Innlent

Fór út með hundinn og var rændur

Árni Sæberg skrifar
Lögregla hefur ránið til rannsóknar.
Lögregla hefur ránið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eftir að tveir menn réðust á mann sem var út að ganga með hundinn sinn og rændu hann verðmætum.

Þetta segir í dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir ekki hvar ránið var framið, aðeins að það hafi verið í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið, sem þjónustar Árbæ, Grafarholt, Grafarvog, Norðlingaholt, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp og Kjalarnes. Þá segir að málið sé í rannsókn.

Ungmenni slógust á Hlemmi

Í dagbókinni segir frá því að tilkynnt hafi verið um yfirstandandi slagsmál á mathöll í miðborginni. Leiða má líkur að því að um mathöllina á Hlemmi sé að ræða en Mbl greindi frá lögregluaðgerð í mathöllinni á níunda tímanum í gær.

Í dagbókinni segir að nokkrir sem að slagsmálunum komu séu undir lögaldri og málið því unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×