„Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri“ Stefán Marteinn skrifar 9. apríl 2024 22:01 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni. Vísir/Diego Keflavík lagði Fjölni af velli 83-58 í fyrsta leik liðana í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. „Mér fannst þetta ekki vera frábær leikur hjá okkur. Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri. Við þurfum að gera betur í Grafarvogi á móti þeim næst það er klárt.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Í fyrri hálfleik mátti sjá smá skrekk á liðunum þar sem mikið var um mistök og mörg skot sem fóru forgörðum. Það var svo í fjórða leikhluta sem Keflavíkurliðið hljóp með leikinn endanlega. „Já mér fannst líka í fyrri hálfleik að þá fáum við þrjár liðsvillur sem þýðir að við séum ekki að leggja okkur nógu mikið fram. Við erum að tapa boltanum rosalega klaufalega oft. Erum að reyna senda boltann fram á einhverja þegar hún er ekki frí og þá er þetta orðið 50/50 sending. Það gerðist ábyggilega svona þrisvar eða fjórum sinnum þannig maður var orðin svolítið pirraður með það en mér fannst við gera betur í seinni. Það stendur upp úr.“ Í þriðja leikhluta mátti sjá Sverri Þór pirraðan á hliðarlínunni en hann var þá ekki sáttur með sitt lið þrátt fyrir að vera leiða leikinn. „Við vorum bara ekki að stíga út og bara kæruleysi í sendingum sem að var líka búið að vera svolítið í fyrri hálfleik. Ég vildi bara fá meira skipulag og fá boltann út og leikmenn í réttar stöður og hlaupa það sem við erum að leggja upp með að hlaupa. Við vorum svolítið að gera bara eitthvað og það var ekki að virka og það var ekkert annað en það sem ég var smá pirraður með þarna.“ Keflavík hljóp svo með leikinn í fjórða leikhluta þar sem þær voru mun líkari því liði sem maður þekkti frá því í vetur. „Já Önnurnar tvær, Anna Lára og Anna Ingunn komu inn með krafti af bekknum í öðrum leikhluta og inn í þriðja leikhlutan ásamt þeim sem voru með þeim þarna inn á að þá kom smá kraftur í vörnina og við vorum að fá góð stopp og keyra í bakið á þeim og setja góð skot líka. Það var góður kafli sem kom þarna sem að setti þetta í tuttugu og eitthvað stiga forystu.“ Keflavík leiðir einvígið núna eftir fyrsta leik og útlitið bjart. „Já það er bara 1-0 og næsti leikur. Þessi leikur gerir ekkert fyrir okkur þar. Þar byrjar bara 0-0 og við þurfum að mæta og skilja allt eftir á gólfinu og leggja okkur í þetta saman til að geta náð í sigur þar og komist í 2-0.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki vera frábær leikur hjá okkur. Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri. Við þurfum að gera betur í Grafarvogi á móti þeim næst það er klárt.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Í fyrri hálfleik mátti sjá smá skrekk á liðunum þar sem mikið var um mistök og mörg skot sem fóru forgörðum. Það var svo í fjórða leikhluta sem Keflavíkurliðið hljóp með leikinn endanlega. „Já mér fannst líka í fyrri hálfleik að þá fáum við þrjár liðsvillur sem þýðir að við séum ekki að leggja okkur nógu mikið fram. Við erum að tapa boltanum rosalega klaufalega oft. Erum að reyna senda boltann fram á einhverja þegar hún er ekki frí og þá er þetta orðið 50/50 sending. Það gerðist ábyggilega svona þrisvar eða fjórum sinnum þannig maður var orðin svolítið pirraður með það en mér fannst við gera betur í seinni. Það stendur upp úr.“ Í þriðja leikhluta mátti sjá Sverri Þór pirraðan á hliðarlínunni en hann var þá ekki sáttur með sitt lið þrátt fyrir að vera leiða leikinn. „Við vorum bara ekki að stíga út og bara kæruleysi í sendingum sem að var líka búið að vera svolítið í fyrri hálfleik. Ég vildi bara fá meira skipulag og fá boltann út og leikmenn í réttar stöður og hlaupa það sem við erum að leggja upp með að hlaupa. Við vorum svolítið að gera bara eitthvað og það var ekki að virka og það var ekkert annað en það sem ég var smá pirraður með þarna.“ Keflavík hljóp svo með leikinn í fjórða leikhluta þar sem þær voru mun líkari því liði sem maður þekkti frá því í vetur. „Já Önnurnar tvær, Anna Lára og Anna Ingunn komu inn með krafti af bekknum í öðrum leikhluta og inn í þriðja leikhlutan ásamt þeim sem voru með þeim þarna inn á að þá kom smá kraftur í vörnina og við vorum að fá góð stopp og keyra í bakið á þeim og setja góð skot líka. Það var góður kafli sem kom þarna sem að setti þetta í tuttugu og eitthvað stiga forystu.“ Keflavík leiðir einvígið núna eftir fyrsta leik og útlitið bjart. „Já það er bara 1-0 og næsti leikur. Þessi leikur gerir ekkert fyrir okkur þar. Þar byrjar bara 0-0 og við þurfum að mæta og skilja allt eftir á gólfinu og leggja okkur í þetta saman til að geta náð í sigur þar og komist í 2-0.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira