„Hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2024 17:49 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðuna gegn FJölni Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Fjölni í Dalhúsum 69-100. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að liðið er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit. „Þetta var mikið betri frammistaða í dag heldur en í síðasta leik gegn Fjölni. Mér fannst þetta líkara eins og við viljum spila. Varnarlega var þetta nokkuð gott á köflum en sóknarlega var þetta mjög gott.“ „Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem það var frábær boltahreyfing og aukasendingar og stelpurnar voru óeigingjarnar. Það var mjög gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik og á köflum í síðari hálfleik,“ sagði Sverrir Þór ánægður með fyrri hálfleik Keflavíkur. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik en svo tók Keflavík yfir og rúllaði yfir Fjölni það sem eftir var fyrri hálfleiks. „Við héldum áfram og vorum þolinmóðar í sókninni sem var helsti munurinn og við hittum vel. Okkur tókst að opna vörnina hjá þeim og þetta var fín frammistaða.“ Sverrir var nokkuð ánægður með síðari hálfleik þar sem úrslit leiksins voru gott sem ráðin og hann gat rúllað á öllu liðinu. „Við héldum þeim í fjarlægð og byggðum upp örlítið meira forskot og það var formsatriði að halda áfram og klára þetta. Það hefði ekki breytt neinu að vinna þennan leik stærra staðan er 2-0 fyrir okkur í einvíginu og við þurfum að vinna einn leik í viðbót.“ Þrír dagar eru á milli leikja í átta liða úrslitum og Sverrir tók undir það að það væri of langur tími og sagði að fleiri væru á sömu skoðun. „Maður hefði viljað sjá þetta þéttara og hafa bara tvo frídaga á milli leikja. Ég veit ekki er ekki bara næst efsta deild og Subway-deild karla og að þetta sé ekki allt á sama kvöldi. Við tökum þessu eins og þetta kemur en ég hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli veit ég,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
„Þetta var mikið betri frammistaða í dag heldur en í síðasta leik gegn Fjölni. Mér fannst þetta líkara eins og við viljum spila. Varnarlega var þetta nokkuð gott á köflum en sóknarlega var þetta mjög gott.“ „Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem það var frábær boltahreyfing og aukasendingar og stelpurnar voru óeigingjarnar. Það var mjög gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik og á köflum í síðari hálfleik,“ sagði Sverrir Þór ánægður með fyrri hálfleik Keflavíkur. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik en svo tók Keflavík yfir og rúllaði yfir Fjölni það sem eftir var fyrri hálfleiks. „Við héldum áfram og vorum þolinmóðar í sókninni sem var helsti munurinn og við hittum vel. Okkur tókst að opna vörnina hjá þeim og þetta var fín frammistaða.“ Sverrir var nokkuð ánægður með síðari hálfleik þar sem úrslit leiksins voru gott sem ráðin og hann gat rúllað á öllu liðinu. „Við héldum þeim í fjarlægð og byggðum upp örlítið meira forskot og það var formsatriði að halda áfram og klára þetta. Það hefði ekki breytt neinu að vinna þennan leik stærra staðan er 2-0 fyrir okkur í einvíginu og við þurfum að vinna einn leik í viðbót.“ Þrír dagar eru á milli leikja í átta liða úrslitum og Sverrir tók undir það að það væri of langur tími og sagði að fleiri væru á sömu skoðun. „Maður hefði viljað sjá þetta þéttara og hafa bara tvo frídaga á milli leikja. Ég veit ekki er ekki bara næst efsta deild og Subway-deild karla og að þetta sé ekki allt á sama kvöldi. Við tökum þessu eins og þetta kemur en ég hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli veit ég,“ sagði Sverrir Þór að lokum.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira