Tókst loks eftir fimm ár að bæta eigið met Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2024 10:10 Anton Sveinn McKee sló loks eigið met. Michael Reaves/Getty Images Anton Sveinn McKee virðist á hárréttri leið í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í París í sumar því hann sló fimm ára gamalt Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi, þegar hann varð Íslandsmeistari í gær. „Loksins!“ skrifaði Anton á Instagram-síðu sína eftir að hafa beðið í fimm ár eftir nýju meti í greininni, í 50 metra laug. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) Anton synti á 1:00,21 mínútu og bætti met sitt frá því í Suður-Kóreu 2019 um 11/100 úr sekúndu. Hann stefnir svo á gott 200 metra bringusund á morgun, þegar Íslandsmeistaramótinu lýkur í Laugardalslaug. Anton er eini Íslendingurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í París, nú þegar rúmir þrír mánuðir eru í leikanna, og verður sjötti Íslendingurinn í sögunni til að keppa á fernum Ólympíuleikum. Unglingamet féllu Fleira var um afrek í Laugardalslauginni í gær en Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH sló eigið unglingamet og náði lágmarki fyrir EM unglinga sem fram fer í sumar, þegar hann vann 100 metra flugsund á 55,22 sekúndum. Gamla metið var 55,38 sekúndur. Kvenna sveit Breiðabliks setti nýtt unglingamet í 4x200 metra skriðsundi þegar hún sigraði á 8:35,46. Þær bættu tveggja ára met SH um heilar 16 sekúndur. Sveitina skipuðu þær Nadja Djurovic, Ásdís Steindórsdóttir, Sólveig Freyja Hákonardóttir, Freyja Birkisdóttir. Þau sem náðu lágmörkum í dag á Evrópumeistaramót unglinga sem fram fer í sumar. · Guðmundur Leó Rafnsson úr ÍRB í 200 metra baksundi á 2:04,10 mínútum. · Vala Dís Cicero úr SH 400m skriðsund 4:24.28 og 50m skriðsundi 26,65 ·Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH 100m flugsund 55,22 Þau sem náðu inn á Norðurlandameistaramót Æskunnar í dag: ·Magnús Víðir Jónsson úr SH í 400m skriðsundi 4:10,46 ·Hólmar Grétarsson úr SH í 400m skriðsundi 4:12,85 ·Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðablik 4:31,36 ·Ásdís Steindórsdóttir Breiðablik 4:30,74 Íslandsmeistarar dagsins: Vala Dís Cicero, SH sigraði í 400 metra skriðsundi kvenna Veigar Hrafn Sigþórsson,SH sigraði í 400 metra skriðsundi karla Ylfa Lind Kristmannsdóttir, Ármanni sigraði í 50 metra baksundi kvenna Birnir Freyr Hálfdánarson, SH sigraði í 100m flugsundi Nadja Djurovic, Breiðabliki sigraði í 200 metra flugsundi kvenna Guðmundur Leó Rafnsson, ÍRB sigraði í 200m baksundi karla Eva Margrét Falsdóttir, ÍRB sigraði í 200 metra bringusundi kvenna Anton Sveinn McKee SH 100m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir sigraði í 50m skriðsundi kvenna Einar Margeir Ágústsson sigraði í 50m skriðsundi karla Kvenna Sveit Breiðabliks sigraði í 4x200m skriðsundi kvenna Karla Sveit SH 1 sigraði í 4x 200m skriðsundi karla. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Snæfríður önnur og Anton Sveinn þriðji í Svíþjóð Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee syntu bæði til úrslita á opna sænska meistramótinu í sundi í Stokkhólmi í dag. Snæfríður endaði í 2.sæti í tvö hundruð metra skriðsundi og Anton Sveinn í þriðja sæti í tvö hundruð metra bringusundi. 5. apríl 2024 17:16 ÍSÍ veðjar á þessi tíu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt Ólympíuhóp sinn fyrir komandi Ólympíuleika en þeir verða haldnir seinna á þessu ári. 8. janúar 2024 16:00 Svekkjandi að missa handboltastrákana Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee setur stefnuna á að komast í úrslit á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næstu mánuðir í hans lífi munu einkennast af stífum æfingum. 31. janúar 2024 08:32 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Sjá meira
„Loksins!“ skrifaði Anton á Instagram-síðu sína eftir að hafa beðið í fimm ár eftir nýju meti í greininni, í 50 metra laug. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) Anton synti á 1:00,21 mínútu og bætti met sitt frá því í Suður-Kóreu 2019 um 11/100 úr sekúndu. Hann stefnir svo á gott 200 metra bringusund á morgun, þegar Íslandsmeistaramótinu lýkur í Laugardalslaug. Anton er eini Íslendingurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í París, nú þegar rúmir þrír mánuðir eru í leikanna, og verður sjötti Íslendingurinn í sögunni til að keppa á fernum Ólympíuleikum. Unglingamet féllu Fleira var um afrek í Laugardalslauginni í gær en Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH sló eigið unglingamet og náði lágmarki fyrir EM unglinga sem fram fer í sumar, þegar hann vann 100 metra flugsund á 55,22 sekúndum. Gamla metið var 55,38 sekúndur. Kvenna sveit Breiðabliks setti nýtt unglingamet í 4x200 metra skriðsundi þegar hún sigraði á 8:35,46. Þær bættu tveggja ára met SH um heilar 16 sekúndur. Sveitina skipuðu þær Nadja Djurovic, Ásdís Steindórsdóttir, Sólveig Freyja Hákonardóttir, Freyja Birkisdóttir. Þau sem náðu lágmörkum í dag á Evrópumeistaramót unglinga sem fram fer í sumar. · Guðmundur Leó Rafnsson úr ÍRB í 200 metra baksundi á 2:04,10 mínútum. · Vala Dís Cicero úr SH 400m skriðsund 4:24.28 og 50m skriðsundi 26,65 ·Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH 100m flugsund 55,22 Þau sem náðu inn á Norðurlandameistaramót Æskunnar í dag: ·Magnús Víðir Jónsson úr SH í 400m skriðsundi 4:10,46 ·Hólmar Grétarsson úr SH í 400m skriðsundi 4:12,85 ·Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðablik 4:31,36 ·Ásdís Steindórsdóttir Breiðablik 4:30,74 Íslandsmeistarar dagsins: Vala Dís Cicero, SH sigraði í 400 metra skriðsundi kvenna Veigar Hrafn Sigþórsson,SH sigraði í 400 metra skriðsundi karla Ylfa Lind Kristmannsdóttir, Ármanni sigraði í 50 metra baksundi kvenna Birnir Freyr Hálfdánarson, SH sigraði í 100m flugsundi Nadja Djurovic, Breiðabliki sigraði í 200 metra flugsundi kvenna Guðmundur Leó Rafnsson, ÍRB sigraði í 200m baksundi karla Eva Margrét Falsdóttir, ÍRB sigraði í 200 metra bringusundi kvenna Anton Sveinn McKee SH 100m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir sigraði í 50m skriðsundi kvenna Einar Margeir Ágústsson sigraði í 50m skriðsundi karla Kvenna Sveit Breiðabliks sigraði í 4x200m skriðsundi kvenna Karla Sveit SH 1 sigraði í 4x 200m skriðsundi karla.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Snæfríður önnur og Anton Sveinn þriðji í Svíþjóð Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee syntu bæði til úrslita á opna sænska meistramótinu í sundi í Stokkhólmi í dag. Snæfríður endaði í 2.sæti í tvö hundruð metra skriðsundi og Anton Sveinn í þriðja sæti í tvö hundruð metra bringusundi. 5. apríl 2024 17:16 ÍSÍ veðjar á þessi tíu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt Ólympíuhóp sinn fyrir komandi Ólympíuleika en þeir verða haldnir seinna á þessu ári. 8. janúar 2024 16:00 Svekkjandi að missa handboltastrákana Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee setur stefnuna á að komast í úrslit á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næstu mánuðir í hans lífi munu einkennast af stífum æfingum. 31. janúar 2024 08:32 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Sjá meira
Snæfríður önnur og Anton Sveinn þriðji í Svíþjóð Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee syntu bæði til úrslita á opna sænska meistramótinu í sundi í Stokkhólmi í dag. Snæfríður endaði í 2.sæti í tvö hundruð metra skriðsundi og Anton Sveinn í þriðja sæti í tvö hundruð metra bringusundi. 5. apríl 2024 17:16
ÍSÍ veðjar á þessi tíu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt Ólympíuhóp sinn fyrir komandi Ólympíuleika en þeir verða haldnir seinna á þessu ári. 8. janúar 2024 16:00
Svekkjandi að missa handboltastrákana Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee setur stefnuna á að komast í úrslit á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næstu mánuðir í hans lífi munu einkennast af stífum æfingum. 31. janúar 2024 08:32
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti