Innlent

Jörðin í Grinda­vík gaf sig undan vinnu­vél

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Búkolla hrundi að hluta ofan í sprungu í Grindavík í dag.
Búkolla hrundi að hluta ofan í sprungu í Grindavík í dag. Kristinn Sigurður Jórmundsson

Vinnutæki af gerð sem kölluð er búkolla í daglegu máli hrundi að hluta til ofan í sprungu í Grindavík í dag. Verið var að álagsprófa nokkrar götur sem lokaðar voru almenningi. Vitað var af nokkrum sprungum og holrýmum og þungum ökutækjum var ekið um svæðið til að kanna burðargetu og öryggi gatnanna.

Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri hjá almannavörnum segir að gatan sem um ræðir sé Kirkjustígur. Hún segir að unnið hafi verið að því í margar vikur að kanna hvað gæti mögulega verið undir malbikinu í Grindavík. Í dag hefði þungum vinnuvélum verið ekið um nokkrar götur þar sem vitað var af sprungum eða holrýmum. Þetta var gert undir miklu eftirliti. Kirkjustígur gaf sig í dag en ekki aðrar götur.

Ökumaður vinnuvélarinnar er óskaddaður og búið er að hífa vélina upp.


Tengdar fréttir

Níu svæði í Grindavík girt af

Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin.

Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans

Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×