Íbúar í Árborg verða orðnir 33 þúsund árið 2050 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2024 12:30 Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Árborgar, sem var frummælandi á opnum fundi á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir ýmis mál í Sveitarfélaginu Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg verða orðnir þrjátíu og þrjú þúsund árið 2050 samkvæmt nýjum íbúaþróunartölum en eru í dag um tólf þúsund. Mesta áskorunin er nægilegt magn af heitu vatni fyrir alla nýju íbúana, en kalda vatnið er ekkert vandamál, það kemur nóg af því frá Ingólfsfjalli. Sveinn Ægir Birgisson var gestur á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Árborg í gær en hann situr í bæjarstjórn fyrir hönd flokksins og er meðal annars formaður Eigna- og veitunefndar. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Sveinn Ægir kom víða í erindi sínum. Hann sagði til dæmis frá því að það ætti að bæta sex deildum við leikskólann Jötunheima á Selfossi, en hann er sex deilda í dag. Þá er verið að byggja og byggja við nýjasta skóla sveitarfélagsins, Stekkjarskóla á Selfossi og þá hefur verið stofnaður starfshópur um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja í Árborg svo eitthvað sé nefnt. Málefni Selfossveitna og heita vatnsins á Selfossi komu líka til umræðu á fundinum en vegna mikillar fólksfjölgunar í bæjarfélaginu þá vantar meira og meira af heitu vatni og er stöðugt verið að bora og leit af nýju heitu vatni. „Það sem í rauninni gefur okkur líka upp er að efnablandan á vatninu er ekkert endilega sú sama í sumum af þessum holum, sem gefur okkur jafnvel vísbendingu um að það séu tvö hitaveitukerfi innanbæjar á Selfossi, þar að segja tveir pottar, sem eru aðskildir. En við vitum líka alveg að við þurfum svo ógeðslega mikið vatn á næstu árum að við verðum að fara að leita lengra og fari í meiri fjárfestingu og dýrar fjárfestingar til að fá vatn,” sagði Sveinn Ægir. Í máli Sveins Ægis kom fram að nýrri spá um íbúaþróun í Árborg er gert ráð fyrir að íbúarnir verði orðnir um 33 þúsund árið 2050 en þeir eru í dag tæplega 12 þúsund. Það er því mikil vinna fram undan við að bora eftir heitu vatni og vonast til þess að finna það. Hann sagði jafnframt að kalda vatnið væri ekki vandamálið, það kæmi nóg af því frá Ingólfsfjalli. „En kannski er tími heitavatns, ódýrs heitavatns að renna undir lok af því að við þurfum að fara að sækja lengra og þá gefur auga leið að það er meiri kostnaður, bæði að dæla vatninu og leggja lagnir. Í kalda vatninu þá eru það 10 sekúndulítrar per þúsund manns, það er þumalputta reglan en við erum að afhenda um 120 sekúndulítra í dag en við getum léttilega bætt við okkur meira af köldu vatni. Maður hefur minni áhyggjur af kalda vatninu, heitavatnið er hitamálið,” sagði Sveinn Ægir. Nú er verið að bora á fullum krafti eftir heitu vatni við Ölfusá rétt við Hótel Selfoss en endanleg niðurstaða vegna borunarinnar liggur ekki fyrir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mannfjöldi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Sveinn Ægir Birgisson var gestur á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Árborg í gær en hann situr í bæjarstjórn fyrir hönd flokksins og er meðal annars formaður Eigna- og veitunefndar. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Sveinn Ægir kom víða í erindi sínum. Hann sagði til dæmis frá því að það ætti að bæta sex deildum við leikskólann Jötunheima á Selfossi, en hann er sex deilda í dag. Þá er verið að byggja og byggja við nýjasta skóla sveitarfélagsins, Stekkjarskóla á Selfossi og þá hefur verið stofnaður starfshópur um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja í Árborg svo eitthvað sé nefnt. Málefni Selfossveitna og heita vatnsins á Selfossi komu líka til umræðu á fundinum en vegna mikillar fólksfjölgunar í bæjarfélaginu þá vantar meira og meira af heitu vatni og er stöðugt verið að bora og leit af nýju heitu vatni. „Það sem í rauninni gefur okkur líka upp er að efnablandan á vatninu er ekkert endilega sú sama í sumum af þessum holum, sem gefur okkur jafnvel vísbendingu um að það séu tvö hitaveitukerfi innanbæjar á Selfossi, þar að segja tveir pottar, sem eru aðskildir. En við vitum líka alveg að við þurfum svo ógeðslega mikið vatn á næstu árum að við verðum að fara að leita lengra og fari í meiri fjárfestingu og dýrar fjárfestingar til að fá vatn,” sagði Sveinn Ægir. Í máli Sveins Ægis kom fram að nýrri spá um íbúaþróun í Árborg er gert ráð fyrir að íbúarnir verði orðnir um 33 þúsund árið 2050 en þeir eru í dag tæplega 12 þúsund. Það er því mikil vinna fram undan við að bora eftir heitu vatni og vonast til þess að finna það. Hann sagði jafnframt að kalda vatnið væri ekki vandamálið, það kæmi nóg af því frá Ingólfsfjalli. „En kannski er tími heitavatns, ódýrs heitavatns að renna undir lok af því að við þurfum að fara að sækja lengra og þá gefur auga leið að það er meiri kostnaður, bæði að dæla vatninu og leggja lagnir. Í kalda vatninu þá eru það 10 sekúndulítrar per þúsund manns, það er þumalputta reglan en við erum að afhenda um 120 sekúndulítra í dag en við getum léttilega bætt við okkur meira af köldu vatni. Maður hefur minni áhyggjur af kalda vatninu, heitavatnið er hitamálið,” sagði Sveinn Ægir. Nú er verið að bora á fullum krafti eftir heitu vatni við Ölfusá rétt við Hótel Selfoss en endanleg niðurstaða vegna borunarinnar liggur ekki fyrir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mannfjöldi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira