„Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 11:01 Remy Martin er illviðráðanlegur þegar hann kemst á flug og það verður krefjandi verkefni fyrir Álftanesliðið að stoppa hann. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar unnu sinn fyrsta titil í tólf ár þegar þeir urðu bikarmeistarar á dögunum og í kvöld hefst vegferð þeirra að reyna að enda líka sextán ára bið eftir Íslandsmeistaratitlinum. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Keflavíkur og nýliða frá Álftanesi en Álftanesliðið er í úrslitakeppni í fyrsta skiptið. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Hafa verið mjög góðir að undanförnu „Keflvíkingarnir hafa verið mjög góðir að undanförnu og unnu báða leikina á móti Álftanesi á þessu tímabili. Þeir unnu í Forsetahöllinni án Remy Martin í framlengdum leik. Þeir unnu fyrri leikinn síðan sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er mjög mikilvægt á móti Keflavík að þú mátt helst ekki missa boltann í lifandi leik því þá færðu þá beint í andlitið,“ sagði Teitur. „Þetta er kannski bara styrkleikurinn hjá Keflavík og svo eru þeir með þennan mann (Remy Martin) sem getur búið til mikið úr engu. Hann breytir leikjum,“ sagði Teitur. „Álftanes er líka ekki hraðasta liðið í deildinni. Að eiga við þennan hraða, Helgi, getur verið mjög erfitt fyrir Kjartan Atla (Kjartansson) og hans menn,“ sagði Stefán. Mun snúast um tempó „Þetta einvígi mun snúast um tempó. Hver nær að stýra því, stjórna tempóinu, eða hver nær að hægja á leiknum. Pétur vill hlaupa, hlaupa, hlaupa,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Keflavíkur og Álftaness „Það mun mikið mæða á Herði að stýra tempóinu. Ég ímynda mér að hann byrji í því hlutverki að hamast í Remy. Burt séð frá því hvað Hörður gerir sóknarlega þá snýst þetta aðallega um það hjá honum að hægja á leiknum, róa þetta niður og fá þetta á hálfan völl. Finna (Norbertas) Giga, (Douglas) Wilson og Hauk (Helga Pálsson) í góðum stöðum og reyna að gera þetta bara eins erfitt fyrir Keflavík og hægt er,“ sagði Helgi. „Álftanes vill fara í fimm á fimm leik af því að þar er styrkleiki Álftaness. Þeir eru gott varnarlið fimm á móti fimm. Þeir eru mjög sterkir þar og þeir eru með stóra menn og góða varnarmenn undir körfunni,“ sagði Teitur. Ókeypis körfur „Síðan þurfa þeir bara að vera skynsamir, klára sínar sóknir vel með skotum og verjast vel þegar boltinn er að skipta um hendur. Vera alltaf í góðu jafnvægi þannig að þeir fái ekki mikið af sniðskotum á móti sér. Þar sem Keflavík skorar það sem ég kalla ókeypis körfur. Þar sem þú færð ekki einu sinni tækifæri til að spila vörn,“ sagði Teitur. „Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum. Besta aðferðin til að hægja á þeim er að skora í körfuna þeirra og þeir þurfa að taka boltann inn,“ sagði Teitur. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Keflavíkur og Álftaness og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Keflavíkur og nýliða frá Álftanesi en Álftanesliðið er í úrslitakeppni í fyrsta skiptið. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Hafa verið mjög góðir að undanförnu „Keflvíkingarnir hafa verið mjög góðir að undanförnu og unnu báða leikina á móti Álftanesi á þessu tímabili. Þeir unnu í Forsetahöllinni án Remy Martin í framlengdum leik. Þeir unnu fyrri leikinn síðan sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er mjög mikilvægt á móti Keflavík að þú mátt helst ekki missa boltann í lifandi leik því þá færðu þá beint í andlitið,“ sagði Teitur. „Þetta er kannski bara styrkleikurinn hjá Keflavík og svo eru þeir með þennan mann (Remy Martin) sem getur búið til mikið úr engu. Hann breytir leikjum,“ sagði Teitur. „Álftanes er líka ekki hraðasta liðið í deildinni. Að eiga við þennan hraða, Helgi, getur verið mjög erfitt fyrir Kjartan Atla (Kjartansson) og hans menn,“ sagði Stefán. Mun snúast um tempó „Þetta einvígi mun snúast um tempó. Hver nær að stýra því, stjórna tempóinu, eða hver nær að hægja á leiknum. Pétur vill hlaupa, hlaupa, hlaupa,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Keflavíkur og Álftaness „Það mun mikið mæða á Herði að stýra tempóinu. Ég ímynda mér að hann byrji í því hlutverki að hamast í Remy. Burt séð frá því hvað Hörður gerir sóknarlega þá snýst þetta aðallega um það hjá honum að hægja á leiknum, róa þetta niður og fá þetta á hálfan völl. Finna (Norbertas) Giga, (Douglas) Wilson og Hauk (Helga Pálsson) í góðum stöðum og reyna að gera þetta bara eins erfitt fyrir Keflavík og hægt er,“ sagði Helgi. „Álftanes vill fara í fimm á fimm leik af því að þar er styrkleiki Álftaness. Þeir eru gott varnarlið fimm á móti fimm. Þeir eru mjög sterkir þar og þeir eru með stóra menn og góða varnarmenn undir körfunni,“ sagði Teitur. Ókeypis körfur „Síðan þurfa þeir bara að vera skynsamir, klára sínar sóknir vel með skotum og verjast vel þegar boltinn er að skipta um hendur. Vera alltaf í góðu jafnvægi þannig að þeir fái ekki mikið af sniðskotum á móti sér. Þar sem Keflavík skorar það sem ég kalla ókeypis körfur. Þar sem þú færð ekki einu sinni tækifæri til að spila vörn,“ sagði Teitur. „Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum. Besta aðferðin til að hægja á þeim er að skora í körfuna þeirra og þeir þurfa að taka boltann inn,“ sagði Teitur. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Keflavíkur og Álftaness og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum