Gapandi hissa á spurningu blaðamanns: „Þið eruð allir blindir“ Aron Guðmundsson skrifar 22. mars 2024 14:01 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands opinberaði í dag landsliðshóp fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM. Blaðamannafundurinn leystist upp í vitleysu undir lokin. Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gapandi hissa á spurningu frá blaðamanni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Málið var ótengt opinberuð á landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Heldur tengdist spurningin atviki í leik Íslands og Ísrael í gær. Þorsteinn er faðir íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar sem kom inn á sem varamaður í 4-1 sigurleiknum mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM gær og hefur sá misskilningur gengið á milli manna eftir leik að Jón Dagur hafi fengið boltann í höndina í seinni hálfleik í aðdraganda þess að Ísraelar fengu sína seinni vítaspyrnu í leiknum. Staðreyndin er hins vegar sú að Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur sem Gummi Tóta, fékk boltann í höndina og því var Þorsteinn gapandi hissa er hann fékk spurningu frá einum blaðamannanna á fundinum í dag. Sá hélt því fram að Jón Dagur, sem stóð við hlið Gumma í varnarvegg íslenska landsliðsins fyrir aukaspyrnu Ísraels, hefði fengið boltann í höndina. „Brjálaður út í hvern?“ svaraði Þorsteinn blaðamanninum sem svaraði um hæl Jón Dag. „Fyrir hvað?“ svaraði Þorsteinn þá á móti og blaðamaðurinn svaraði þá „fyrir að hafa fengið boltann í höndina.“ Þá hóf Þorsteinn upp raust sína. „Hann fékk hann náttúrulega ekki í höndina. Þið eruð náttúrulega bara blindir. Ertu ekki að grínast? Nú skal ég bara segja ykkur það að Gummi Tóta fékk boltann í höndina. Það er ekkert flókið. Ég skil ekki hvernig þið fáið þetta út. Ég sá þetta strax. Svo voru þið að skrifa um þetta. Þið eruð allir blindir sem voruð á leiknum.“ Hér fyrir neðan má sjá eldræðu Þorsteins á blaðamannafundinum sem og atvikið úr leiknum. Dæmi nú hver fyrir sig en undirritaður er sammála landsliðsþjálfaranum í þetta skipti. Það er því fært til bókar. Klippa: Þorsteinn gapandi hissa á spurningu blaðamanns Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Þorsteinn er faðir íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar sem kom inn á sem varamaður í 4-1 sigurleiknum mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM gær og hefur sá misskilningur gengið á milli manna eftir leik að Jón Dagur hafi fengið boltann í höndina í seinni hálfleik í aðdraganda þess að Ísraelar fengu sína seinni vítaspyrnu í leiknum. Staðreyndin er hins vegar sú að Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur sem Gummi Tóta, fékk boltann í höndina og því var Þorsteinn gapandi hissa er hann fékk spurningu frá einum blaðamannanna á fundinum í dag. Sá hélt því fram að Jón Dagur, sem stóð við hlið Gumma í varnarvegg íslenska landsliðsins fyrir aukaspyrnu Ísraels, hefði fengið boltann í höndina. „Brjálaður út í hvern?“ svaraði Þorsteinn blaðamanninum sem svaraði um hæl Jón Dag. „Fyrir hvað?“ svaraði Þorsteinn þá á móti og blaðamaðurinn svaraði þá „fyrir að hafa fengið boltann í höndina.“ Þá hóf Þorsteinn upp raust sína. „Hann fékk hann náttúrulega ekki í höndina. Þið eruð náttúrulega bara blindir. Ertu ekki að grínast? Nú skal ég bara segja ykkur það að Gummi Tóta fékk boltann í höndina. Það er ekkert flókið. Ég skil ekki hvernig þið fáið þetta út. Ég sá þetta strax. Svo voru þið að skrifa um þetta. Þið eruð allir blindir sem voruð á leiknum.“ Hér fyrir neðan má sjá eldræðu Þorsteins á blaðamannafundinum sem og atvikið úr leiknum. Dæmi nú hver fyrir sig en undirritaður er sammála landsliðsþjálfaranum í þetta skipti. Það er því fært til bókar. Klippa: Þorsteinn gapandi hissa á spurningu blaðamanns
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira