Sport

Þurfa að taka betri á­kvarðanir með boltann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari í tvö ár. 
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari í tvö ár.  Getty/Alex Nicodim

„Ef þú skoðar bara leikmannahópinn hjá Úkraínu þá eru þetta hörkuleikmenn, leikmenn úr La Liga og ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru með gott lið,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands.

Ísland mætir Úkraínu í Póllandi á þriðjudagskvöldið. Í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. 

„Við þurfum að verjast vel gegn þeim ef við ætlum að eiga skilið að komast á EM. Við verðum að vera þéttir en líka getað sótt á okkar styrkleikum. Við erum líka með hættulega leikmenn innan okkar raða og fyrst og fremst ætlum við að einbeita okkur að því hvað við ætlum að gera.“

Íslenska liðið var stundum svolítið opið varnarlega og gaf frá sér tvö klaufaleg víti gegn Ísrael á fimmtudaginn. Jóhannes hefur engar áhyggjur af því.

„Varnarleikurinn var í sjálfu sér nokkuð góður og menn voru að leggja sig fram. En kannski það sem við vorum að gera og ákvörðunartökurnar með boltann var kannski eitthvað sem við getum skoðað og lagað. Það er eitthvað sem við vitum alveg að við getum gert betur.“

Klippa: Þurfa að taka betri ákvarðanir með boltann

Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×