Arnór frá út tímabilið eftir ömurlega tæklingu Ísraelans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2024 19:00 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu undir lok síðasta árs. Vísir/Getty Images Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson spilar ekki meira á þessari leiktíð vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik Íslands og Ísrael á dögunum. Arnór var í byrjunarliðinu á fræknum 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Hann gat þó ekki tekið þátt í úrslitaleiknum gegn Úkraínu þar sem hann fór meiddur af velli gegn Ísrael eftir ömurlega tæklingu Roy Revivo. Revivo trylltist þegar hann fékk að líta rauða spjaldið en það breytir því miður litlu fyrir Arnór sem verður frá út leiktíðina. Það staðfesti þjálfari hans hjá Blacburn Rovers, John Eustace, fyrr í dag. Um er að ræða mikið högg fyrir hinn 24 ára gamla Arnór sem var að ná sínum fyrri styrk en hann gekk í raðir Blackburns fyrr á leiktíðinni. Eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli á nára var Arnór orðinn lykilmaður þegar Jon Dahl Tomasson var þjálfari. Sá tók við sænska landsliðinu og inn kom Eustace. Breytti hann um kerfi og setti Arnór á bekkinn þar sem hann notaði í raun ekki vængmenn heldur vængbakverði. Arnór var hins vegar búinn að vinna sér inn sæti í liðinu sem er í bullandi fallbaráttu. „Um er að ræða mikið högg fyrir okkur. Hann varð fyrir barðinu á ljótri tæklingu, fór í myndatöku og þetta verða að minnsta kosti 10 vikur. Hann hefur gert mjög vel í síðustu leikjum og ég hef verið mjög ánægður með hann og hans frammistöðu. Þetta er landsliðsmaður sem getur skorað mörk, þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur,“ sagði Eustace á blaðamannafundi. John Eustace provides an injury update on @arnorsigurdsson and @JBucko21 ahead of our Good Friday clash with Ipswich Town.#Rovers pic.twitter.com/uftke7AM0J— Blackburn Rovers (@Rovers) March 27, 2024 Blackburn er eins og áður sagði í bullandi fallbaráttu og mætir Ipswich Town, liði sem stefnir upp í ensku úrvalsdeildina, á morgun – föstudag. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 17.25. Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Arnór var í byrjunarliðinu á fræknum 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Hann gat þó ekki tekið þátt í úrslitaleiknum gegn Úkraínu þar sem hann fór meiddur af velli gegn Ísrael eftir ömurlega tæklingu Roy Revivo. Revivo trylltist þegar hann fékk að líta rauða spjaldið en það breytir því miður litlu fyrir Arnór sem verður frá út leiktíðina. Það staðfesti þjálfari hans hjá Blacburn Rovers, John Eustace, fyrr í dag. Um er að ræða mikið högg fyrir hinn 24 ára gamla Arnór sem var að ná sínum fyrri styrk en hann gekk í raðir Blackburns fyrr á leiktíðinni. Eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli á nára var Arnór orðinn lykilmaður þegar Jon Dahl Tomasson var þjálfari. Sá tók við sænska landsliðinu og inn kom Eustace. Breytti hann um kerfi og setti Arnór á bekkinn þar sem hann notaði í raun ekki vængmenn heldur vængbakverði. Arnór var hins vegar búinn að vinna sér inn sæti í liðinu sem er í bullandi fallbaráttu. „Um er að ræða mikið högg fyrir okkur. Hann varð fyrir barðinu á ljótri tæklingu, fór í myndatöku og þetta verða að minnsta kosti 10 vikur. Hann hefur gert mjög vel í síðustu leikjum og ég hef verið mjög ánægður með hann og hans frammistöðu. Þetta er landsliðsmaður sem getur skorað mörk, þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur,“ sagði Eustace á blaðamannafundi. John Eustace provides an injury update on @arnorsigurdsson and @JBucko21 ahead of our Good Friday clash with Ipswich Town.#Rovers pic.twitter.com/uftke7AM0J— Blackburn Rovers (@Rovers) March 27, 2024 Blackburn er eins og áður sagði í bullandi fallbaráttu og mætir Ipswich Town, liði sem stefnir upp í ensku úrvalsdeildina, á morgun – föstudag. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 17.25.
Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira