Sport

„Þegar að fjórða markið kom þá löbbuðu þeir heim til sín og það var gaman að sjá“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann Berg stefnir á það að vera með íslenska liðinu á þriðjudaginn.
Jóhann Berg stefnir á það að vera með íslenska liðinu á þriðjudaginn.

„Þetta gekk bara ágætlega í dag en við tökum bara einn dag í einu,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn.

Hann hitaði upp með liðinu á æfingu í Búdapest í dag og vonast til að geta tekið þátt í leiknum gegn Úkraínu á þriðjudaginn. Liðið flýgur yfir til Póllands á morgun.

„Það var svekkjandi að missa af leiknum gegn Ísraelsmönnum en svo var ekki. Strákarnir sáu um þetta verkefni fyrir okkur. Ég er alltaf bjartsýnn og mun vera það alveg fram að leikdegi. Við erum bara að vinna vel í þessu og höldum því áfram bara næstu daga, en það er góður tími í leik og við erum bjartsýnir.“

Tekið var eftir því að Jóhann Berg leit ávallt upp í stúku þegar Ísland skoraði mark gegn Ísrael.

„Ég var svona bara að kíkja á Ísraelsmennina og sjá þeirra viðbrögð. Þeir voru orðnir ansi pirraðir undir lokin og þegar að fjórða markið kom þá löbbuðu þeir heim til sín og það var gaman að sjá.“

Klippa: Jói Berg bjartsýnn

Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×