„Auðvitað vonum við að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. apríl 2024 14:31 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir það hafa lítið upp á sig að spá í aðra leiki en þann milli Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld. Stjarnan þarf að treysta á önnur úrslit en sín eigin til að komast í úrslitakeppnina. Stjarnan þarf fyrst og fremst að vinna leik sinn við Breiðablik til að eiga möguleika. Fastlega er búist við Stjörnusigri þar enda Blikar fallnir og aðeins unnið tvo leiki í allan vetur. Sömuleiðis er búist við sigri Tindastóls á botnliði Hamars, en þessi tvö lið keppast um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Álftanes og Höttur hafa bæði tryggt sinn farseðil en þau mætast innbyrðis í kvöld. Gerandi ráð fyrir sigri hjá bæði Tindastóli og Stjörnunni mun sá leikur ráða úrslitum. Vinni Höttur mun Stjarnan fara í úrslitakeppnina en vinni Álftanes fer Tindastóll. Arnar var spurður hvort hann þyrfti ekki að vonast eftir því að Stjörnuhjarta Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftaness, sem lék með Stjörnunni um árabil, þurfi ekki að slá í kvöld. „Maður hefur nú lent í þessu sjálfur og þegar komið er í leikinn eru menn bara að hugsa hvað er best fyrir sitt félag hverju sinni. Menn eru ekki að pæla í vinatengslum eða félagstengslum. Sum lið telja best fyrir sig að komast á ákveðnu skriði inn í úrslitakeppnina og ná góðum leik, önnur vilja hvíla leikmenn,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Menn taka bara ákvörðun sem er best fyrir sitt lið. Auðvitað vonum við innilega að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt og Hattarmenn mæti ákveðnir í að vinna leikinn en einhverjar vangaveltur fyrir okkur um það skipta engu máli,“ „Við þurfum að vinna Breiðablik og svo gera Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] og Kjartan [Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness] það sem er best fyrir sitt félag,“ segir Arnar. Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í heild sinni klukkan 19:15 í kvöld og verður fylgt eftir á rásum Stöðvar 2 Sport. Skiptiborðið fylgist með öllum leikjunum samtímis frá klukkan 19:10 á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Stjarnan UMF Álftanes Tindastóll Höttur Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Stjarnan þarf fyrst og fremst að vinna leik sinn við Breiðablik til að eiga möguleika. Fastlega er búist við Stjörnusigri þar enda Blikar fallnir og aðeins unnið tvo leiki í allan vetur. Sömuleiðis er búist við sigri Tindastóls á botnliði Hamars, en þessi tvö lið keppast um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Álftanes og Höttur hafa bæði tryggt sinn farseðil en þau mætast innbyrðis í kvöld. Gerandi ráð fyrir sigri hjá bæði Tindastóli og Stjörnunni mun sá leikur ráða úrslitum. Vinni Höttur mun Stjarnan fara í úrslitakeppnina en vinni Álftanes fer Tindastóll. Arnar var spurður hvort hann þyrfti ekki að vonast eftir því að Stjörnuhjarta Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftaness, sem lék með Stjörnunni um árabil, þurfi ekki að slá í kvöld. „Maður hefur nú lent í þessu sjálfur og þegar komið er í leikinn eru menn bara að hugsa hvað er best fyrir sitt félag hverju sinni. Menn eru ekki að pæla í vinatengslum eða félagstengslum. Sum lið telja best fyrir sig að komast á ákveðnu skriði inn í úrslitakeppnina og ná góðum leik, önnur vilja hvíla leikmenn,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Menn taka bara ákvörðun sem er best fyrir sitt lið. Auðvitað vonum við innilega að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt og Hattarmenn mæti ákveðnir í að vinna leikinn en einhverjar vangaveltur fyrir okkur um það skipta engu máli,“ „Við þurfum að vinna Breiðablik og svo gera Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] og Kjartan [Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness] það sem er best fyrir sitt félag,“ segir Arnar. Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í heild sinni klukkan 19:15 í kvöld og verður fylgt eftir á rásum Stöðvar 2 Sport. Skiptiborðið fylgist með öllum leikjunum samtímis frá klukkan 19:10 á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Stjarnan UMF Álftanes Tindastóll Höttur Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum