Óánægja með tilraunaverkefni í frístund: „Okkar hópur logar bara, á okkar leikskóla“ Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 06:45 Fríða Björk telur að eðlilegra hefði verið að kynna verkefnið í haust en ekki með tveggja mánaða fyrirvara. Foreldrar barna sem eiga að fara beint í frístund eftir leikskólaútskrift í vor eru einhverjir ósáttir við stuttan fyrirvara á tilraunaverkefninu. Þá finnst þeim kostnaður of mikill, óheppilegt að frí sé ekki á sama tíma og í leikskóla og of lítið samráð við bæði foreldra og fagaðila. Foreldrar fengu bréf á fimmtudag í síðustu viku og var þar tilkynnt að þau fái uppsögn á sínu leikskólaplássi fyrir 30. apríl og að uppsögn taki gildi 10. júní. Börnum þeirra verður í staðinn boðið pláss í frístund í þeim grunnskólum sem þau eiga að hefja grunnskólagöngu sína í næsta haust. Leik- og grunnskólarnir sem erum ræðir eru allir í Norðlingaholti, Grafarvogi og Breiðholti. Gert er ráð fyrir að bjóða upp á sumarfrístund fyrir börnin á tveimur tímabilum, frá 10. júní til 5. júlí og 6. ágúst til 20. ágúst næstkomandi eða í 31 dag. Eftir það er skólasetning og grunnskólaganga barnanna formlega hafin. Reykjavíkurborg er með þessu að útfæra tilraunaverkefni enn frekar sem var fyrst prófað í sex leikskólum síðasta sumar. Þó með þeirri breytingu að nú byrjar verkefnið í júní en ekki í ágúst. Fyrir sumarlokun í stað þess að byrja eftir sumarlokun. Sonur Fríðu Bjarkar Skúladóttur er fæddur er í desember árið 2018 og er því með þeim yngri sem fara í þetta tilraunaverkefni. Hann er í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi sem er nýr í þessu tilraunaverkefni og á, eins og önnur börn fædd 2018, að byrja í skóla í haust. „Það er alveg eðlilegt fyrir svona stórar breytingar að þetta hefði verið kynnt fyrr, til dæmis í haust,“ segir Fríða Björk. Hún telur son sinn ekki tilbúinn til að taka þátt í þessu verkefni. Auk þess að vera fæddur seint í desember er hann með sérþarfir. „Þetta er ábyggilega allt í lagi fyrir einhver börn, en þarna er verið að taka þau börn sem standa fremst og láta alla aðra fylgja með,“ segir Fríða Björk. Sonur hennar er ekki með fullan stuðning og missir því, samkvæmt hennar upplýsingum, þann stuðning sem hann hefur verið með í leikskólanum við þessa breytingu. Fram kom í umfjöllun um verkefnið um helgina að leikskólastarfsfólkið ætti að einhverju leyti að fylgja með fyrir sumarlokun í frístundinni en Fríða Björk segir það ekki raunina á leikskóla sonar hennar. Starfsfólkið kannist ekki við það og séu mörg ekki sátt við það að þurfa að færa sig um starfsstöð með svo stuttum fyrirvara. Sumarleyfi sem ekki fara saman Fríða Björk segir að meðal foreldrahópsins í leikskólanum sé mikil óanægja með þessar breytingar. Það hafi verið gagnrýnt af mörgum að sumarleyfið í frístundinni og í leikskólanum hafi ekki farið saman, enda margir búnir að skipuleggja fríið fyrir löngu. Leikskólinn hafi því ákveðið að breyta tímasetningu sumarleyfa í leikskólanum þannig það sé það sama og er í frístund. „Annars hefði fólk, sem er með börn í bæði frístund og leikskóla, þurft að dekka sex vikna frí.“ Hún gagnrýnir einnig samráðsleysi í þessu verkefni. „Okkar hópur logar bara, á okkar leikskóla. Þar eru allir ósáttir,“ segir Fríða Björk. Hún segir foreldrahópinn opinn fyrir því að taka þátt í þessu verkefni frá því í ágúst og margir hafi jafnvel gert ráðstafanir til að brúa þetta bil, svo barnið þurfi ekki að fara aftur í leikskólann. Það sé þó alls ekki algilt og eigi margir einstæðir foreldrar sem dæmi erfiðara með að gera það. „Það geta ekki allir haft börnin heima. En mesta vandamálið er opnunartíminn því það geta ekki allir allt í einu mætt í vinnuna klukkan 9 í júní,“ segir hún en gert er ráð fyrir því að opnunartími frístundarinnar sé klukkutíma styttri en opnunartími leikskólanna. Þá gerir hún einnig athugasemdir við það að þau eigi að greiða nánast sama gjald og í leikskólanum. Það sé hvorki matur eða sami stuðningur í frístundinni. „Það er frábært starf unnið á bæði leikskólum og í frístund en það er ekki sama starfið.“ Ung börn í átta klukkutíma í frístund Fríða Björk hefur einnig efasemdir um það að koma svo ungum börnum fyrir í frístund í „frjálsan leik og val“ í átta klukkustundir. Í leikskólanum sé sérkennsla, málörvunarstundir og ýmiss stuðningur sem ekki er í frístund. Hún hafi rætt málið við bæði deildarstjóra á leikskólanum og yfirmann í frístundinni sem hvorugum hafi litist á þessa breytingu. Það sé mikið að taka við svo ungum börnum í „frjálsan leik“ í átta klukkutíma án nokkurrar aðlögunar. „Það er eitt að koma þarna frá 13.30 til 17 eða að koma og eiga að vera í frjálsum leik allan daginn.“ Ekki tekið tillit til umsagna Heiðrún Grétarsdóttir á barn í sama árgangi og situr í foreldraráði Seljaborgar og Seljakots. Hún tekur undir það sem Fríða Björk segir. Að það hefði þurft meiri fyrirvara á þetta verkefni og meira samráð. Foreldraráðið hafi verið beðið um að gera umsögn en svo ekki tekið tillit til ábendinga þeirra. Heiðrún segir foreldra hafa þurft að aðlaga sumarleyfi sínum að nýjum tímasetningum eftir að tilkynnt var um breytinguna. Aðsend „Í fyrra var þetta bara eftir sumarfrí en nú á þetta að byrja fyrir sumarfrí. Leikskólinn tilkynnti um sumarlokun fyrir þremur mánuðum og þá byrjuðu allir foreldra að plana sumarfríið sitt. Auk þess er opnunartíminn skemmri og við þurfum að smyrja nesti.“ Heiðrún er einnig hugsi yfir mönnun en Helgi Grímsson, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í viðtali um helgina að borgin hefði ekki áhyggjur af því. Það væri yfirleitt auðveldara að manna yfir sumartíma auk þess sem starfsfólk leikskóla og grunnskóla á að aðstoða starfsfólk frístundar. „Við erum alveg opin fyrir þessu verkefni en lögðum til í okkar umsögn að þetta myndi hefjast að loknu sumarleyfi. Í framhaldinu yrði þetta svo unnið betur og með meiri fyrirvara. Kannski kynnt í upphafi skólaárs og foreldrum þannig gefin meiri fyrirvari,“ segir Heiðrún. Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Vilja létta á leikskólum með því að bjóða börnum í skóla fimm ára Sjálfstæðisflokkurinn vill að börnum sé boðið að hefja skólagöngu sína fimm ára í Reykjavík í stað sex ára. Flokkurinn leggur fram á næsta borgarstjórnarfundi tillögu um tilraunaverkefni. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, vonast til þess að fimm skólar í það minnsta geti tekið þátt. 5. apríl 2024 09:31 Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Foreldrar fengu bréf á fimmtudag í síðustu viku og var þar tilkynnt að þau fái uppsögn á sínu leikskólaplássi fyrir 30. apríl og að uppsögn taki gildi 10. júní. Börnum þeirra verður í staðinn boðið pláss í frístund í þeim grunnskólum sem þau eiga að hefja grunnskólagöngu sína í næsta haust. Leik- og grunnskólarnir sem erum ræðir eru allir í Norðlingaholti, Grafarvogi og Breiðholti. Gert er ráð fyrir að bjóða upp á sumarfrístund fyrir börnin á tveimur tímabilum, frá 10. júní til 5. júlí og 6. ágúst til 20. ágúst næstkomandi eða í 31 dag. Eftir það er skólasetning og grunnskólaganga barnanna formlega hafin. Reykjavíkurborg er með þessu að útfæra tilraunaverkefni enn frekar sem var fyrst prófað í sex leikskólum síðasta sumar. Þó með þeirri breytingu að nú byrjar verkefnið í júní en ekki í ágúst. Fyrir sumarlokun í stað þess að byrja eftir sumarlokun. Sonur Fríðu Bjarkar Skúladóttur er fæddur er í desember árið 2018 og er því með þeim yngri sem fara í þetta tilraunaverkefni. Hann er í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi sem er nýr í þessu tilraunaverkefni og á, eins og önnur börn fædd 2018, að byrja í skóla í haust. „Það er alveg eðlilegt fyrir svona stórar breytingar að þetta hefði verið kynnt fyrr, til dæmis í haust,“ segir Fríða Björk. Hún telur son sinn ekki tilbúinn til að taka þátt í þessu verkefni. Auk þess að vera fæddur seint í desember er hann með sérþarfir. „Þetta er ábyggilega allt í lagi fyrir einhver börn, en þarna er verið að taka þau börn sem standa fremst og láta alla aðra fylgja með,“ segir Fríða Björk. Sonur hennar er ekki með fullan stuðning og missir því, samkvæmt hennar upplýsingum, þann stuðning sem hann hefur verið með í leikskólanum við þessa breytingu. Fram kom í umfjöllun um verkefnið um helgina að leikskólastarfsfólkið ætti að einhverju leyti að fylgja með fyrir sumarlokun í frístundinni en Fríða Björk segir það ekki raunina á leikskóla sonar hennar. Starfsfólkið kannist ekki við það og séu mörg ekki sátt við það að þurfa að færa sig um starfsstöð með svo stuttum fyrirvara. Sumarleyfi sem ekki fara saman Fríða Björk segir að meðal foreldrahópsins í leikskólanum sé mikil óanægja með þessar breytingar. Það hafi verið gagnrýnt af mörgum að sumarleyfið í frístundinni og í leikskólanum hafi ekki farið saman, enda margir búnir að skipuleggja fríið fyrir löngu. Leikskólinn hafi því ákveðið að breyta tímasetningu sumarleyfa í leikskólanum þannig það sé það sama og er í frístund. „Annars hefði fólk, sem er með börn í bæði frístund og leikskóla, þurft að dekka sex vikna frí.“ Hún gagnrýnir einnig samráðsleysi í þessu verkefni. „Okkar hópur logar bara, á okkar leikskóla. Þar eru allir ósáttir,“ segir Fríða Björk. Hún segir foreldrahópinn opinn fyrir því að taka þátt í þessu verkefni frá því í ágúst og margir hafi jafnvel gert ráðstafanir til að brúa þetta bil, svo barnið þurfi ekki að fara aftur í leikskólann. Það sé þó alls ekki algilt og eigi margir einstæðir foreldrar sem dæmi erfiðara með að gera það. „Það geta ekki allir haft börnin heima. En mesta vandamálið er opnunartíminn því það geta ekki allir allt í einu mætt í vinnuna klukkan 9 í júní,“ segir hún en gert er ráð fyrir því að opnunartími frístundarinnar sé klukkutíma styttri en opnunartími leikskólanna. Þá gerir hún einnig athugasemdir við það að þau eigi að greiða nánast sama gjald og í leikskólanum. Það sé hvorki matur eða sami stuðningur í frístundinni. „Það er frábært starf unnið á bæði leikskólum og í frístund en það er ekki sama starfið.“ Ung börn í átta klukkutíma í frístund Fríða Björk hefur einnig efasemdir um það að koma svo ungum börnum fyrir í frístund í „frjálsan leik og val“ í átta klukkustundir. Í leikskólanum sé sérkennsla, málörvunarstundir og ýmiss stuðningur sem ekki er í frístund. Hún hafi rætt málið við bæði deildarstjóra á leikskólanum og yfirmann í frístundinni sem hvorugum hafi litist á þessa breytingu. Það sé mikið að taka við svo ungum börnum í „frjálsan leik“ í átta klukkutíma án nokkurrar aðlögunar. „Það er eitt að koma þarna frá 13.30 til 17 eða að koma og eiga að vera í frjálsum leik allan daginn.“ Ekki tekið tillit til umsagna Heiðrún Grétarsdóttir á barn í sama árgangi og situr í foreldraráði Seljaborgar og Seljakots. Hún tekur undir það sem Fríða Björk segir. Að það hefði þurft meiri fyrirvara á þetta verkefni og meira samráð. Foreldraráðið hafi verið beðið um að gera umsögn en svo ekki tekið tillit til ábendinga þeirra. Heiðrún segir foreldra hafa þurft að aðlaga sumarleyfi sínum að nýjum tímasetningum eftir að tilkynnt var um breytinguna. Aðsend „Í fyrra var þetta bara eftir sumarfrí en nú á þetta að byrja fyrir sumarfrí. Leikskólinn tilkynnti um sumarlokun fyrir þremur mánuðum og þá byrjuðu allir foreldra að plana sumarfríið sitt. Auk þess er opnunartíminn skemmri og við þurfum að smyrja nesti.“ Heiðrún er einnig hugsi yfir mönnun en Helgi Grímsson, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í viðtali um helgina að borgin hefði ekki áhyggjur af því. Það væri yfirleitt auðveldara að manna yfir sumartíma auk þess sem starfsfólk leikskóla og grunnskóla á að aðstoða starfsfólk frístundar. „Við erum alveg opin fyrir þessu verkefni en lögðum til í okkar umsögn að þetta myndi hefjast að loknu sumarleyfi. Í framhaldinu yrði þetta svo unnið betur og með meiri fyrirvara. Kannski kynnt í upphafi skólaárs og foreldrum þannig gefin meiri fyrirvari,“ segir Heiðrún.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Vilja létta á leikskólum með því að bjóða börnum í skóla fimm ára Sjálfstæðisflokkurinn vill að börnum sé boðið að hefja skólagöngu sína fimm ára í Reykjavík í stað sex ára. Flokkurinn leggur fram á næsta borgarstjórnarfundi tillögu um tilraunaverkefni. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, vonast til þess að fimm skólar í það minnsta geti tekið þátt. 5. apríl 2024 09:31 Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Vilja létta á leikskólum með því að bjóða börnum í skóla fimm ára Sjálfstæðisflokkurinn vill að börnum sé boðið að hefja skólagöngu sína fimm ára í Reykjavík í stað sex ára. Flokkurinn leggur fram á næsta borgarstjórnarfundi tillögu um tilraunaverkefni. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, vonast til þess að fimm skólar í það minnsta geti tekið þátt. 5. apríl 2024 09:31
Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46