Nýr Kjalvegur - Hraðbraut í gegnum hálendið Ágústa Ágústsdóttir skrifar 16. apríl 2024 08:01 Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs. Flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson 2. þingmaður NA kjördæmis ásamt öðrum meðflutningsfélögum sínum í Sjálfstæðisflokknum, virðist telja mikla fjölgun erlendra ferðamanna eitt af lykilatriðum þess að búa þurfi til hraðbraut yfir hálendið svo þeir dreifi sér betur um landið. Auðvitað hafi þetta ekkert að gera með að um einkaframkvæmd yrði að ræða þar sem einkaaðilum yrði afhent lyklavöld að einu af aðalhliðum hálendis Íslands og myndu stjórna gjaldtöku um veginn m.a.. Njáll gerist svo djarfur að líkja slíkri gjaldtöku við vel heppnaðan rekstur Hvalfjarðarganga. Sá reginmunur er þó á að Hvalfjarðargöng eru ekki lokuð marga mánuði á ári vegna hæðar yfir sjávarmáli og liggja ekki þvert í gegnum hálendi Íslands. Ljóst yrði að gjaldtaka yfir Kjalveg yrði að vera gríðarlega há til að þess að slík einkaframkvæmd myndi borga sig. Þá liggur tvískinnungur í rökum flutningsmanns um aukið öryggi umferðar á Kjalvegi. Að uppbyggð hraðbraut sem beini þá verulega auknum umferðarþunga upp á hálendi Íslands muni auka öryggi Kjalvegar stenst enga skoðun. Það ætti að vera þingmönnunum ljóst að slys á Kjalvegi eru mjög fátíð og þarf ekki annað en að skoða skýrslur Vegagerðar til að fá þá niðurstöðu. Það er því ljóst að rökin um aukið umferðaröryggi á við engin rök að styðjast og ljóst að með tilkomu hraðbrautar og mikilli aukningu á umferð ásamt þungaflutningum myndi auka hættuna á alvarlegum slysum. Þó má sannarlega taka undir þau sjónarmið að Kjalvegur þurfi á uppbyggingu að halda. Sú uppbygging þarf þó að haldast í hendur við umhverfið og þau sjónarmið að miklir þungaflutningar eiga lítið erindi upp á hálendi landsins sem rýrir bæði upplifun og gildi hálendisins. Nauðsynlegt er að nýr vegur liggi lágt með landinu, rísi nógu hátt til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og að verulegar takmarkanir verði á leyfðum þungaflutningum. Þannig vegur myndi nýtast flest öllum ferðamönnum, innlendum sem erlendum án þess að rýra á nokkurn hátt upplifun þeirra af hálendinu. Slíkur vegur mun ekki á nokkurn hátt koma í veg fyrir dreifingu ferðamanna um landið. Sú besta vörn sem hálendið býr að eru einmitt slóðar og vegir sem ekki eru uppbyggðir fyrir almenna umferð sem og óbrúaðar ár og vöð sem krefjast breyttra og/eða stærri torfærubifreiða. Það er í raun stærsta vörn náttúrunnar fyrir of miklum ágangi ferðamanna. Þannig varnir fæða líka af sér geira í ferðaþjónustunni sem sérhæfa sig í upplifunarferðum um fáfarnari slóðir hálendisins. Fjölgun ferðamanna og fjölgun bílaleigubíla innan um allan þungaflutning landsbyggðarinnar ættu frekar að vekja upp þær spurningar hvort ekki væri nær að fara útrýma þeim fjölmörgu einbreiðu brúm sem enn finnast á hringveginum sjálfum. Í kjördæmum Njáls Trausta og meðflutningsmanna finnast enn nokkrir tugir slíkra brúa og fjölgar enn þegar aðrir stofnvegir eru skoðaðir. Má þar t.d. nefna Suðurfjarðaveg, einn hættulegasta veg landsins sem ber m.a. einn stærsta hluta þungaflutninga Austfjarða en mætti frekar líkja við veg ætlaðan hestakerrum. Mönnum væri nær að fara víkka út sjóndeildarhringinn í sínum eigin kjördæmum áður en lagt er í þá vegferð að tala um að malbika hálendið með einkaaðila sem hliðverði undir þeim rökum að það bæti umferðaröryggi landsmanna til muna. Sem vekur þá líka upp spurninguna um hvert allt það fjármagn sem innheimtist í ríkiskassann í gegnum samgönguskatta landsins fer og hversu skilvirkt það er þegar upp er staðið. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Alþingi Ágústa Ágústsdóttir Bláskógabyggð Húnabyggð Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs. Flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson 2. þingmaður NA kjördæmis ásamt öðrum meðflutningsfélögum sínum í Sjálfstæðisflokknum, virðist telja mikla fjölgun erlendra ferðamanna eitt af lykilatriðum þess að búa þurfi til hraðbraut yfir hálendið svo þeir dreifi sér betur um landið. Auðvitað hafi þetta ekkert að gera með að um einkaframkvæmd yrði að ræða þar sem einkaaðilum yrði afhent lyklavöld að einu af aðalhliðum hálendis Íslands og myndu stjórna gjaldtöku um veginn m.a.. Njáll gerist svo djarfur að líkja slíkri gjaldtöku við vel heppnaðan rekstur Hvalfjarðarganga. Sá reginmunur er þó á að Hvalfjarðargöng eru ekki lokuð marga mánuði á ári vegna hæðar yfir sjávarmáli og liggja ekki þvert í gegnum hálendi Íslands. Ljóst yrði að gjaldtaka yfir Kjalveg yrði að vera gríðarlega há til að þess að slík einkaframkvæmd myndi borga sig. Þá liggur tvískinnungur í rökum flutningsmanns um aukið öryggi umferðar á Kjalvegi. Að uppbyggð hraðbraut sem beini þá verulega auknum umferðarþunga upp á hálendi Íslands muni auka öryggi Kjalvegar stenst enga skoðun. Það ætti að vera þingmönnunum ljóst að slys á Kjalvegi eru mjög fátíð og þarf ekki annað en að skoða skýrslur Vegagerðar til að fá þá niðurstöðu. Það er því ljóst að rökin um aukið umferðaröryggi á við engin rök að styðjast og ljóst að með tilkomu hraðbrautar og mikilli aukningu á umferð ásamt þungaflutningum myndi auka hættuna á alvarlegum slysum. Þó má sannarlega taka undir þau sjónarmið að Kjalvegur þurfi á uppbyggingu að halda. Sú uppbygging þarf þó að haldast í hendur við umhverfið og þau sjónarmið að miklir þungaflutningar eiga lítið erindi upp á hálendi landsins sem rýrir bæði upplifun og gildi hálendisins. Nauðsynlegt er að nýr vegur liggi lágt með landinu, rísi nógu hátt til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og að verulegar takmarkanir verði á leyfðum þungaflutningum. Þannig vegur myndi nýtast flest öllum ferðamönnum, innlendum sem erlendum án þess að rýra á nokkurn hátt upplifun þeirra af hálendinu. Slíkur vegur mun ekki á nokkurn hátt koma í veg fyrir dreifingu ferðamanna um landið. Sú besta vörn sem hálendið býr að eru einmitt slóðar og vegir sem ekki eru uppbyggðir fyrir almenna umferð sem og óbrúaðar ár og vöð sem krefjast breyttra og/eða stærri torfærubifreiða. Það er í raun stærsta vörn náttúrunnar fyrir of miklum ágangi ferðamanna. Þannig varnir fæða líka af sér geira í ferðaþjónustunni sem sérhæfa sig í upplifunarferðum um fáfarnari slóðir hálendisins. Fjölgun ferðamanna og fjölgun bílaleigubíla innan um allan þungaflutning landsbyggðarinnar ættu frekar að vekja upp þær spurningar hvort ekki væri nær að fara útrýma þeim fjölmörgu einbreiðu brúm sem enn finnast á hringveginum sjálfum. Í kjördæmum Njáls Trausta og meðflutningsmanna finnast enn nokkrir tugir slíkra brúa og fjölgar enn þegar aðrir stofnvegir eru skoðaðir. Má þar t.d. nefna Suðurfjarðaveg, einn hættulegasta veg landsins sem ber m.a. einn stærsta hluta þungaflutninga Austfjarða en mætti frekar líkja við veg ætlaðan hestakerrum. Mönnum væri nær að fara víkka út sjóndeildarhringinn í sínum eigin kjördæmum áður en lagt er í þá vegferð að tala um að malbika hálendið með einkaaðila sem hliðverði undir þeim rökum að það bæti umferðaröryggi landsmanna til muna. Sem vekur þá líka upp spurninguna um hvert allt það fjármagn sem innheimtist í ríkiskassann í gegnum samgönguskatta landsins fer og hversu skilvirkt það er þegar upp er staðið. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun