Innlent

Tvö vélsleðaslys í Kerlingar­fjöllum á einum sólar­hring

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kerlingafjöll eru vinsæll ferðamannastaður.
Kerlingafjöll eru vinsæll ferðamannastaður. vísir/vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir nú konu sem slasaðist í vélsleðaferð í Kerlingarfjöllum. Sambærilegt slys átti sér stað í Kerlingarfjöllum síðdegis í gær.

Ásgeir Erlendsson staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

Þyrla gæslunnar er nýmætt á staðinn og því ekki ljóst hvort um alvarlegt slys sé að ræða, að svo stöddu. Hún verður flutt á slysadeild Landspítalans.

Ásgeir staðfestir sömuleiðis að álíka vélsleðaslys hafi átt sér stað á sömu slóðum í Kerlingarfjöllum síðdegis í gær. Hann gat ekki sagt til um alvarleika þess slyss. 

Magnús Orri Schram, framkvæmdastjóri Kerlingafjalla, sem reka lúxushótel á svæðinu og bjóða upp á vélsleðaferðir, staðfestir að slysin hafi ekki gerst í ferðum á þeirra vegum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×