Valfrelsi í eigin sparnaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 11. apríl 2024 12:31 Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Annar alþjóðlegur samanburður er af sama meiði. Það eru forréttindi fyrir okkur sem yngri erum að þau sem á undan okkur komu hafi sýnt slíka fyrirhyggju að byggja upp öflugt lífeyriskerfi sem byggir á sjóðsöfnun, nú þegar þjóðin eldist hratt. Þessi staða er öfundsverð fyrir margar þjóðir. Kerfið er þó ekki fullkomið og verður að þróa áfram. Nú stendur yfir mikilvæg vinna um grænbók lífeyriskerfisins þar sem áskoranir kerfisins verða teiknaðar upp. Sú vinna hefur tafist talsvert og má ekki koma í veg fyrir mikilvægar minni breytingar á umgjörð kerfisins. Frumvarp um valfrelsi séreignarsparnaðar Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem undirrituð lagði fram í síðasta mánuði, þá sem fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárfestingarkosti viðbótarlífeyrissparnaðar. Í einföldu máli myndi frumvarpið, verði það að lögum, gera fólki kleift að ráða meira yfir eigin sparnaði. Þetta þýðir að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilt að bjóða eigendum séreignarinnar, fólkinu sjálfu, að hafa meiri stjórn en áður yfir ráðstöfun eigin sparnaðar. Fólki væri þá heimilt að fjárfesta séreignarsparnaði í verðbréfasjóðum og öðrum slíkum sem ætlaðir eru almennum fjárfestum. Aðeins verður um heimild að ræða og ekki stendur til að sambærilegt myndi gilda um samtryggingarhluta lífeyriskerfisins, enda allt annars eðlis. Sterk rök með – veik á móti Það er grundvallaratriði í allri löggjöf að það þurfi að vera sterk rök fyrir því að einstaklingum sé óheimilaðar athafnir sem aðeins varða þá sjálfa. Í þessu tilfelli er einfaldlega verið að leyfa einstaklingum að ráða frekar yfir eignum sem þeir sjálfir einir eiga tilkall til. Það ætti í raun að segja sig sjálft að slík heimild, innan eðlilegra marka, sé sjálfsögð. Á hinn bóginn virðast flest rök sem vega á móti snúa að atriðum sem eðlilegt er að einstaklingar meti sjálfir frekar en ríkisvaldið, eins og að kostnaður geti verið meiri. Fyrir utan einföld rök um eignarrétt er sennilegt að aukin dreifstýring sparnaðar geti bætt skilvirkni fjármálamarkaðar. Lífeyriskerfið hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið síðustu áratugi og voru eignir þess 170% af landsframleiðslu um síðustu áramót. Flest bendir til þess að þetta hlutfall hækki áfram á næstu árum. Á sama tíma, sem er á vissan hátt eðlilegt, hefur lífeyrissjóðum fækkað. Gallinn við það er hins vegar einsleitni í stýringu fjármagns en með auknu valfrelsi skapast forsendur fyrir meiri dreifstýringu. Það er til þess fallið að auka skilvirkni og samkeppni á fjármálamarkaði. Með því gæti t.d. verðmyndun orðið skilvirkari sökum meiri seljanleika og telja má að með aukinni samkeppni aukist líkur á að fjármagni sé ráðstafað í fjárfestingar á skilvirkan hátt. Stöndum vörð um gott kerfi Þó að lífeyriskerfið okkar sé gott megum við ekki líta svo á að hægt sé að sitja með hendur í skauti. Það jafngildir einfaldlega því að kerfið staðnar og þróast ekki í takt við breytta tíma. Að endingu leiðir það til þess að kerfið verður veikleiki en ekki styrkleiki í íslensku samfélagi. Kerfið er orðið mjög stórt og fer stækkandi og þá hafa tækniframfarir auðveldað einstaklingum að taka þátt á fjármálamarkaði. Rökrétt framhald af því er að leyfa einstaklingum að stýra eigin séreignarsparnaði í auknum mæli. Það segir sig sjálft. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Annar alþjóðlegur samanburður er af sama meiði. Það eru forréttindi fyrir okkur sem yngri erum að þau sem á undan okkur komu hafi sýnt slíka fyrirhyggju að byggja upp öflugt lífeyriskerfi sem byggir á sjóðsöfnun, nú þegar þjóðin eldist hratt. Þessi staða er öfundsverð fyrir margar þjóðir. Kerfið er þó ekki fullkomið og verður að þróa áfram. Nú stendur yfir mikilvæg vinna um grænbók lífeyriskerfisins þar sem áskoranir kerfisins verða teiknaðar upp. Sú vinna hefur tafist talsvert og má ekki koma í veg fyrir mikilvægar minni breytingar á umgjörð kerfisins. Frumvarp um valfrelsi séreignarsparnaðar Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem undirrituð lagði fram í síðasta mánuði, þá sem fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárfestingarkosti viðbótarlífeyrissparnaðar. Í einföldu máli myndi frumvarpið, verði það að lögum, gera fólki kleift að ráða meira yfir eigin sparnaði. Þetta þýðir að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilt að bjóða eigendum séreignarinnar, fólkinu sjálfu, að hafa meiri stjórn en áður yfir ráðstöfun eigin sparnaðar. Fólki væri þá heimilt að fjárfesta séreignarsparnaði í verðbréfasjóðum og öðrum slíkum sem ætlaðir eru almennum fjárfestum. Aðeins verður um heimild að ræða og ekki stendur til að sambærilegt myndi gilda um samtryggingarhluta lífeyriskerfisins, enda allt annars eðlis. Sterk rök með – veik á móti Það er grundvallaratriði í allri löggjöf að það þurfi að vera sterk rök fyrir því að einstaklingum sé óheimilaðar athafnir sem aðeins varða þá sjálfa. Í þessu tilfelli er einfaldlega verið að leyfa einstaklingum að ráða frekar yfir eignum sem þeir sjálfir einir eiga tilkall til. Það ætti í raun að segja sig sjálft að slík heimild, innan eðlilegra marka, sé sjálfsögð. Á hinn bóginn virðast flest rök sem vega á móti snúa að atriðum sem eðlilegt er að einstaklingar meti sjálfir frekar en ríkisvaldið, eins og að kostnaður geti verið meiri. Fyrir utan einföld rök um eignarrétt er sennilegt að aukin dreifstýring sparnaðar geti bætt skilvirkni fjármálamarkaðar. Lífeyriskerfið hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið síðustu áratugi og voru eignir þess 170% af landsframleiðslu um síðustu áramót. Flest bendir til þess að þetta hlutfall hækki áfram á næstu árum. Á sama tíma, sem er á vissan hátt eðlilegt, hefur lífeyrissjóðum fækkað. Gallinn við það er hins vegar einsleitni í stýringu fjármagns en með auknu valfrelsi skapast forsendur fyrir meiri dreifstýringu. Það er til þess fallið að auka skilvirkni og samkeppni á fjármálamarkaði. Með því gæti t.d. verðmyndun orðið skilvirkari sökum meiri seljanleika og telja má að með aukinni samkeppni aukist líkur á að fjármagni sé ráðstafað í fjárfestingar á skilvirkan hátt. Stöndum vörð um gott kerfi Þó að lífeyriskerfið okkar sé gott megum við ekki líta svo á að hægt sé að sitja með hendur í skauti. Það jafngildir einfaldlega því að kerfið staðnar og þróast ekki í takt við breytta tíma. Að endingu leiðir það til þess að kerfið verður veikleiki en ekki styrkleiki í íslensku samfélagi. Kerfið er orðið mjög stórt og fer stækkandi og þá hafa tækniframfarir auðveldað einstaklingum að taka þátt á fjármálamarkaði. Rökrétt framhald af því er að leyfa einstaklingum að stýra eigin séreignarsparnaði í auknum mæli. Það segir sig sjálft. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun