Sást til ungmenna eftir háværan hvell í Kópavogi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 16:56 Lögregla telur að ungmenni standi að baki sprengingum sem heyrst hafa víða um höfuðborgarsvæðið, þar sem til slíkra sást eftir háværan hvell í Kópavogi. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að háværir hvellir sem heyrst hafa í íbuðahverfum að undanförnu skýrist af flugeldanotkun ungmenna. Slík mál geti verið erfitt að komast fyrir, en fólk er þó hvatt til að tilkynna hvellina. Fjallað var um háværan hvell sem heyrðist í Hlíðahverfinu í gær, líkt og margir íbúar greindu frá á sameiginlegum umræðuvettvangi sínum á Facebook. Þóra Jónasdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir talið líklegast að ungmenni með flugelda eða heimatilbúnar sprengjur séu að verki. „Í einu málinu sáust ungmenni hlaupa í burtu eftir sprengingu. Það var í Kópavogi og fyrir nokkru síðan,“ segir Þóra. Sprengingar hafa heyrst í Hlíðunum, Kópavogi, Garðabæ, Breiðholti og víðar. Lögreglan hafi lítið til að vinna út frá, annað en þá staðreynd að sést hafi til ungmenna í þessu eina máli. Erfitt sé að rannsaka málin. „Það er ekkert fyrir okkur til að fara eftir. Ekki nema einhver myndi láta okkur vita hvaða aðilar eru að verki,“ segir Þóra. Oftast hafi lögreglan lítið í höndunum þegar komið er á staðinn, þar sem tilkynningar berist, eðli málsins samkvæmt, eftir að sprengingarnar eru yfir staðnar. Gríðarleg slysahætta Þóra segir að athæfi sem þetta geti verið stórhættulegt. „Sérstaklega ef þetta eru ungmenni sem eru að sprengja þetta. Það getur haft skelfilegar afleiðingar eins og þekkt er. Það hafa orðið slys út frá svona, bæði þegar verið er að búa þetta til, eða handleika flugelda eða heimagerð víti. Ef þetta er svoleiðis, ég hef ekkert fyrir mér í því, en það er líklegt.“ Þeir sem tekið hafa eftir hvellunum hafa haft orð á því að þeir séu einkar háværir, og háværari en fólk á að venjast þegar kemur að flugeldum. Líklega skýringu á því telur Þóra vera að sprengjurnar séu sprengdar í undirgöngum, til að hámarka hávaðann. Fólk sleppi því að tilkynna sjálft Lögreglu berist mismargar tilkynningar í hvert skipti, en Þóra hvetur fólk til að tilkynna frekar en ekki. „Stundum heldur fólk að einhver annar hafi tilkynnt og sleppir því að tilkynna sjálft.“ Fólk sé heldur duglegra að greina frá þessu á samfélagsmiðlum. „Maður sér þetta oft á þessum hverfasíðum, en svo er ekkert til um þetta hjá okkur. Til þess að komast fyrir þetta þá eðlilega viljum við fá að vita þetta, og helst vita hverjir eru að þessu, ef fólk hefur upplýsingar um það. Svo við getum kannski leiðrétt þessa hegðun,“ segir Þóra. „Ef þetta eru ungmenni þá er gott að foreldrar séu meðvitaðir um þetta.“ Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fjallað var um háværan hvell sem heyrðist í Hlíðahverfinu í gær, líkt og margir íbúar greindu frá á sameiginlegum umræðuvettvangi sínum á Facebook. Þóra Jónasdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir talið líklegast að ungmenni með flugelda eða heimatilbúnar sprengjur séu að verki. „Í einu málinu sáust ungmenni hlaupa í burtu eftir sprengingu. Það var í Kópavogi og fyrir nokkru síðan,“ segir Þóra. Sprengingar hafa heyrst í Hlíðunum, Kópavogi, Garðabæ, Breiðholti og víðar. Lögreglan hafi lítið til að vinna út frá, annað en þá staðreynd að sést hafi til ungmenna í þessu eina máli. Erfitt sé að rannsaka málin. „Það er ekkert fyrir okkur til að fara eftir. Ekki nema einhver myndi láta okkur vita hvaða aðilar eru að verki,“ segir Þóra. Oftast hafi lögreglan lítið í höndunum þegar komið er á staðinn, þar sem tilkynningar berist, eðli málsins samkvæmt, eftir að sprengingarnar eru yfir staðnar. Gríðarleg slysahætta Þóra segir að athæfi sem þetta geti verið stórhættulegt. „Sérstaklega ef þetta eru ungmenni sem eru að sprengja þetta. Það getur haft skelfilegar afleiðingar eins og þekkt er. Það hafa orðið slys út frá svona, bæði þegar verið er að búa þetta til, eða handleika flugelda eða heimagerð víti. Ef þetta er svoleiðis, ég hef ekkert fyrir mér í því, en það er líklegt.“ Þeir sem tekið hafa eftir hvellunum hafa haft orð á því að þeir séu einkar háværir, og háværari en fólk á að venjast þegar kemur að flugeldum. Líklega skýringu á því telur Þóra vera að sprengjurnar séu sprengdar í undirgöngum, til að hámarka hávaðann. Fólk sleppi því að tilkynna sjálft Lögreglu berist mismargar tilkynningar í hvert skipti, en Þóra hvetur fólk til að tilkynna frekar en ekki. „Stundum heldur fólk að einhver annar hafi tilkynnt og sleppir því að tilkynna sjálft.“ Fólk sé heldur duglegra að greina frá þessu á samfélagsmiðlum. „Maður sér þetta oft á þessum hverfasíðum, en svo er ekkert til um þetta hjá okkur. Til þess að komast fyrir þetta þá eðlilega viljum við fá að vita þetta, og helst vita hverjir eru að þessu, ef fólk hefur upplýsingar um það. Svo við getum kannski leiðrétt þessa hegðun,“ segir Þóra. „Ef þetta eru ungmenni þá er gott að foreldrar séu meðvitaðir um þetta.“ Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira