í Egyptalandi,“ segir í svörum ráðuneytisins við því hvort einhver vinna sé í gangi við að aðstoða umrædda einstaklinga við að koma til Íslands. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur átt í reglulegum samskiptum við ofangreinda stofnun vegna einstaklinga sem hafa eða kunna að koma sér sjálfir yfir landamærin frá Gaza og til Egyptalands og óskað eftir því að hún aðstoði þá við að komast til Íslands frá Kaíró.“ Ellefu væntanlegir til landsins í dag Morgunblaðið greinir frá því í morgun að af þessum 33 einstaklingum séu ellefu væntanlegir til landsins í dag. Þá séu sjö komnir til Kaíró og bíði flutnings en fimmtán séu enn á Gasa. Um er að ræða fjórtán börn, ellefu konur og átta karla. Einstaklingarnir sem væntanlegir eru til landsins í dag komust yfir landamærin frá Gasa til Egyptalands með aðstoð Solaris. Alls komu 72 dvalarleyfishafar frá Gasa til Íslands þann 8. mars síðastliðinn, eftir aðkomu íslenskra stjórnvalda að því að ná þeim út af svæðinu og til Egyptalands. Ítrekað var í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þann dag að um væri að ræða aðgerð „umfram lagaskyldu stjórnvalda og almenna venju“. „Í ljósi aðstæðna á svæðinu var þó ákveðið að ráðast í einstaka aðgerð þessa efnis í kjölfar umfjöllunar í ráðherranefnd um innflytjendur og flóttamenn, en þar var lögð áhersla á einskiptisaðgerð sem ekki skapaði fordæmi eða umframþrýsting á íslensk kerfi. Á vettvangi nefndarinnar var enn fremur unnin ný heildarsýn í útlendingamálum.“
Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira