Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 07:31 Meredith var viðstödd þegar Scottie Scheffler vann The Players meistaramótið í síðasta mánuði en nú er of stutt í settan dag til þess að hún ferðist. Keyur Khamar Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. Scheffler þykir sigurstranglegastur á mótinu í ár enda er hann efstur á heimslista, vann Masters árið 2022, og hefur náð í tvo sigra og 2. sæti á síðustu þremur mótum sínum. Scheffler og Meredith kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar. Samkvæmt golfmiðlum ytra hefur Scheffler því ákveðið að fljúga beint til sinnar heittelskuðu, til Texas, sýni hún þess einhver merki að barnið sé að koma í heiminn. Scottie Scheffler and Sam Burns could each receive a life-changing call from their very pregnant wives during the Masters, and if they do, they'll immediately withdraw from the year's first major.READ: https://t.co/0aZWtp5gY4 pic.twitter.com/LIEqZyLBTy— OutKick (@Outkick) April 9, 2024 Hið sama á við um Burns en settur dagur hjá Caroline konu hans er eftir viku og því ljóst að enn líklegra er að hann hætti keppni á Masters en Scheffler. „Þetta verður ansi tryllt. Ég held að hvorugt okkar hafi áttað sig almennilega á þessu en það er spennandi fyrir okkur að verða núna fjölskylda,“ sagði Scheffler í viðtali fyrr á þessu ári. „Þetta hafa verið afar spennandi mánuðir og við hlökkum til að fá vonandi barnið út við góða heilsu, og að mamman verði heil heilsu, og svo byggjum við á því,“ sagði Scheffler. Scheffler varð í 10. sæti á Masters-mótinu í fyrra, og fékk að klæðast græna jakkanum með sigri á mótinu fyrir tveimur árum. Besti árangur Burns er 29. sæti. Samkvæmt Golf Digest munu þeir félagar dvelja saman á meðan á mótinu í ár stendur. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem að kylfingar keppa á risamóti með það í huga að litla barnið þeirra sé á leiðinni í heiminn. Frægt er þegar Phil Mickelson var með símboða á U.S. Open árið 1999, tilbúinn að rjúka heim ef fæðing væri að hefjast hjá konu hans. Mickelson varð í 2. sæti og varð svo pabbi daginn eftir. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag. Golf Masters-mótið Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Scheffler þykir sigurstranglegastur á mótinu í ár enda er hann efstur á heimslista, vann Masters árið 2022, og hefur náð í tvo sigra og 2. sæti á síðustu þremur mótum sínum. Scheffler og Meredith kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar. Samkvæmt golfmiðlum ytra hefur Scheffler því ákveðið að fljúga beint til sinnar heittelskuðu, til Texas, sýni hún þess einhver merki að barnið sé að koma í heiminn. Scottie Scheffler and Sam Burns could each receive a life-changing call from their very pregnant wives during the Masters, and if they do, they'll immediately withdraw from the year's first major.READ: https://t.co/0aZWtp5gY4 pic.twitter.com/LIEqZyLBTy— OutKick (@Outkick) April 9, 2024 Hið sama á við um Burns en settur dagur hjá Caroline konu hans er eftir viku og því ljóst að enn líklegra er að hann hætti keppni á Masters en Scheffler. „Þetta verður ansi tryllt. Ég held að hvorugt okkar hafi áttað sig almennilega á þessu en það er spennandi fyrir okkur að verða núna fjölskylda,“ sagði Scheffler í viðtali fyrr á þessu ári. „Þetta hafa verið afar spennandi mánuðir og við hlökkum til að fá vonandi barnið út við góða heilsu, og að mamman verði heil heilsu, og svo byggjum við á því,“ sagði Scheffler. Scheffler varð í 10. sæti á Masters-mótinu í fyrra, og fékk að klæðast græna jakkanum með sigri á mótinu fyrir tveimur árum. Besti árangur Burns er 29. sæti. Samkvæmt Golf Digest munu þeir félagar dvelja saman á meðan á mótinu í ár stendur. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem að kylfingar keppa á risamóti með það í huga að litla barnið þeirra sé á leiðinni í heiminn. Frægt er þegar Phil Mickelson var með símboða á U.S. Open árið 1999, tilbúinn að rjúka heim ef fæðing væri að hefjast hjá konu hans. Mickelson varð í 2. sæti og varð svo pabbi daginn eftir. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag.
Golf Masters-mótið Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira