„Það verður partý um allan bæ“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2024 22:18 Kjartan Már Kjartansson (t.v.), bæjarstjóri Reykjanesbæjar, gat leyft sér að fagna eftir sigra Keflavíkur í VÍS-bikarnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var eðlilega ánægður með sitt fólk eftir að Keflavík varð tvöfaldur bikarmeistari í körfubolta í kvöld. Karlalið Keflavíkur vann þrettán stiga sigur gegn Tindastóli í úrslitum VÍS-bikars karla í kvöld, 92-79, áður en kvennaliðið fylgdi því eftir með stórsigri gegn Þór Ak. í úrslitum VÍS-bikars kvenna, 89-67. Kjartan hafði því góða ástæðu til að fagna með sínu fólki í stúkunni og niðri á velli í Laugardalshöllinni í kvöld og segist hann vera ótrúlega stoltur af liðunum. „Já, mikil ósköp maður. Ekki bara af liðunum í dag, heldur líka okkar stuðningsfólki sem er búið að standa sig frábærlega í dag.“ Fyrri úrslitaleikur dagsins hófst klukkan 16:00 og þeim síðari lauk rétt fyrir klukkan 21:00 og stuðningsfólk Keflavíkur því búið að standa langa vakt. Kjartan segir það þó ekki hafa skipt neinu máli. „Það er enginn að pæla í því. Þetta er bara vinna sem þarf að vinna og við gerðum það. Þetta var algjörlega frábært.“ Þá segir hann einnig að umrædd vinna muni nú halda áfram og að Keflvíkingar séu langt frá því að vera saddir eftir daginn í dag. „Við erum bara á fullu núna og núna er bara úrslitakeppnin framundan. Við förum á fleygiferð í hana og vonandi berum við bara sigur úr býtum þar líka,“ bætti Kjartan við áður en hann fór lauslega yfir það sem væri framundan í Keflavík í kvöld. „Það er bara partý og verður partý um allan bæ held ég,“ sagði Kjartan að lokum. VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Þór Akureyri Tengdar fréttir „Héldum bara áfram að berja á þeim“ Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er. 23. mars 2024 21:39 „Held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Íslandi“ Sara Rún Hinriksdóttir skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 22 stiga sigri gegn Þór Ak. í kvöld, 89-67. 23. mars 2024 21:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Þór Ak. 89-67 | Keflavík bikarmeistari eftir stórsigur Keflavík varð í kvöld bikarmeistari kvenna í körfubolta er liðið vann 22 stiga stórsigur gegn Þór Ak. í úrslitum í Laugardalshöll, 89-67. 23. mars 2024 22:03 Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Sjá meira
Karlalið Keflavíkur vann þrettán stiga sigur gegn Tindastóli í úrslitum VÍS-bikars karla í kvöld, 92-79, áður en kvennaliðið fylgdi því eftir með stórsigri gegn Þór Ak. í úrslitum VÍS-bikars kvenna, 89-67. Kjartan hafði því góða ástæðu til að fagna með sínu fólki í stúkunni og niðri á velli í Laugardalshöllinni í kvöld og segist hann vera ótrúlega stoltur af liðunum. „Já, mikil ósköp maður. Ekki bara af liðunum í dag, heldur líka okkar stuðningsfólki sem er búið að standa sig frábærlega í dag.“ Fyrri úrslitaleikur dagsins hófst klukkan 16:00 og þeim síðari lauk rétt fyrir klukkan 21:00 og stuðningsfólk Keflavíkur því búið að standa langa vakt. Kjartan segir það þó ekki hafa skipt neinu máli. „Það er enginn að pæla í því. Þetta er bara vinna sem þarf að vinna og við gerðum það. Þetta var algjörlega frábært.“ Þá segir hann einnig að umrædd vinna muni nú halda áfram og að Keflvíkingar séu langt frá því að vera saddir eftir daginn í dag. „Við erum bara á fullu núna og núna er bara úrslitakeppnin framundan. Við förum á fleygiferð í hana og vonandi berum við bara sigur úr býtum þar líka,“ bætti Kjartan við áður en hann fór lauslega yfir það sem væri framundan í Keflavík í kvöld. „Það er bara partý og verður partý um allan bæ held ég,“ sagði Kjartan að lokum.
VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Þór Akureyri Tengdar fréttir „Héldum bara áfram að berja á þeim“ Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er. 23. mars 2024 21:39 „Held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Íslandi“ Sara Rún Hinriksdóttir skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 22 stiga sigri gegn Þór Ak. í kvöld, 89-67. 23. mars 2024 21:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Þór Ak. 89-67 | Keflavík bikarmeistari eftir stórsigur Keflavík varð í kvöld bikarmeistari kvenna í körfubolta er liðið vann 22 stiga stórsigur gegn Þór Ak. í úrslitum í Laugardalshöll, 89-67. 23. mars 2024 22:03 Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Sjá meira
„Héldum bara áfram að berja á þeim“ Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er. 23. mars 2024 21:39
„Held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Íslandi“ Sara Rún Hinriksdóttir skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 22 stiga sigri gegn Þór Ak. í kvöld, 89-67. 23. mars 2024 21:29
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Þór Ak. 89-67 | Keflavík bikarmeistari eftir stórsigur Keflavík varð í kvöld bikarmeistari kvenna í körfubolta er liðið vann 22 stiga stórsigur gegn Þór Ak. í úrslitum í Laugardalshöll, 89-67. 23. mars 2024 22:03
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum