Gylfi að nálgast sitt besta form: „Ég treysti mér alltaf í 90“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2024 07:01 Gylfi Þór Sigurðsson er klár í slaginn. Vísir/Ívar Gylfi Þór Sigurðsson er klár í slaginn með Valsmönnum í Bestu-deild karla sem hófst með leik Víkings og Stjörnunnar í gær. Valur tekur á móti ÍA í fyrstu umferð í dag. „Ég er mjög spenntur fyrir bæði leiknum og sumrinu. Það er frábært að tímabilið sé loksins að hefjast. Ég bara hlakka mikið til og er mjög spenntur eins og örugglega flestir sem eru að fylgjast með deildinni,“ sagði Gylfi Þór eftir blaðamannafund Vals sem haldinn var á föstudaginn. Valsliðið mætir ÍA í fyrsta leik og fær þar tækifæri til að hefna fyrir tapið gegn Skagamönnum í Lengjubikarnum á dögunum. Þar hafði ÍA betur í vítaspyrnukeppni. „Það var reyndar jafntefli og síðan fór það í vító,“ sagði Gylfi léttur. „En oft þegar lið eru að koma upp um deild þá hafa þau engu að tapa og þetta verður bara hörkuleikur. Við vitum hvernig þeir spila og hverjir þeirra styrkleikar eru. Þeir eru með mjög góða liðsheild og verjast mjög vel þannig ég býst við mjög erfiðum leik.“ „Það er bara undir okkur komið núna að sýna hversu góðir við erum og hversu góða leikmenn við erum með. Það þarf bara að byrja núna á sunnudaginn.“ „Komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við“ Gylfi var í byrjunarliði Vals þegar liðið mætti Víkingum í Meistarakeppni KSÍ, en var tekinn af veli í hálfleik. Hann segir skrokkinn í nokkuð góðu standi, en að hann hafi fundið fyrir smá eymslum. „Ég fann smá fyrir þessu daginn eftir. Planið var alltaf að spila 45 mínútur og það kannski hjálpaði ekki til að það var svolítið kalt. En ég er bara í fínum málum núna og það hefur eiginlega bara komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við gervigrasinu og kuldanum. Það er búið að vera frekar kalt síðustu vikur síðan ég kom heim.“ „En mér líður bara mjög vel og næstu vikur fara bara í það að bæta við mínútum og reyna að spila lengur og lengur fyrstu 2-3 leikina. Það styttist í að ég komist í toppform.“ Klippa: Gylfi að nálgast sitt besta form: Ég treysti mér alltaf í 90 Sjálfur segist Gylfi treysta sér í að spila allan leikinn í dag, en það sé kannski ekki undir honum einum komið. „Ég treysti mér alltaf í 90, en ég veit ekki hvort það væri skynsamlegt. Við erum auðvitað búnir að hugsa mjög vel um þetta síðustu vikur, bæði álag á æfingum og svo að spila 20 og svo 30 að mig minnir og svo 45 á móti Víking í síðasta leik. Þannig við vonandi náum að bæta aðeins við það og svo bara sjáum við hvernig líkaminn bregst við og ef allt er gott þá vonandi bætum við enn meira við fyrir næsta leik.“ Finnur ekki fyrir pressu Mikið hefur verið rætt og ritað um komu Gylfa til Vals, enda er líklega um að ræða ein stærstu tíðindi í sögu efstu deildar á Íslandi. Hann segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu. „Nei, ekki þannig séð. Ég held að pressan hjá mér og öllum í hópnum og í kringum klúbbinn snúist um að vinna deildina. Það er ekkert auðvelt og það er margt sem þarf að ganga upp. Þetta er langt tímabil og ætli það verði ekki litlu hlutirnir og litlu smáatriðin sem skilja að þegar verður flautað til loka tímabilsins,“ sagði Gylfi. „Þetta verður örugglega mjög jafnt og það eru mörg lið sem eru mjög góð og eru búin að styrkja sig mjög mikið, en persónulega held ég að ég finni ekki fyrir neinni pressu. Ég held að það sé bara jákvætt að hafa smá pressu á okkur. Það bara keyrir mann áfram,“ sagði Gylfi að lokum. Það var létt yfir mönnum á blaðamannafundi Vals.Vísir/Ívar Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir bæði leiknum og sumrinu. Það er frábært að tímabilið sé loksins að hefjast. Ég bara hlakka mikið til og er mjög spenntur eins og örugglega flestir sem eru að fylgjast með deildinni,“ sagði Gylfi Þór eftir blaðamannafund Vals sem haldinn var á föstudaginn. Valsliðið mætir ÍA í fyrsta leik og fær þar tækifæri til að hefna fyrir tapið gegn Skagamönnum í Lengjubikarnum á dögunum. Þar hafði ÍA betur í vítaspyrnukeppni. „Það var reyndar jafntefli og síðan fór það í vító,“ sagði Gylfi léttur. „En oft þegar lið eru að koma upp um deild þá hafa þau engu að tapa og þetta verður bara hörkuleikur. Við vitum hvernig þeir spila og hverjir þeirra styrkleikar eru. Þeir eru með mjög góða liðsheild og verjast mjög vel þannig ég býst við mjög erfiðum leik.“ „Það er bara undir okkur komið núna að sýna hversu góðir við erum og hversu góða leikmenn við erum með. Það þarf bara að byrja núna á sunnudaginn.“ „Komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við“ Gylfi var í byrjunarliði Vals þegar liðið mætti Víkingum í Meistarakeppni KSÍ, en var tekinn af veli í hálfleik. Hann segir skrokkinn í nokkuð góðu standi, en að hann hafi fundið fyrir smá eymslum. „Ég fann smá fyrir þessu daginn eftir. Planið var alltaf að spila 45 mínútur og það kannski hjálpaði ekki til að það var svolítið kalt. En ég er bara í fínum málum núna og það hefur eiginlega bara komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við gervigrasinu og kuldanum. Það er búið að vera frekar kalt síðustu vikur síðan ég kom heim.“ „En mér líður bara mjög vel og næstu vikur fara bara í það að bæta við mínútum og reyna að spila lengur og lengur fyrstu 2-3 leikina. Það styttist í að ég komist í toppform.“ Klippa: Gylfi að nálgast sitt besta form: Ég treysti mér alltaf í 90 Sjálfur segist Gylfi treysta sér í að spila allan leikinn í dag, en það sé kannski ekki undir honum einum komið. „Ég treysti mér alltaf í 90, en ég veit ekki hvort það væri skynsamlegt. Við erum auðvitað búnir að hugsa mjög vel um þetta síðustu vikur, bæði álag á æfingum og svo að spila 20 og svo 30 að mig minnir og svo 45 á móti Víking í síðasta leik. Þannig við vonandi náum að bæta aðeins við það og svo bara sjáum við hvernig líkaminn bregst við og ef allt er gott þá vonandi bætum við enn meira við fyrir næsta leik.“ Finnur ekki fyrir pressu Mikið hefur verið rætt og ritað um komu Gylfa til Vals, enda er líklega um að ræða ein stærstu tíðindi í sögu efstu deildar á Íslandi. Hann segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu. „Nei, ekki þannig séð. Ég held að pressan hjá mér og öllum í hópnum og í kringum klúbbinn snúist um að vinna deildina. Það er ekkert auðvelt og það er margt sem þarf að ganga upp. Þetta er langt tímabil og ætli það verði ekki litlu hlutirnir og litlu smáatriðin sem skilja að þegar verður flautað til loka tímabilsins,“ sagði Gylfi. „Þetta verður örugglega mjög jafnt og það eru mörg lið sem eru mjög góð og eru búin að styrkja sig mjög mikið, en persónulega held ég að ég finni ekki fyrir neinni pressu. Ég held að það sé bara jákvætt að hafa smá pressu á okkur. Það bara keyrir mann áfram,“ sagði Gylfi að lokum. Það var létt yfir mönnum á blaðamannafundi Vals.Vísir/Ívar
Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti