Fagnað í Síkinu: Íslandsmeistararnir fara í úrslitakeppnina Arnar Skúli Atlason skrifar 4. apríl 2024 18:30 Sigtryggur Arnar lenti í villuvandræðum og var hér að fá eina villu sem hann skildi lítið í. Vísir/Hulda Margrét Það voru Hamars menn úr Hveragerði sem komu á Sauðárkrók í kvöld til að etja kappi við strákana í Tindastól í seinasta leik Subway deildarinnar í körfubolta. Tindastóll fyrir leik fyrir utan úrslitakeppni og þurfti að treysta á að Álftanes myndi leggja Hött að velli á Álftanesi en Hamar fallnir í 1 deild fyrir nokkrum umferðum og höfðu að engu að keppa. Hamarsmenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu 5 stig leiksins og virkuðu í fínum gír eftir ferðalagið norður en þá vöknuðu heimastrákarnir og breyttu þessu sér í vel og skutu Hamarsmenn í kaf. Tindastóll raðaði þristunum niður og voru að fá framlag frá öllum sínum mönnum. Tindastóll leiddi eftir fyrsta leikhlutann 27-13. Tindastóll héldu áfram að auka muninn í öðrum leikhluta, það skipti ekki máli hver kom inná hann setti boltann ofaní körfuna. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður þá leiddu þeir 42-17. Franck Kamgain og Dragos Diculescu reyndu sem var að minnka muninn og halda í Stólana, en Tindastóll voru yfir í hálfleik 57-36. Seinni hálfleikurinn var eins óspennandi og hann gat orðið, bæði lið skiptust á að skora og ef Hamar minnkaði muninn þá bættu bara Tindastóll í og þessi munur sem var á liðunum helst út leikinn, Tindastóll vann 115-93 og var sigur þeirra aldrei í hættu í kvöld. Þessi sigur var heldur betur kærkominn fyrir Tindastól því Álftanes vann Hött og sendi Tindastól í úrslitakeppnina og því mikil gleði á Sauðárkróki eftir kvöld. Af hverju vann Tindastóll? Miklu sterkara lið en Hamar, hittu á góðan skotleik og skutu Hamar í kaf í fyrri hálfleik. Þeir sigldu þessu svo heim í lokinn Hverjir stóðu upp úr? Það lögðu allir í púkk hjá Tindastól í dag, en Davis Geks var með flottan leik sóknarlega fyrir Tindastól og Drungilas batt vörnina saman og Þórir Þorbjarnarson skilaði góðu framlagi í dag. Hamars liðið fær hrós fyrir að leggja ekki árar í bát og héldu alltaf áfram. Hvað gekk illa? Hamar gátu ekki stoppað Tindastól í fyrri hálfleik og skoruðu ekki á löngum köflum í fyrri hálfleiknum. Tindastóll skaut þá í kaf og var ekki aftur snúið. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í Kópavoginn og mæta Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Hamar fara í sumarfrí. Svavar Atli Birgisson, þjálfari Tindastóls: Svöruðu kallinu vel Svavar Atli Birgisson á hliðarlínunni hjá TindastólVísir/Hulda Margrét Sigur í kvöld og hversu erfitt er að gíra liðið þegar þetta er ekki í ykkar höndum? „Mjög sáttur, strákarnir svöruðu kallinu vel, hitt liðið búið að henda inn handklæðinu fyrir lögnu síðan en þeir mæta bara til að klára verkefni, við nálguðust þetta á góðan hátt og heppnir með það að Álftanes vann Hött. Það var ekkert auðvelt að gíra liðið þegar þú ert ekki við stýrið, mér fannst strákarnir svara kallinu vel“ Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamar: Okkar lélegasti varnarleikur Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var afar ósáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var okkar lélegasti varnarleikur allt seasonið, menn vildu frekar spila sóknarleik, þetta er bara svona lokaleikur, við fallnir fyrir löngu, gaman að menn komu inn og skoruðu“ Við fórum ekkert djúpt í það hvað við ætluðum að gera, við vildum halda mönnum ferskum og hafa gaman og spila 5 á móti 5, ótrúlegt en satt þá gátum við það, ætluðum bara að gera okkar allra besta og vona að hitta á góðan skotleik og þeir fara að titra aðeins en þeir röðuð á okkur í fyrsta leikhluta og skutu 67% þar og enda í 53% í leiknum, lítið hægt að gera í því“ Subway-deild karla Tindastóll Hamar
Það voru Hamars menn úr Hveragerði sem komu á Sauðárkrók í kvöld til að etja kappi við strákana í Tindastól í seinasta leik Subway deildarinnar í körfubolta. Tindastóll fyrir leik fyrir utan úrslitakeppni og þurfti að treysta á að Álftanes myndi leggja Hött að velli á Álftanesi en Hamar fallnir í 1 deild fyrir nokkrum umferðum og höfðu að engu að keppa. Hamarsmenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu 5 stig leiksins og virkuðu í fínum gír eftir ferðalagið norður en þá vöknuðu heimastrákarnir og breyttu þessu sér í vel og skutu Hamarsmenn í kaf. Tindastóll raðaði þristunum niður og voru að fá framlag frá öllum sínum mönnum. Tindastóll leiddi eftir fyrsta leikhlutann 27-13. Tindastóll héldu áfram að auka muninn í öðrum leikhluta, það skipti ekki máli hver kom inná hann setti boltann ofaní körfuna. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður þá leiddu þeir 42-17. Franck Kamgain og Dragos Diculescu reyndu sem var að minnka muninn og halda í Stólana, en Tindastóll voru yfir í hálfleik 57-36. Seinni hálfleikurinn var eins óspennandi og hann gat orðið, bæði lið skiptust á að skora og ef Hamar minnkaði muninn þá bættu bara Tindastóll í og þessi munur sem var á liðunum helst út leikinn, Tindastóll vann 115-93 og var sigur þeirra aldrei í hættu í kvöld. Þessi sigur var heldur betur kærkominn fyrir Tindastól því Álftanes vann Hött og sendi Tindastól í úrslitakeppnina og því mikil gleði á Sauðárkróki eftir kvöld. Af hverju vann Tindastóll? Miklu sterkara lið en Hamar, hittu á góðan skotleik og skutu Hamar í kaf í fyrri hálfleik. Þeir sigldu þessu svo heim í lokinn Hverjir stóðu upp úr? Það lögðu allir í púkk hjá Tindastól í dag, en Davis Geks var með flottan leik sóknarlega fyrir Tindastól og Drungilas batt vörnina saman og Þórir Þorbjarnarson skilaði góðu framlagi í dag. Hamars liðið fær hrós fyrir að leggja ekki árar í bát og héldu alltaf áfram. Hvað gekk illa? Hamar gátu ekki stoppað Tindastól í fyrri hálfleik og skoruðu ekki á löngum köflum í fyrri hálfleiknum. Tindastóll skaut þá í kaf og var ekki aftur snúið. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í Kópavoginn og mæta Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Hamar fara í sumarfrí. Svavar Atli Birgisson, þjálfari Tindastóls: Svöruðu kallinu vel Svavar Atli Birgisson á hliðarlínunni hjá TindastólVísir/Hulda Margrét Sigur í kvöld og hversu erfitt er að gíra liðið þegar þetta er ekki í ykkar höndum? „Mjög sáttur, strákarnir svöruðu kallinu vel, hitt liðið búið að henda inn handklæðinu fyrir lögnu síðan en þeir mæta bara til að klára verkefni, við nálguðust þetta á góðan hátt og heppnir með það að Álftanes vann Hött. Það var ekkert auðvelt að gíra liðið þegar þú ert ekki við stýrið, mér fannst strákarnir svara kallinu vel“ Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamar: Okkar lélegasti varnarleikur Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var afar ósáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var okkar lélegasti varnarleikur allt seasonið, menn vildu frekar spila sóknarleik, þetta er bara svona lokaleikur, við fallnir fyrir löngu, gaman að menn komu inn og skoruðu“ Við fórum ekkert djúpt í það hvað við ætluðum að gera, við vildum halda mönnum ferskum og hafa gaman og spila 5 á móti 5, ótrúlegt en satt þá gátum við það, ætluðum bara að gera okkar allra besta og vona að hitta á góðan skotleik og þeir fara að titra aðeins en þeir röðuð á okkur í fyrsta leikhluta og skutu 67% þar og enda í 53% í leiknum, lítið hægt að gera í því“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti