Elvar Örn frábær og Melsungen mætir Magdeburg í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2024 19:31 Réðu illa við Elvar Örn í dag. Lars Baron/Getty Images Það verður sannkallaður Íslendingaslagur í úrslitaleik þýsku bikarkeppni karla í handbolta. Þar mætast Evrópumeistarar Magdeburgar og Melsungen. Síðarnefnda liðið fór illa með Flensburg í undanúrslitum í dag, lokatölur 33-28 Melsungen í vil. Fyrr í dag vann Magdeburg sannfærandi sigur á Füchse Berlín þar sem Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru allt í öllu. Elvar Örn Jónsson ákvað að vera ekki minni maður og var hreint út sagt magnaður í sigri Melsungen. Leikurinn var í raun aldrei það spennandi. Melsungen skoraði fyrsta markið og komst 4-1 yfir snemma leiks. Flensburg gerði einstaka áhlaup en tókst mest að minnka muninn niður í tvö mörk í fyrri hálfleik. Melsungen endaði hins fyrri hálfleik á að skora síðustu þrjú mörkin og leiddi með fimm í hálfleik, 16-11. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og vann Melsungen sannfærandi sigur, lokatölur 33-28. Sigurinn hefði verið enn stærri ef Flensburg hefði ekki skorað síðustu tvö mörk leiksins. Elvar Örn skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar í liði Melsungen. Enginn í liðinu kom að fleiri mörkum. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú og gaf eina stoðsendingu í liði Flensburg. Arnar Freyr í leik dagsins.Lars Baron/Getty Images Melsungen mætir stórliði Magdeburgar í úrslitum á morgun, sunnudag. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst 13.30. Handbolti Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gísli og Ómar allt í öllu þegar Magdeburg flaug í úrslit Íslenska tvíeykið Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru allt í öllu þegar Magdeburg lagði Füchse Berlin í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta. Skoruðu þeir tveir samtals 15 af 30 mörkum Magdeburgar. 13. apríl 2024 16:55 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Fyrr í dag vann Magdeburg sannfærandi sigur á Füchse Berlín þar sem Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru allt í öllu. Elvar Örn Jónsson ákvað að vera ekki minni maður og var hreint út sagt magnaður í sigri Melsungen. Leikurinn var í raun aldrei það spennandi. Melsungen skoraði fyrsta markið og komst 4-1 yfir snemma leiks. Flensburg gerði einstaka áhlaup en tókst mest að minnka muninn niður í tvö mörk í fyrri hálfleik. Melsungen endaði hins fyrri hálfleik á að skora síðustu þrjú mörkin og leiddi með fimm í hálfleik, 16-11. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og vann Melsungen sannfærandi sigur, lokatölur 33-28. Sigurinn hefði verið enn stærri ef Flensburg hefði ekki skorað síðustu tvö mörk leiksins. Elvar Örn skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar í liði Melsungen. Enginn í liðinu kom að fleiri mörkum. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú og gaf eina stoðsendingu í liði Flensburg. Arnar Freyr í leik dagsins.Lars Baron/Getty Images Melsungen mætir stórliði Magdeburgar í úrslitum á morgun, sunnudag. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst 13.30.
Handbolti Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gísli og Ómar allt í öllu þegar Magdeburg flaug í úrslit Íslenska tvíeykið Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru allt í öllu þegar Magdeburg lagði Füchse Berlin í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta. Skoruðu þeir tveir samtals 15 af 30 mörkum Magdeburgar. 13. apríl 2024 16:55 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Gísli og Ómar allt í öllu þegar Magdeburg flaug í úrslit Íslenska tvíeykið Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru allt í öllu þegar Magdeburg lagði Füchse Berlin í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta. Skoruðu þeir tveir samtals 15 af 30 mörkum Magdeburgar. 13. apríl 2024 16:55