Íbúar í Árborg verða orðnir 33 þúsund árið 2050 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2024 12:30 Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Árborgar, sem var frummælandi á opnum fundi á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir ýmis mál í Sveitarfélaginu Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg verða orðnir þrjátíu og þrjú þúsund árið 2050 samkvæmt nýjum íbúaþróunartölum en eru í dag um tólf þúsund. Mesta áskorunin er nægilegt magn af heitu vatni fyrir alla nýju íbúana, en kalda vatnið er ekkert vandamál, það kemur nóg af því frá Ingólfsfjalli. Sveinn Ægir Birgisson var gestur á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Árborg í gær en hann situr í bæjarstjórn fyrir hönd flokksins og er meðal annars formaður Eigna- og veitunefndar. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Sveinn Ægir kom víða í erindi sínum. Hann sagði til dæmis frá því að það ætti að bæta sex deildum við leikskólann Jötunheima á Selfossi, en hann er sex deilda í dag. Þá er verið að byggja og byggja við nýjasta skóla sveitarfélagsins, Stekkjarskóla á Selfossi og þá hefur verið stofnaður starfshópur um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja í Árborg svo eitthvað sé nefnt. Málefni Selfossveitna og heita vatnsins á Selfossi komu líka til umræðu á fundinum en vegna mikillar fólksfjölgunar í bæjarfélaginu þá vantar meira og meira af heitu vatni og er stöðugt verið að bora og leit af nýju heitu vatni. „Það sem í rauninni gefur okkur líka upp er að efnablandan á vatninu er ekkert endilega sú sama í sumum af þessum holum, sem gefur okkur jafnvel vísbendingu um að það séu tvö hitaveitukerfi innanbæjar á Selfossi, þar að segja tveir pottar, sem eru aðskildir. En við vitum líka alveg að við þurfum svo ógeðslega mikið vatn á næstu árum að við verðum að fara að leita lengra og fari í meiri fjárfestingu og dýrar fjárfestingar til að fá vatn,” sagði Sveinn Ægir. Í máli Sveins Ægis kom fram að nýrri spá um íbúaþróun í Árborg er gert ráð fyrir að íbúarnir verði orðnir um 33 þúsund árið 2050 en þeir eru í dag tæplega 12 þúsund. Það er því mikil vinna fram undan við að bora eftir heitu vatni og vonast til þess að finna það. Hann sagði jafnframt að kalda vatnið væri ekki vandamálið, það kæmi nóg af því frá Ingólfsfjalli. „En kannski er tími heitavatns, ódýrs heitavatns að renna undir lok af því að við þurfum að fara að sækja lengra og þá gefur auga leið að það er meiri kostnaður, bæði að dæla vatninu og leggja lagnir. Í kalda vatninu þá eru það 10 sekúndulítrar per þúsund manns, það er þumalputta reglan en við erum að afhenda um 120 sekúndulítra í dag en við getum léttilega bætt við okkur meira af köldu vatni. Maður hefur minni áhyggjur af kalda vatninu, heitavatnið er hitamálið,” sagði Sveinn Ægir. Nú er verið að bora á fullum krafti eftir heitu vatni við Ölfusá rétt við Hótel Selfoss en endanleg niðurstaða vegna borunarinnar liggur ekki fyrir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mannfjöldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Sveinn Ægir Birgisson var gestur á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Árborg í gær en hann situr í bæjarstjórn fyrir hönd flokksins og er meðal annars formaður Eigna- og veitunefndar. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Sveinn Ægir kom víða í erindi sínum. Hann sagði til dæmis frá því að það ætti að bæta sex deildum við leikskólann Jötunheima á Selfossi, en hann er sex deilda í dag. Þá er verið að byggja og byggja við nýjasta skóla sveitarfélagsins, Stekkjarskóla á Selfossi og þá hefur verið stofnaður starfshópur um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja í Árborg svo eitthvað sé nefnt. Málefni Selfossveitna og heita vatnsins á Selfossi komu líka til umræðu á fundinum en vegna mikillar fólksfjölgunar í bæjarfélaginu þá vantar meira og meira af heitu vatni og er stöðugt verið að bora og leit af nýju heitu vatni. „Það sem í rauninni gefur okkur líka upp er að efnablandan á vatninu er ekkert endilega sú sama í sumum af þessum holum, sem gefur okkur jafnvel vísbendingu um að það séu tvö hitaveitukerfi innanbæjar á Selfossi, þar að segja tveir pottar, sem eru aðskildir. En við vitum líka alveg að við þurfum svo ógeðslega mikið vatn á næstu árum að við verðum að fara að leita lengra og fari í meiri fjárfestingu og dýrar fjárfestingar til að fá vatn,” sagði Sveinn Ægir. Í máli Sveins Ægis kom fram að nýrri spá um íbúaþróun í Árborg er gert ráð fyrir að íbúarnir verði orðnir um 33 þúsund árið 2050 en þeir eru í dag tæplega 12 þúsund. Það er því mikil vinna fram undan við að bora eftir heitu vatni og vonast til þess að finna það. Hann sagði jafnframt að kalda vatnið væri ekki vandamálið, það kæmi nóg af því frá Ingólfsfjalli. „En kannski er tími heitavatns, ódýrs heitavatns að renna undir lok af því að við þurfum að fara að sækja lengra og þá gefur auga leið að það er meiri kostnaður, bæði að dæla vatninu og leggja lagnir. Í kalda vatninu þá eru það 10 sekúndulítrar per þúsund manns, það er þumalputta reglan en við erum að afhenda um 120 sekúndulítra í dag en við getum léttilega bætt við okkur meira af köldu vatni. Maður hefur minni áhyggjur af kalda vatninu, heitavatnið er hitamálið,” sagði Sveinn Ægir. Nú er verið að bora á fullum krafti eftir heitu vatni við Ölfusá rétt við Hótel Selfoss en endanleg niðurstaða vegna borunarinnar liggur ekki fyrir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mannfjöldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira