Fékk draumastarfið hjá Forlaginu vegna TikTok-reiknings Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2024 22:29 „Þetta er búið að vera algjört ævintýri,“ segir Embla um starfið. Vísir Embla Rún hóf að birta myndbönd á samfélagsmiðlinum TikTok árið 2022 þar sem hún gaf fylgjendum innsýn í daglegt líf með þunglyndi og kvíða. „Þá byrjaði ég að birta myndbönd til að deila reynslu minni af því að vera með kvíða. Ég sýndi frá daglega lífi mínu og sýndi hversdagsleikann í geðrænum vandamálum. Ég gerði það til þess að fólk, sem er í sömu stöðu og ég, væri minna einmanna. Mér fannst mjög gaman að horfa á svona myndbönd og sjá að það er annað fólk sem er að „díla“ við sömu hluti. Ég vildi sýna öðrum að þau væru ekki ein. Við erum mörg að glíma við einhvers konar kvíða eða þungyndi.“ Bjargráðin eru mörg og mismunandi og þau geta líka verið persónubundin og í tilfelli Emblu voru það höfundar fantasíubókmennta sem ljáðu henni hjálparhönd. „Í þessari vanlíðan þá hjálpuðu bækurnar mér. Ég byrja að lesa rosalega mikið og fjalla þá um það á TikTok og það var bara algjör heppni að ég pósta einu myndbandi akkúrat í sömu viku og sama dag og fleiri byrjuðu að birta myndbönd um bækur. Ég bara bjóst ekki við því að það væri þessi markhópur hérna á Íslandi fyrir íslensku bóka-Tiktoki. Ég er í mörg ár búin að vera að fylgjast með fólki tala um bækur en bara ekkert á Íslandi.“ Myndböndin hennar Emblu slógu í gegn á miðlinum og ná til fjölmargra; jafnvel til útgáfurisa hér á Íslandi og ekki leið á löngu þar til hún fékk örlagaríkt símtal. „Það var Forlagið, þau voru að hafa samband því þau voru búin að taka eftir að íslenskt bókatiktok var að komast á fót og þau langaði til að styðja íslenska bókaumfjöllun og ég var bara ótrúlega spennt að fá þetta tækifæri til að vinna með þeim og tala sérstaklega um íslenskar útgáfur og íslensku bækurnar.“ Draumar geta ennþá ræst. „Þetta er búið að vera algjört ævintýri,“ segir Embla og brosir sínu breiðasta. Samfélagsmiðlar Bókmenntir Bókaútgáfa TikTok Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Þá byrjaði ég að birta myndbönd til að deila reynslu minni af því að vera með kvíða. Ég sýndi frá daglega lífi mínu og sýndi hversdagsleikann í geðrænum vandamálum. Ég gerði það til þess að fólk, sem er í sömu stöðu og ég, væri minna einmanna. Mér fannst mjög gaman að horfa á svona myndbönd og sjá að það er annað fólk sem er að „díla“ við sömu hluti. Ég vildi sýna öðrum að þau væru ekki ein. Við erum mörg að glíma við einhvers konar kvíða eða þungyndi.“ Bjargráðin eru mörg og mismunandi og þau geta líka verið persónubundin og í tilfelli Emblu voru það höfundar fantasíubókmennta sem ljáðu henni hjálparhönd. „Í þessari vanlíðan þá hjálpuðu bækurnar mér. Ég byrja að lesa rosalega mikið og fjalla þá um það á TikTok og það var bara algjör heppni að ég pósta einu myndbandi akkúrat í sömu viku og sama dag og fleiri byrjuðu að birta myndbönd um bækur. Ég bara bjóst ekki við því að það væri þessi markhópur hérna á Íslandi fyrir íslensku bóka-Tiktoki. Ég er í mörg ár búin að vera að fylgjast með fólki tala um bækur en bara ekkert á Íslandi.“ Myndböndin hennar Emblu slógu í gegn á miðlinum og ná til fjölmargra; jafnvel til útgáfurisa hér á Íslandi og ekki leið á löngu þar til hún fékk örlagaríkt símtal. „Það var Forlagið, þau voru að hafa samband því þau voru búin að taka eftir að íslenskt bókatiktok var að komast á fót og þau langaði til að styðja íslenska bókaumfjöllun og ég var bara ótrúlega spennt að fá þetta tækifæri til að vinna með þeim og tala sérstaklega um íslenskar útgáfur og íslensku bækurnar.“ Draumar geta ennþá ræst. „Þetta er búið að vera algjört ævintýri,“ segir Embla og brosir sínu breiðasta.
Samfélagsmiðlar Bókmenntir Bókaútgáfa TikTok Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent