Uppgjörið, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 31-37 | Eyjamenn sendu Hauka í sumarfrí Andri Már Eggertsson skrifar 14. apríl 2024 17:40 Kári Kristján Kristjánsson í leik dagsins gegn Haukum Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann sex marka útisigur gegn Haukum 31-37. ÍBV vann einvígið 2-0 og hefur tryggt sér farseðilinní undanúrslitin. Haukar mættu vel gíraðir enda tímabilið undir fyrir þá. Heimamenn byrjuðu betur og Guðmundur Bragi Ástþórsson, leikmaður Hauka, gerði fyrstu tvö mörkin. Hvert einasta skot Hauka sem rataði á markið fór inn og heimamenn komust fjórum mörkum yfir 6-2. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði níu mörk í dagVísir/Hulda Margrét Eftir það mætti Petar Jokanovic, markmaður ÍBV, til starfa og fór að verja. Þá kveiknaði í Eyjamönnum sem gerðu fjögur mörk í röð og jöfnuðu 6-6. Eftir það var augnablikið með Eyjamönnum og Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé í stöðunni 8-10 þar sem hans menn voru ítrekað að tapa boltanum. Á meðan Guðmundur Bragi reyndi og reyndi að halda Haukum inni í leiknum með sjö mörk í fyrri hálfleik var eins og Tjörvi Þorgeirsson væri að vinna gegn sínu liði þar sem hann kastaði boltanum ítrekað frá sér og tók léleg skot. Afar ólíkt honum. Gestirnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-17. Tjörvi Þorgeirsson náði sér ekki á strik í dagVísir/Hulda Margrét Miðað við hvernig Haukar byrjuðu seinni hálfleik virtist eins og leikmenn liðsins væru ekki að hlusta á Ásgeir Örn í hálfleik. Heimamenn byrjuðu afar illa og ÍBV gekk á lagið. Eftir tæplega sex mínútur voru gestirnir sex mörkum yfir 16-22. Gauti Gunnarsson skoraði 11 mörk í dagVísir/Hulda Margrét Um miðjan síðari hálfleik átti sér stað ansi sérstakt atvik þar sem Ólafur Ægir Ólafsson og Stefán Rafn Sigurmarsson fengu báðir tveggja mínútna brottvísun fyrir látbragð með höndunum. Elmar Erlingsson þurfti að endurtaka víti eftir að Aron Rafn varði frá honum. Langt hlé var gert á leiknum og á endanum enduðu Haukar með fjóra útileikmenn inn á. Leikurinn endaði með sex marka sigri ÍBV 31-37 og ÍBV er komið í undanúrslit þar sem Eyjamenn fá FH-inga. Stuðningsmenn ÍBV fóru á kostum í dag Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Hvítu riddararnir, stuðningsmenn ÍBV, byrjuðu leikinn á skemmtilegu skítkasti þar sem þeir köstuðu klósettpappír inn á völlinn í fyrstu sókn Hauka og það þurfti að gera hlé á leiknum. Stjörnur og skúrkar Gauti Gunnarsson, leikmaður ÍBV, fór á kostum og gerði ellefu mörk. Vörn Eyjamanna var góð sem varð til þess að Gauti fékk fullt af hraðaupphlaupum. Daniel Esteves Vieira, leikmaður ÍBV, var einnig öflugur í hægri skyttunni en hann skoraði sex mörk úr níu skotum. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, átti hörmulegan leik og sennilega einn sinn versta á löngum ferli. Tjörvi kastaði boltanum ítrekað frá sér sem er ólíkt honum og einnig skoraði hann tvö mörk úr átta tilraunum. Dómararnir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson höfðu ekki góð tök á leiknum. Fíaskóið um miðjan seinni hálfleik var ansi sérstakt þar sem þeir gáfu mönnum tveggja mínútna brottvísun fyrir látbragð með puttunum. Haukar fengu sjö tveggja mínútna brottvísanir á meðan ÍBV fékk aðeins tvær. Það var hiti í leiknum og þetta var ekki auðveldur leikur að dæma. Dómararnir fá 3 í einkunn. Stemning og umgjörð Það var ljósashow fyrir leik þegar heimamenn voru kynntir inn sem er alltaf skemmtilegt. Það fylgir ÍBV liðinu alltaf góð stemmning í úrslitakeppninni. Hvítu riddararnir, stuðningsmenn ÍBV, standa alltaf fyrir sínu og rúmlega það. Í úrslitakeppninni eiga Eyjamenn margar góðar minningar úr Hafnarfirði og þekkja nánast ekkert annað en að vinna. Eini Hafnfirðingurinn sem gleðst yfir leikjum ÍBV gegn Haukum og FH er eigandinn á Ölhúsinu í Hafnarfirði en þar hita stuðningsmenn ÍBV upp fyrir leiki. „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var afar ánægður með sigurinn gegn Haukum. „Til að gera langa sögu stutta þá var það góður undirbúningur hjá strákunum sem hafa hugsað vel um sig og eru búnir að æfa vel. Við náðum að spila betri vörn eftir því sem leið á. Það eru allir að koma með framlag og leggja sitt að mörkum og það gaf okkur þessi úrslit,“ sagði Magnús í samtali við Vísi eftir leik. Magnús var ánægður með hraðaupphlaupin sem hans lið fékk og hrósaði Gauta Gunnarssyni sem skoraði ellefu mörk. „Við erum með Gauta sem er einn hraðasti ef ekki sá hraðasti í deildinni. Þegar að við spilum þessa vörn þá er hann að halda Gabriel Martinez á bekknum sem hefur verið einn af bestu hægri hornamönnunum í deildinni.“ Magnús viðurkenndi það að hann hafði gaman af því þegar stuðningsmenn ÍBV köstuðu klósettpappír inn á völlinn í byrjun leiks. Magnús þakkaði einnig öllu fólkinu sem mætti á völlinn. „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig og enginn sem var særður eftir þetta. Eftir á getum við hlegið að þessu og gerir þetta ekki gott sjónvarp ennþá betra. Haukar skutu líka einhverju inn á í seinni hálfleik og það þurfti að sópa og þetta er alveg fyndið. Það má hafa gaman af þessu á meðan það er ekki verið að kasta hlutum í fólk.„ „Að fólk skuli mæta eldsnemma í Herjólf til þess að fara á einn handboltaleik er ótrúlegt og þvílíkt styrkleikamerki fyrir okkur og þetta sýnir hvað við eigum gott fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig og menn finna fyrir ábyrgð og verða að vera með góða sýningu. Þetta eru áhorfendurnir okkar og við erum bara leikararnir. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og hafa gaman,“ sagði Magnús Stefánsson að lokum. „Þetta tímabil var vonbrigði“ Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, sagði að tímabilið hafi verið vonbrigðiVísir/Hulda Margrét Aron Rafn Eðvarðsson, leikmaður Hauka, var svekktur eftir að hafa dottið út í átta liða úrslitum gegn ÍBV. „Mér leið eins og að þeir vildu þetta meira. Við vorum þéttir varnarlega og sóknin gekk vel til að byrja með en síðan hikstaði sóknarleikurinn,“ sagði Aron Rafn í samtali við Vísi eftir leik. Aron Rafn var ekki sáttur með dómarana eftir leik og að hans mati fékk ÍBV að vera lengi í sókn og Haukar fengu ódýrar tveggja mínútna brottvísanir. „Við fengum mikið af ódýrum tveggja mínútna brottvísunum. Þeir eru seigir þegar að þeir eru komnir yfir þá drepa þeir niður ákefðina. Það skiptir engu máli hvað dómararnir dæma, ÍBV fær alltaf að spila sínar 120 sekúndur.“ Tímabilinu er lokið fyrir Hauka og Aron viðurkenndi að þetta tímabil hafi verið vonbrigði. „Þetta tímabil var vonbrigði, það er ekkert flóknara en það.“ Aðspurður hvort Aron Rafn hafði spilað sinn síðasta leik á ferlinum sagði hann að svo væri ekki og hann ætlaði að taka slaginn á næsta tímabili. „Ég á eitt ár eftir af sammningi og það er hugur í mér að halda áfram á næsta tímabili,“ sagði Aron Rafn að lokum. Handbolti Olís-deild karla ÍBV Haukar
ÍBV vann sex marka útisigur gegn Haukum 31-37. ÍBV vann einvígið 2-0 og hefur tryggt sér farseðilinní undanúrslitin. Haukar mættu vel gíraðir enda tímabilið undir fyrir þá. Heimamenn byrjuðu betur og Guðmundur Bragi Ástþórsson, leikmaður Hauka, gerði fyrstu tvö mörkin. Hvert einasta skot Hauka sem rataði á markið fór inn og heimamenn komust fjórum mörkum yfir 6-2. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði níu mörk í dagVísir/Hulda Margrét Eftir það mætti Petar Jokanovic, markmaður ÍBV, til starfa og fór að verja. Þá kveiknaði í Eyjamönnum sem gerðu fjögur mörk í röð og jöfnuðu 6-6. Eftir það var augnablikið með Eyjamönnum og Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé í stöðunni 8-10 þar sem hans menn voru ítrekað að tapa boltanum. Á meðan Guðmundur Bragi reyndi og reyndi að halda Haukum inni í leiknum með sjö mörk í fyrri hálfleik var eins og Tjörvi Þorgeirsson væri að vinna gegn sínu liði þar sem hann kastaði boltanum ítrekað frá sér og tók léleg skot. Afar ólíkt honum. Gestirnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-17. Tjörvi Þorgeirsson náði sér ekki á strik í dagVísir/Hulda Margrét Miðað við hvernig Haukar byrjuðu seinni hálfleik virtist eins og leikmenn liðsins væru ekki að hlusta á Ásgeir Örn í hálfleik. Heimamenn byrjuðu afar illa og ÍBV gekk á lagið. Eftir tæplega sex mínútur voru gestirnir sex mörkum yfir 16-22. Gauti Gunnarsson skoraði 11 mörk í dagVísir/Hulda Margrét Um miðjan síðari hálfleik átti sér stað ansi sérstakt atvik þar sem Ólafur Ægir Ólafsson og Stefán Rafn Sigurmarsson fengu báðir tveggja mínútna brottvísun fyrir látbragð með höndunum. Elmar Erlingsson þurfti að endurtaka víti eftir að Aron Rafn varði frá honum. Langt hlé var gert á leiknum og á endanum enduðu Haukar með fjóra útileikmenn inn á. Leikurinn endaði með sex marka sigri ÍBV 31-37 og ÍBV er komið í undanúrslit þar sem Eyjamenn fá FH-inga. Stuðningsmenn ÍBV fóru á kostum í dag Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Hvítu riddararnir, stuðningsmenn ÍBV, byrjuðu leikinn á skemmtilegu skítkasti þar sem þeir köstuðu klósettpappír inn á völlinn í fyrstu sókn Hauka og það þurfti að gera hlé á leiknum. Stjörnur og skúrkar Gauti Gunnarsson, leikmaður ÍBV, fór á kostum og gerði ellefu mörk. Vörn Eyjamanna var góð sem varð til þess að Gauti fékk fullt af hraðaupphlaupum. Daniel Esteves Vieira, leikmaður ÍBV, var einnig öflugur í hægri skyttunni en hann skoraði sex mörk úr níu skotum. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, átti hörmulegan leik og sennilega einn sinn versta á löngum ferli. Tjörvi kastaði boltanum ítrekað frá sér sem er ólíkt honum og einnig skoraði hann tvö mörk úr átta tilraunum. Dómararnir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson höfðu ekki góð tök á leiknum. Fíaskóið um miðjan seinni hálfleik var ansi sérstakt þar sem þeir gáfu mönnum tveggja mínútna brottvísun fyrir látbragð með puttunum. Haukar fengu sjö tveggja mínútna brottvísanir á meðan ÍBV fékk aðeins tvær. Það var hiti í leiknum og þetta var ekki auðveldur leikur að dæma. Dómararnir fá 3 í einkunn. Stemning og umgjörð Það var ljósashow fyrir leik þegar heimamenn voru kynntir inn sem er alltaf skemmtilegt. Það fylgir ÍBV liðinu alltaf góð stemmning í úrslitakeppninni. Hvítu riddararnir, stuðningsmenn ÍBV, standa alltaf fyrir sínu og rúmlega það. Í úrslitakeppninni eiga Eyjamenn margar góðar minningar úr Hafnarfirði og þekkja nánast ekkert annað en að vinna. Eini Hafnfirðingurinn sem gleðst yfir leikjum ÍBV gegn Haukum og FH er eigandinn á Ölhúsinu í Hafnarfirði en þar hita stuðningsmenn ÍBV upp fyrir leiki. „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var afar ánægður með sigurinn gegn Haukum. „Til að gera langa sögu stutta þá var það góður undirbúningur hjá strákunum sem hafa hugsað vel um sig og eru búnir að æfa vel. Við náðum að spila betri vörn eftir því sem leið á. Það eru allir að koma með framlag og leggja sitt að mörkum og það gaf okkur þessi úrslit,“ sagði Magnús í samtali við Vísi eftir leik. Magnús var ánægður með hraðaupphlaupin sem hans lið fékk og hrósaði Gauta Gunnarssyni sem skoraði ellefu mörk. „Við erum með Gauta sem er einn hraðasti ef ekki sá hraðasti í deildinni. Þegar að við spilum þessa vörn þá er hann að halda Gabriel Martinez á bekknum sem hefur verið einn af bestu hægri hornamönnunum í deildinni.“ Magnús viðurkenndi það að hann hafði gaman af því þegar stuðningsmenn ÍBV köstuðu klósettpappír inn á völlinn í byrjun leiks. Magnús þakkaði einnig öllu fólkinu sem mætti á völlinn. „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig og enginn sem var særður eftir þetta. Eftir á getum við hlegið að þessu og gerir þetta ekki gott sjónvarp ennþá betra. Haukar skutu líka einhverju inn á í seinni hálfleik og það þurfti að sópa og þetta er alveg fyndið. Það má hafa gaman af þessu á meðan það er ekki verið að kasta hlutum í fólk.„ „Að fólk skuli mæta eldsnemma í Herjólf til þess að fara á einn handboltaleik er ótrúlegt og þvílíkt styrkleikamerki fyrir okkur og þetta sýnir hvað við eigum gott fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig og menn finna fyrir ábyrgð og verða að vera með góða sýningu. Þetta eru áhorfendurnir okkar og við erum bara leikararnir. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og hafa gaman,“ sagði Magnús Stefánsson að lokum. „Þetta tímabil var vonbrigði“ Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, sagði að tímabilið hafi verið vonbrigðiVísir/Hulda Margrét Aron Rafn Eðvarðsson, leikmaður Hauka, var svekktur eftir að hafa dottið út í átta liða úrslitum gegn ÍBV. „Mér leið eins og að þeir vildu þetta meira. Við vorum þéttir varnarlega og sóknin gekk vel til að byrja með en síðan hikstaði sóknarleikurinn,“ sagði Aron Rafn í samtali við Vísi eftir leik. Aron Rafn var ekki sáttur með dómarana eftir leik og að hans mati fékk ÍBV að vera lengi í sókn og Haukar fengu ódýrar tveggja mínútna brottvísanir. „Við fengum mikið af ódýrum tveggja mínútna brottvísunum. Þeir eru seigir þegar að þeir eru komnir yfir þá drepa þeir niður ákefðina. Það skiptir engu máli hvað dómararnir dæma, ÍBV fær alltaf að spila sínar 120 sekúndur.“ Tímabilinu er lokið fyrir Hauka og Aron viðurkenndi að þetta tímabil hafi verið vonbrigði. „Þetta tímabil var vonbrigði, það er ekkert flóknara en það.“ Aðspurður hvort Aron Rafn hafði spilað sinn síðasta leik á ferlinum sagði hann að svo væri ekki og hann ætlaði að taka slaginn á næsta tímabili. „Ég á eitt ár eftir af sammningi og það er hugur í mér að halda áfram á næsta tímabili,“ sagði Aron Rafn að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti