Öxnadalsheiðin áfram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. apríl 2024 22:18 G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni sagði stöðuna ágæta þó ekki hefði tekist að opna Öxnadalsheiðina. Hún opni í fyrramálið og svo tókst að opna Fjarðarheiðina í kvöld. Vísir/Steingrímur Dúi Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun. Ófærð og slæmt veður hefur haft veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna þessa páskahelgina. Vésteinn Örn Pétursson, ræddi við G. Pétur Matthíasson, formann samskiptadeildar Vegagerðarinnar, um stöðuna. „Staðan er þannig séð ágæt. Það er búið að vera slæmt veður og slæm færð. Því miður náðum við ekki að opna Öxnadalsheiðina þó við hefðum reynt það. Staðan á morgun lítur miklu betur út, veður verður þá miklu skaplegra og við reiknum með að opna fljótlega í fyrramálið,“ sagði G. Pétur. Það hefur verið hægt að halda flestum vegum á svæðinu opnum nema heiðinni. Hefur verið svona rosalegt veður þar? „Mikill snjór og lélegt skyggni þannig menn sáu fram á að það þýddi ekkert að reyna að opna hana. Svo hefur ekki heldur bætt úr skák að þarna á Tröllaskaganum er þæfingsfærð og kannski alveg fært öllum bílum,“ sagði hann. Fólk þurfi að passa sig þegar líður á kvöldið „Svo eigum við von á smá hvelli í kvöld, aukinni úrkomu og éljagangi. Það má reikna með því að fólk þurfi að passa sig á því að þegar líður á kvöldið og þjónustu er hætt að þá verði allt ófært aftur,“ sagði G. Pétur. Þegar ég ræddi við þig áðan mæltirðu með því að fólk sem væri á verr búnum bílum færi ekki fyrir skagann og myndi frekar bíða átekta. Þú gerir ráð fyrir að það fólk geti komist heim á morgun? „Já, ég reikna með að það verði miklu betra fyrir þau að komast yfir Öxnadalsheiðina á morgun og veðrið verði betra og þá verður allt miklu auðveldara,“ sagði hann. Seyðfirðingar eru búnir að vera lokaðir inni í fjóra daga vegna þess að Fjarðarheiðin hefur verið lokuð. Í kvöldfréttum sagðist G. Pétur vonast til að það næðist að opna hana í kvöld og hún opnaði síðan rétt fyrir 22 samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Veður Samgöngur Skagafjörður Múlaþing Færð á vegum Hörgársveit Umferð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Ófærð og slæmt veður hefur haft veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna þessa páskahelgina. Vésteinn Örn Pétursson, ræddi við G. Pétur Matthíasson, formann samskiptadeildar Vegagerðarinnar, um stöðuna. „Staðan er þannig séð ágæt. Það er búið að vera slæmt veður og slæm færð. Því miður náðum við ekki að opna Öxnadalsheiðina þó við hefðum reynt það. Staðan á morgun lítur miklu betur út, veður verður þá miklu skaplegra og við reiknum með að opna fljótlega í fyrramálið,“ sagði G. Pétur. Það hefur verið hægt að halda flestum vegum á svæðinu opnum nema heiðinni. Hefur verið svona rosalegt veður þar? „Mikill snjór og lélegt skyggni þannig menn sáu fram á að það þýddi ekkert að reyna að opna hana. Svo hefur ekki heldur bætt úr skák að þarna á Tröllaskaganum er þæfingsfærð og kannski alveg fært öllum bílum,“ sagði hann. Fólk þurfi að passa sig þegar líður á kvöldið „Svo eigum við von á smá hvelli í kvöld, aukinni úrkomu og éljagangi. Það má reikna með því að fólk þurfi að passa sig á því að þegar líður á kvöldið og þjónustu er hætt að þá verði allt ófært aftur,“ sagði G. Pétur. Þegar ég ræddi við þig áðan mæltirðu með því að fólk sem væri á verr búnum bílum færi ekki fyrir skagann og myndi frekar bíða átekta. Þú gerir ráð fyrir að það fólk geti komist heim á morgun? „Já, ég reikna með að það verði miklu betra fyrir þau að komast yfir Öxnadalsheiðina á morgun og veðrið verði betra og þá verður allt miklu auðveldara,“ sagði hann. Seyðfirðingar eru búnir að vera lokaðir inni í fjóra daga vegna þess að Fjarðarheiðin hefur verið lokuð. Í kvöldfréttum sagðist G. Pétur vonast til að það næðist að opna hana í kvöld og hún opnaði síðan rétt fyrir 22 samkvæmt vef Vegagerðarinnar.
Veður Samgöngur Skagafjörður Múlaþing Færð á vegum Hörgársveit Umferð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira