Innlent

Halla Hrund boðar til fundar á Kirkju­bæjar­klaustri

Árni Sæberg skrifar
Halla Hrund Logadóttir er orkumálastjóri og frá og með morgundeginum gæti hún verið forsetaframbjóðandi.
Halla Hrund Logadóttir er orkumálastjóri og frá og með morgundeginum gæti hún verið forsetaframbjóðandi. Vísir/Vilhelm

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mun tilkynna ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð á fundi á Kirkjubæjarklaustri klukkan 14 á morgun.

Það verður að teljast ansi viðeigandi að Halla Hrund tilkynni ákvörðun sína á Kirkjubæjarklaustri enda voru það gangnamenn á Austur-Síðuafrétti sem skoruðu opinberlega á Höllu að bjóða sig fram til forseta, í auglýsingu í Ríkisútvarpinu.

Halla Hrund staðfestir í samtali við Vísi að hún hafi tekið ákvörðun yfir páskana. Hún hafði áður tilkynnt að hún ætlaði austur á Síðu til þess að íhuga mögulegt forsetaframboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×