Bók um krikketsögu Íslands hafnað úr „lundabúðavæddri“ deild Pennans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. apríl 2024 19:48 Til vinstri má sjá deild erlendra bóka sem ekki teljast til skáldskapar í verslun Pennans á Keflavíkurflugvelli. Til hægri má sjá bók Kir Harris, From Lord's To The Fjords: The Saga of Icelandic Cricket. Skjáskot/X Rithöfundur og félagi í Krikketsambandi Íslands gagnrýnir verslun Pennans á Keflavíkurflugvelli fyrir að hafa ákveðið að selja ekki bók hans um sögu íþróttarinnar á Íslandi. Sagnfræðingur segir erlendu bókadeildina í bókaverslunum hér á landi lundabúðavædda. Kit Harris skrifaði bókina From Lord’s to the Fjords, sem fjallar um sögu krikkets á Íslandi. Í færslu sem hann birti á X segir hann frá því að verslunin hafi hafnað því að selja bókina. „Vegna þess að þeim þykir krikket ekki nógu þekkt íþrótt fyrir ferðamenn,“ segir Harris og vísar til þess að íþróttin sé sú næstvinsælasta í heiminum. „Hér má sjá deild bóka á ensku sem ekki teljast til skáldskapar í verslun Pennans á flugvellinum. Bara víkingar. Ef það gerðist eftir 950 eftir krist, er ekki til bók um það,“ segir hann í færslunni. Myndir af úrvalinu í deildinni lét hann fylgja færslunni. A whinge. The airport bookstore @penninn declined to sell my book From Lord s to the Fjords a Cool Runnings type of tale about how Iceland started playing an unknown sport for a joke, but became the most popular amateur sports team in the world because they believe cricket pic.twitter.com/rDiF0O8bEr— Kit Harris (@cricketkit) April 14, 2024 Stefán Pálsson sagnfræðingur vakti athygli á málinu á X. „Við Íslendingar höfum furðulega þröngar hugmyndir um hvað útlendingum geti fundist áhugavert í sögu okkar og menningu,“ segir hann og vekur athygli á að Krikketsamband Íslands sé með 130 þúsund fylgjendur á forritinu. „Erlenda (lesist: enska) bókadeildin í bókaverslununum okkar hefur verið gjörsamlega lundabúðarvædd. Fyrir utan ljósmyndabækur þá er ekkert selt nema það sé víkingahjálmur á forsíðunni, en þá má það líka vera hvaða drasl sem er,“ bætir hann við. Krikket Bókmenntir Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kit Harris skrifaði bókina From Lord’s to the Fjords, sem fjallar um sögu krikkets á Íslandi. Í færslu sem hann birti á X segir hann frá því að verslunin hafi hafnað því að selja bókina. „Vegna þess að þeim þykir krikket ekki nógu þekkt íþrótt fyrir ferðamenn,“ segir Harris og vísar til þess að íþróttin sé sú næstvinsælasta í heiminum. „Hér má sjá deild bóka á ensku sem ekki teljast til skáldskapar í verslun Pennans á flugvellinum. Bara víkingar. Ef það gerðist eftir 950 eftir krist, er ekki til bók um það,“ segir hann í færslunni. Myndir af úrvalinu í deildinni lét hann fylgja færslunni. A whinge. The airport bookstore @penninn declined to sell my book From Lord s to the Fjords a Cool Runnings type of tale about how Iceland started playing an unknown sport for a joke, but became the most popular amateur sports team in the world because they believe cricket pic.twitter.com/rDiF0O8bEr— Kit Harris (@cricketkit) April 14, 2024 Stefán Pálsson sagnfræðingur vakti athygli á málinu á X. „Við Íslendingar höfum furðulega þröngar hugmyndir um hvað útlendingum geti fundist áhugavert í sögu okkar og menningu,“ segir hann og vekur athygli á að Krikketsamband Íslands sé með 130 þúsund fylgjendur á forritinu. „Erlenda (lesist: enska) bókadeildin í bókaverslununum okkar hefur verið gjörsamlega lundabúðarvædd. Fyrir utan ljósmyndabækur þá er ekkert selt nema það sé víkingahjálmur á forsíðunni, en þá má það líka vera hvaða drasl sem er,“ bætir hann við.
Krikket Bókmenntir Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira