Sást til ungmenna eftir háværan hvell í Kópavogi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 16:56 Lögregla telur að ungmenni standi að baki sprengingum sem heyrst hafa víða um höfuðborgarsvæðið, þar sem til slíkra sást eftir háværan hvell í Kópavogi. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að háværir hvellir sem heyrst hafa í íbuðahverfum að undanförnu skýrist af flugeldanotkun ungmenna. Slík mál geti verið erfitt að komast fyrir, en fólk er þó hvatt til að tilkynna hvellina. Fjallað var um háværan hvell sem heyrðist í Hlíðahverfinu í gær, líkt og margir íbúar greindu frá á sameiginlegum umræðuvettvangi sínum á Facebook. Þóra Jónasdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir talið líklegast að ungmenni með flugelda eða heimatilbúnar sprengjur séu að verki. „Í einu málinu sáust ungmenni hlaupa í burtu eftir sprengingu. Það var í Kópavogi og fyrir nokkru síðan,“ segir Þóra. Sprengingar hafa heyrst í Hlíðunum, Kópavogi, Garðabæ, Breiðholti og víðar. Lögreglan hafi lítið til að vinna út frá, annað en þá staðreynd að sést hafi til ungmenna í þessu eina máli. Erfitt sé að rannsaka málin. „Það er ekkert fyrir okkur til að fara eftir. Ekki nema einhver myndi láta okkur vita hvaða aðilar eru að verki,“ segir Þóra. Oftast hafi lögreglan lítið í höndunum þegar komið er á staðinn, þar sem tilkynningar berist, eðli málsins samkvæmt, eftir að sprengingarnar eru yfir staðnar. Gríðarleg slysahætta Þóra segir að athæfi sem þetta geti verið stórhættulegt. „Sérstaklega ef þetta eru ungmenni sem eru að sprengja þetta. Það getur haft skelfilegar afleiðingar eins og þekkt er. Það hafa orðið slys út frá svona, bæði þegar verið er að búa þetta til, eða handleika flugelda eða heimagerð víti. Ef þetta er svoleiðis, ég hef ekkert fyrir mér í því, en það er líklegt.“ Þeir sem tekið hafa eftir hvellunum hafa haft orð á því að þeir séu einkar háværir, og háværari en fólk á að venjast þegar kemur að flugeldum. Líklega skýringu á því telur Þóra vera að sprengjurnar séu sprengdar í undirgöngum, til að hámarka hávaðann. Fólk sleppi því að tilkynna sjálft Lögreglu berist mismargar tilkynningar í hvert skipti, en Þóra hvetur fólk til að tilkynna frekar en ekki. „Stundum heldur fólk að einhver annar hafi tilkynnt og sleppir því að tilkynna sjálft.“ Fólk sé heldur duglegra að greina frá þessu á samfélagsmiðlum. „Maður sér þetta oft á þessum hverfasíðum, en svo er ekkert til um þetta hjá okkur. Til þess að komast fyrir þetta þá eðlilega viljum við fá að vita þetta, og helst vita hverjir eru að þessu, ef fólk hefur upplýsingar um það. Svo við getum kannski leiðrétt þessa hegðun,“ segir Þóra. „Ef þetta eru ungmenni þá er gott að foreldrar séu meðvitaðir um þetta.“ Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Fjallað var um háværan hvell sem heyrðist í Hlíðahverfinu í gær, líkt og margir íbúar greindu frá á sameiginlegum umræðuvettvangi sínum á Facebook. Þóra Jónasdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir talið líklegast að ungmenni með flugelda eða heimatilbúnar sprengjur séu að verki. „Í einu málinu sáust ungmenni hlaupa í burtu eftir sprengingu. Það var í Kópavogi og fyrir nokkru síðan,“ segir Þóra. Sprengingar hafa heyrst í Hlíðunum, Kópavogi, Garðabæ, Breiðholti og víðar. Lögreglan hafi lítið til að vinna út frá, annað en þá staðreynd að sést hafi til ungmenna í þessu eina máli. Erfitt sé að rannsaka málin. „Það er ekkert fyrir okkur til að fara eftir. Ekki nema einhver myndi láta okkur vita hvaða aðilar eru að verki,“ segir Þóra. Oftast hafi lögreglan lítið í höndunum þegar komið er á staðinn, þar sem tilkynningar berist, eðli málsins samkvæmt, eftir að sprengingarnar eru yfir staðnar. Gríðarleg slysahætta Þóra segir að athæfi sem þetta geti verið stórhættulegt. „Sérstaklega ef þetta eru ungmenni sem eru að sprengja þetta. Það getur haft skelfilegar afleiðingar eins og þekkt er. Það hafa orðið slys út frá svona, bæði þegar verið er að búa þetta til, eða handleika flugelda eða heimagerð víti. Ef þetta er svoleiðis, ég hef ekkert fyrir mér í því, en það er líklegt.“ Þeir sem tekið hafa eftir hvellunum hafa haft orð á því að þeir séu einkar háværir, og háværari en fólk á að venjast þegar kemur að flugeldum. Líklega skýringu á því telur Þóra vera að sprengjurnar séu sprengdar í undirgöngum, til að hámarka hávaðann. Fólk sleppi því að tilkynna sjálft Lögreglu berist mismargar tilkynningar í hvert skipti, en Þóra hvetur fólk til að tilkynna frekar en ekki. „Stundum heldur fólk að einhver annar hafi tilkynnt og sleppir því að tilkynna sjálft.“ Fólk sé heldur duglegra að greina frá þessu á samfélagsmiðlum. „Maður sér þetta oft á þessum hverfasíðum, en svo er ekkert til um þetta hjá okkur. Til þess að komast fyrir þetta þá eðlilega viljum við fá að vita þetta, og helst vita hverjir eru að þessu, ef fólk hefur upplýsingar um það. Svo við getum kannski leiðrétt þessa hegðun,“ segir Þóra. „Ef þetta eru ungmenni þá er gott að foreldrar séu meðvitaðir um þetta.“ Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira