Bankasýslan þögul sem gröfin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 10:54 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, (t.v.) hyggst ekki tjá sig um kaup Landsbankans á TM eða misræmi í frásögn hans og formanns bankaráðs Landsbankans af símtali frá því í desember fyrr en nær dregur hluthafafundi. Með honum á myndinni er Lárus Blöndal, fyrrverandi stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísir/Vilhelm Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. Tilkynnt var um það sunnudaginn 17. mars að Kvika banki hafi samþykkt skuldbindandi kauptilboð Landsbankans í allt hlutafé TM trygginga hf. sama dag. Strax í kjölfarið lýsti Bankasýsla ríkisins yfir undrun á þessum fregnum og fullyrti að Bankasýslan, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, hafi ekki verið upplýst formlega um að bankinn hafi gert tilboð í TM. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, lýsti því í bréfi sem hann sendi Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, mánudaginn 18. mars að formaður bankaráðs Landsbankans hafi síðastliðið sumar upplýst Bankasýsluna um áhuga bankans á TM en ekkert hafi orðið úr þeim viðleitunum. Engar frekari upplýsingar hafi borist um þátttöku Landsbankans í söluferlinu, sem hófst formlega hjá Kviku banka 17. nóvember síðastliðinn. „Formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin,“ sagði í bréfi Jóns Gunnars til Þórdísar Kolbrúnar. Síðastliðinn föstudag, 22. mars, svaraði bankaráð Landsbankans Bankasýslunni og sagði upplýsingagjöf við kaupferlið hafa verið fullnægjandi. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist hafa í símtali við Tryggva Pálsson, stjórnarformann Bankasýslunnar, þann 20. desember síðastliðinn upplýst hann um að Landsbankinn hafi lagt fram óskuldbindandi tilboð í TM tryggingar. „Við erum með þetta allt saman skráð. Ég er með símtalið við formann stjórnar Bankasýslunnar í mínum síma. Ég hringdi í hann 20. desember til að upplýsa hann um þetta óskuldbindandi tilboð,“ sagði Helga Björk í viðtali við fréttastofu á föstudag. Innihald þessa símtals er því nokkuð óljóst og Bankasýslan hefur ekki viljað tjá sig, staðfesta eða mótmæla, um hvað fór Tryggva og Helgu Björk á milli. Tryggvi sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki ætla að tjá sig um málið fyrr en í fyrsta lagi eftir að búið er að tilnefna fulltrúa í bankaráð Landsbankans. Frestur til þess rennur út 14. apríl næstkomandi, hluthafafundur Landsbankans fer svo fram fimm dögum síðar, 19. apríl. Jón Gunnar segir í skriflegu svari við fréttastofu í morgun að hann ætli ekki að veita viðtal um málið. Fréttin var uppfærð klukkan 11:41. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Jón Gunnar hafi svarað fréttastofu því að það sama gilti um sig og Tryggva Pálsson, það er að hann ætlaði ekki að tjá sig fyrr en í fyrsta lagi 14. apríl. Jón Gunnar hefur skýrt það að skriflegt svar hans hafi verið rangtúlkað og hann ætli ekki að veita viðtal vegna málsins. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. 25. mars 2024 14:16 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Tilkynnt var um það sunnudaginn 17. mars að Kvika banki hafi samþykkt skuldbindandi kauptilboð Landsbankans í allt hlutafé TM trygginga hf. sama dag. Strax í kjölfarið lýsti Bankasýsla ríkisins yfir undrun á þessum fregnum og fullyrti að Bankasýslan, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, hafi ekki verið upplýst formlega um að bankinn hafi gert tilboð í TM. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, lýsti því í bréfi sem hann sendi Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, mánudaginn 18. mars að formaður bankaráðs Landsbankans hafi síðastliðið sumar upplýst Bankasýsluna um áhuga bankans á TM en ekkert hafi orðið úr þeim viðleitunum. Engar frekari upplýsingar hafi borist um þátttöku Landsbankans í söluferlinu, sem hófst formlega hjá Kviku banka 17. nóvember síðastliðinn. „Formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin,“ sagði í bréfi Jóns Gunnars til Þórdísar Kolbrúnar. Síðastliðinn föstudag, 22. mars, svaraði bankaráð Landsbankans Bankasýslunni og sagði upplýsingagjöf við kaupferlið hafa verið fullnægjandi. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist hafa í símtali við Tryggva Pálsson, stjórnarformann Bankasýslunnar, þann 20. desember síðastliðinn upplýst hann um að Landsbankinn hafi lagt fram óskuldbindandi tilboð í TM tryggingar. „Við erum með þetta allt saman skráð. Ég er með símtalið við formann stjórnar Bankasýslunnar í mínum síma. Ég hringdi í hann 20. desember til að upplýsa hann um þetta óskuldbindandi tilboð,“ sagði Helga Björk í viðtali við fréttastofu á föstudag. Innihald þessa símtals er því nokkuð óljóst og Bankasýslan hefur ekki viljað tjá sig, staðfesta eða mótmæla, um hvað fór Tryggva og Helgu Björk á milli. Tryggvi sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki ætla að tjá sig um málið fyrr en í fyrsta lagi eftir að búið er að tilnefna fulltrúa í bankaráð Landsbankans. Frestur til þess rennur út 14. apríl næstkomandi, hluthafafundur Landsbankans fer svo fram fimm dögum síðar, 19. apríl. Jón Gunnar segir í skriflegu svari við fréttastofu í morgun að hann ætli ekki að veita viðtal um málið. Fréttin var uppfærð klukkan 11:41. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Jón Gunnar hafi svarað fréttastofu því að það sama gilti um sig og Tryggva Pálsson, það er að hann ætlaði ekki að tjá sig fyrr en í fyrsta lagi 14. apríl. Jón Gunnar hefur skýrt það að skriflegt svar hans hafi verið rangtúlkað og hann ætli ekki að veita viðtal vegna málsins.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. 25. mars 2024 14:16 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30
Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. 25. mars 2024 14:16
Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30