Sjokkerandi tap gegn E-deildarliði en Óskar sér ekki eftir neinu Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 10:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans menn í úrvalsdeildarliði Haugesund töpuðu gegn liði úr 4. deild, eða E-deild, í bikarkeppninni. Getty Lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Haugesund urðu að sætta sig við afar óvænt tap gegn E-deildarliði Torvastad í 1. umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta í gær. „Það er auðvitað skelfileg tilfinning að tapa þessum leik,“ sagði Óskar við Haugesunds Avis eftir þennan fyrsta bikarleik sinn sem þjálfari í Noregi, eftir komuna frá Breiðabliki í vetur. Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu svo að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist tvítugur forfallakennari hetja Torvastad því markvörðurinn Jørgen Haldheim Grønningen varði allar fjórar spyrnur Haugesund í keppninni, þar á meðal eina frá Hlyni Frey Karlssyni, en sjá má vörslurnar hér að neðan. Watch as goalkeeper Jørgen Kaldheim Grønningen manages to save all 4 Haugesund penalties, and goes into the Torvastad history books! The magic of the cup @tv2sport https://t.co/MNw1UKCHfb pic.twitter.com/GvOxEtiRlC— Football Norway (@NorwayFooty) April 10, 2024 „Ekki þannig að við teldum Torvastad lélegt lið“ Óskar Hrafn var ekki með sitt sterkasta lið í leiknum og til að mynda tók Anton Logi Lúðvíksson ekki þátt, en þjálfarinn var spurður hvort hann hefði viljað gera eitthvað öðruvísi: „Það er erfitt að segja. Mér fannst við vera með nógu gott lið og gera nóg til að vinna þennan leik. Við fengum færi í venjulegum leiktíma, og færi í framlengingunni, en þegar menn klúðra fjórum vítum þá eiga þeir ekki skilið að fara áfram. Fullt hrós og hamingjuóskir til Torvastad,“ sagði Óskar við HA. En hefði hann ekki átt að stilla upp sterkara liði? „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mér fannst liðið sem ég stillti upp sýna að það var nógu gott til að vinna leikinn. Það var ekki þannig að við teldum Torvastad eitthvað lélegt lið. Við stilltum upp góðum leikmönnum sem berjast um sæti í byrjunarliði Haugesund, svo ég hafði fulla trú á að við myndum klára dæmið,“ sagði Óskar. Síminn að springa hjá hetjunni Grønningen, hetja Torvastad, segist aldrei hafa upplifað annað eins og að síminn hafi verið stútfullur af skilaboðum þegar hann opnaði hann eftir leik. TORVASTAD: Ingen tvil om hvem som var den store helten på Torvastad i kveld: Jørgen Kaldheim Grønningen (20), @Jorgen_KG #FKH https://t.co/j0sAFoOm1G pic.twitter.com/KiLhvEyWIK— Joakim Ellingsen (@JoakimEllingsen) April 10, 2024 „Þetta er súrrealískt. Algjörlega ótrúlegt. Ég veit ekki hvernig þetta er hægt. Ég komst í góðan takt eftir að ég varði fyrsta vítið, og svo hélt ég bara áfram eftir það,“ sagði Grønningen við Nettavisen og upplýsti að hann væri þegar búinn að fá símtal frá sjö fjölmiðlum til viðbótar. „Þetta er alveg sjúkt. Ég kom út úr búningsklefanum og opnaði símann… Ég hef aldrei séð svona margar tilkynningar í símanum! En það er alveg þess virði að fá símtöl frá fjölmiðlum fyrir svona upplifun,“ sagði markvörðurinn. Óskar og hans menn í Haugesund höfðu fengið draumabyrjun í norsku úrvalsdeildinni, þegar þeir unnu 2-1 útisigur gegn Odd fyrir tveimur vikum. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta heimaleiknum, 2-0 gegn Lilleström, á sunnudaginn og eiga næst leik við Tromsö á útivelli um helgina. Haugesund bjargaði sér naumlega frá falli undir lok síðasta árs, áður en Óskar tók við stjórn liðsins. Norski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
„Það er auðvitað skelfileg tilfinning að tapa þessum leik,“ sagði Óskar við Haugesunds Avis eftir þennan fyrsta bikarleik sinn sem þjálfari í Noregi, eftir komuna frá Breiðabliki í vetur. Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu svo að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist tvítugur forfallakennari hetja Torvastad því markvörðurinn Jørgen Haldheim Grønningen varði allar fjórar spyrnur Haugesund í keppninni, þar á meðal eina frá Hlyni Frey Karlssyni, en sjá má vörslurnar hér að neðan. Watch as goalkeeper Jørgen Kaldheim Grønningen manages to save all 4 Haugesund penalties, and goes into the Torvastad history books! The magic of the cup @tv2sport https://t.co/MNw1UKCHfb pic.twitter.com/GvOxEtiRlC— Football Norway (@NorwayFooty) April 10, 2024 „Ekki þannig að við teldum Torvastad lélegt lið“ Óskar Hrafn var ekki með sitt sterkasta lið í leiknum og til að mynda tók Anton Logi Lúðvíksson ekki þátt, en þjálfarinn var spurður hvort hann hefði viljað gera eitthvað öðruvísi: „Það er erfitt að segja. Mér fannst við vera með nógu gott lið og gera nóg til að vinna þennan leik. Við fengum færi í venjulegum leiktíma, og færi í framlengingunni, en þegar menn klúðra fjórum vítum þá eiga þeir ekki skilið að fara áfram. Fullt hrós og hamingjuóskir til Torvastad,“ sagði Óskar við HA. En hefði hann ekki átt að stilla upp sterkara liði? „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mér fannst liðið sem ég stillti upp sýna að það var nógu gott til að vinna leikinn. Það var ekki þannig að við teldum Torvastad eitthvað lélegt lið. Við stilltum upp góðum leikmönnum sem berjast um sæti í byrjunarliði Haugesund, svo ég hafði fulla trú á að við myndum klára dæmið,“ sagði Óskar. Síminn að springa hjá hetjunni Grønningen, hetja Torvastad, segist aldrei hafa upplifað annað eins og að síminn hafi verið stútfullur af skilaboðum þegar hann opnaði hann eftir leik. TORVASTAD: Ingen tvil om hvem som var den store helten på Torvastad i kveld: Jørgen Kaldheim Grønningen (20), @Jorgen_KG #FKH https://t.co/j0sAFoOm1G pic.twitter.com/KiLhvEyWIK— Joakim Ellingsen (@JoakimEllingsen) April 10, 2024 „Þetta er súrrealískt. Algjörlega ótrúlegt. Ég veit ekki hvernig þetta er hægt. Ég komst í góðan takt eftir að ég varði fyrsta vítið, og svo hélt ég bara áfram eftir það,“ sagði Grønningen við Nettavisen og upplýsti að hann væri þegar búinn að fá símtal frá sjö fjölmiðlum til viðbótar. „Þetta er alveg sjúkt. Ég kom út úr búningsklefanum og opnaði símann… Ég hef aldrei séð svona margar tilkynningar í símanum! En það er alveg þess virði að fá símtöl frá fjölmiðlum fyrir svona upplifun,“ sagði markvörðurinn. Óskar og hans menn í Haugesund höfðu fengið draumabyrjun í norsku úrvalsdeildinni, þegar þeir unnu 2-1 útisigur gegn Odd fyrir tveimur vikum. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta heimaleiknum, 2-0 gegn Lilleström, á sunnudaginn og eiga næst leik við Tromsö á útivelli um helgina. Haugesund bjargaði sér naumlega frá falli undir lok síðasta árs, áður en Óskar tók við stjórn liðsins.
Norski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti