Metið innan seilingar hjá Tiger Woods Siggeir Ævarsson skrifar 12. apríl 2024 19:45 Tiger Woods er með augun á boltanum Vísir/EPA-EFE/JUSTIN LANE Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Tiger Woods skrifi nafn sitt í sögubækur Masters mótaraðarinnar í kvöld og komist í gegnum niðurskurð á 24. mótinu í röð. 50 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn í dag og er Tiger sem stendur í 27. sæti eftir 16 holur. Það hefur verið nóg að gera hjá Tiger í dag þar sem hann náði ekki að ljúka hring sínum í gær og þurfti því að leika 23 holur í dag. Það væri kannski bæði létt verk og löðurmannlegt fyrir kylfing á besta aldri í topp formi en Tiger hefur verið að glíma við þrálát og erfið meiðsli síðustu ár og er þetta í fyrsta sinn síðan 2019 sem hann leikur fleiri en 18 holur á einum degi í keppni. Tiger er sem stendur einum yfir pari og aðeins stórslys á síðustu tveimur holunum gæti komið í veg fyrir að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Augu flestra áhorfenda eru á Tiger þrátt fyrir að hann sé langt frá toppnum og hafa nokkur tilþrif frá honum í dag glatt augu áhorfenda. Stopped on a dime. Tiger Woods gets one back on No. 8. #themasters pic.twitter.com/UZ708iiy1q— The Masters (@TheMasters) April 12, 2024 Golf Masters-mótið Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
50 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn í dag og er Tiger sem stendur í 27. sæti eftir 16 holur. Það hefur verið nóg að gera hjá Tiger í dag þar sem hann náði ekki að ljúka hring sínum í gær og þurfti því að leika 23 holur í dag. Það væri kannski bæði létt verk og löðurmannlegt fyrir kylfing á besta aldri í topp formi en Tiger hefur verið að glíma við þrálát og erfið meiðsli síðustu ár og er þetta í fyrsta sinn síðan 2019 sem hann leikur fleiri en 18 holur á einum degi í keppni. Tiger er sem stendur einum yfir pari og aðeins stórslys á síðustu tveimur holunum gæti komið í veg fyrir að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Augu flestra áhorfenda eru á Tiger þrátt fyrir að hann sé langt frá toppnum og hafa nokkur tilþrif frá honum í dag glatt augu áhorfenda. Stopped on a dime. Tiger Woods gets one back on No. 8. #themasters pic.twitter.com/UZ708iiy1q— The Masters (@TheMasters) April 12, 2024
Golf Masters-mótið Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira