Gæludýrin þurfa að ferðast með töskunum Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 11:00 Þessi hundur mætti ekki sitja í þessu sæti á leiðinni til Íslands. Nema hann væri hjálparhundur eða einungis að millilenda. Ryan Jello/Getty Ekki er lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að breyting hafi verið gerð á reglugerð um innflutning hunda og katta, sem meðal annars feli í sér að ekki verður lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Breytingin taki gildi 11. apríl næstkomandi. Nýleg dæmi séu um ólöglegan innflutning hunda sem fluttir voru með þessum hætti. Farþegar hafi þá komist óáreittir með hundana út í gegnum flugstöðina. Það sé alvarlegt brot á þeim innflutningsskilyrðum sem hér gilda. Hjálparhundar og tengifarþegar áfram leyfðir Áfram verði þó heimilt að flytja vottaða hjálparhunda í farþegarými og hunda og ketti sem aðeins millilenda á Íslandi. Hundar og kettir sem fengið hafa innflutningsleyfi, og eru á leið í einangrun á Íslandi, séu alla jafna fluttir til landsins sem frakt eða farangur, eða um 85 prósent dýranna. Þessi breyting hafi því ekki áhrif á stóran hluta hunda- og kattainnflutnings. Sníkjudýr algengust Í tilkynningunni segir að að lokinni innflutningsskoðun á Keflavíkurflugvelli séu dýrin flutt í einangrunarstöð þar sem þau dvelja í tvær vikur. Á meðan dvöl í einangrunarstöð stendur sé fylgst með heilsufari dýranna og sýni tekin til rannsókna. Þrátt fyrir að auknar heilbrigðiskröfur fyrir innflutning hafi verið teknar upp árið 2020 sé nokkuð um að dýr í einangrun greinist með smit, sér í lagi ýmis sníkjudýr. Í þeim tilfellum sé hægt að hefja meðhöndlun og koma í veg fyrir að smitefnin berist í önnur dýr í landinu. Með þeirri reglugerð sem hér um ræðir sé einnig gerð breyting á lista yfir viðurkennd útflutningslönd en það eru lönd sem að mati Matvælastofnunar hafa sýnt fram á viðunandi dýrasjúkdómastöðu og dýraheilbrigðisþjónustu. Með breytingunni færist Singapore upp í flokk landa sem eru án hundaæðis (landaflokk 1) en Serbía, Slóvakía og Ungverjaland færist niður í flokk landa þar sem hundaæði er haldið vel í skefjum (landaflokk 2). Bosnía og Hersegóvína og Taívan teljist nú til viðurkenndra útflutningslanda og flokkist í landaflokk 2. Dýr Hundar Kettir Fréttir af flugi Gæludýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að breyting hafi verið gerð á reglugerð um innflutning hunda og katta, sem meðal annars feli í sér að ekki verður lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Breytingin taki gildi 11. apríl næstkomandi. Nýleg dæmi séu um ólöglegan innflutning hunda sem fluttir voru með þessum hætti. Farþegar hafi þá komist óáreittir með hundana út í gegnum flugstöðina. Það sé alvarlegt brot á þeim innflutningsskilyrðum sem hér gilda. Hjálparhundar og tengifarþegar áfram leyfðir Áfram verði þó heimilt að flytja vottaða hjálparhunda í farþegarými og hunda og ketti sem aðeins millilenda á Íslandi. Hundar og kettir sem fengið hafa innflutningsleyfi, og eru á leið í einangrun á Íslandi, séu alla jafna fluttir til landsins sem frakt eða farangur, eða um 85 prósent dýranna. Þessi breyting hafi því ekki áhrif á stóran hluta hunda- og kattainnflutnings. Sníkjudýr algengust Í tilkynningunni segir að að lokinni innflutningsskoðun á Keflavíkurflugvelli séu dýrin flutt í einangrunarstöð þar sem þau dvelja í tvær vikur. Á meðan dvöl í einangrunarstöð stendur sé fylgst með heilsufari dýranna og sýni tekin til rannsókna. Þrátt fyrir að auknar heilbrigðiskröfur fyrir innflutning hafi verið teknar upp árið 2020 sé nokkuð um að dýr í einangrun greinist með smit, sér í lagi ýmis sníkjudýr. Í þeim tilfellum sé hægt að hefja meðhöndlun og koma í veg fyrir að smitefnin berist í önnur dýr í landinu. Með þeirri reglugerð sem hér um ræðir sé einnig gerð breyting á lista yfir viðurkennd útflutningslönd en það eru lönd sem að mati Matvælastofnunar hafa sýnt fram á viðunandi dýrasjúkdómastöðu og dýraheilbrigðisþjónustu. Með breytingunni færist Singapore upp í flokk landa sem eru án hundaæðis (landaflokk 1) en Serbía, Slóvakía og Ungverjaland færist niður í flokk landa þar sem hundaæði er haldið vel í skefjum (landaflokk 2). Bosnía og Hersegóvína og Taívan teljist nú til viðurkenndra útflutningslanda og flokkist í landaflokk 2.
Dýr Hundar Kettir Fréttir af flugi Gæludýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira