Skipulagsstofnun brýnir fyrir Vegagerðinni að vanda til verka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2024 08:31 Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg, vinnur nú að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Vegagerðin Skipulagsstofnun gerir ýmsar athugasemdir við matsáætlun Vegagerðarinnar vegna Sundabrautar og ítrekar meðal annars að í umhverfismatsskýrslu verði greint frá því á hvaða forsendum öðrum kostum, til að mynda jarðgöngum, var hafnað. Álit Skipulagsstofnunar á matsáætlun Vegagerðarinnar kom út núna í vikunni en í því er meðal annars horf til hina fjölmörgu umsagna sem bárust um málið. Umsagnir bárust frá tíu opinberum aðilum og 96 til viðbótar, flestar frá einstaklingum. Ljóst er af umsögnunum að framkvæmdin er afar umdeild, ekki síst meðal íbúa á þeim svæðum sem munu verða fyrir áhrifum. Aukin umferð og aðför að náttúrulegum svæðum eru meðal þess sem fólk hefur áhyggjur af, auk áhrifa á loftgæði. Margir gera athugasemdir við að jarðgöng hafi ekki verið skoðuð af meiri alvöru og tekur Skipulagsstofnun undir þær og segir að við mat á umhverfisáhrifum sé Vegagerðin skyldug til að gera grein fyrir öllum valkostum sem hafa verið skoðaðir. „Í mörgum umsögnum er óskað eftir skoðun á fleiri jarðgangakostum, m.a. göngum alla leið, göngum milli Sæbrautar og Geldinganess, göngum milli Gufuness og Álfsness og sumir að botngöng verði skoðuð nánar. Vegagerðin hafnar þessum tillögum, m.a. með vísan í kostnað og markmið framkvæmdar. Skipulagsstofnun telur ljóst að jarðgöng myndu hafa mun minni áhrif á marga umhverfisþætti samanborið við veg á yfirborði. Því telur stofnunin mikilvægt að í umhverfismatsskýrslu verði gerð grein fyrir þeim valkostum sem hafa verið skoðaðir í umhverfismatsferlinu og færð skýr rök fyrir vali á framlögðum kostum og af hverju ekki var talin ástæða til að meta umhverfisáhrif annarra kosta,“ segir meðal annars í áliti Samgöngustofnunar. Aukinn umferðarþungi á Sæbraut verulegt áhyggjuefni Í álitinu er einnig komið inn á áhyggjur fólks vegna áhrifa Sundabrautar á umferð, ekki síst um Sæbraut. Sæbraut sé þegar teppt af umferð á vissum tímum flesta virka daga og tenging Sundabrautr við Sæbraut muni auka álagið enn frekar. Ekkert liggi fyrir um það hvernig auka eigi afkastagetu Sæbrautar og fyrirætluð byggðarþétting á aðlægum svæðum muni auka umferðarálagið enn frekar. Þá standi fleiri framkvæmdir fyrir dyrum á næstu árum, til að mynda við Borgarlínu, og reikna megi með miklum töfum á umferð vegna þessa. Vegagerðin segir að umferðargreining verði unnin og fjallað um hana í umhverfismatsskýrslu en Skipulagsstofnun segir um lykilatriði að ræða og að umferðargreining sé nauðsynleg forsenda framkvæmda. „Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla ítarlega um og meta út frá skýrum forsendum áhrif Sundabrautar á umferð og umferðaröryggi á helstu stofnbrautum og hliðarvegum á áhrifasvæði hennar á framkvæmda- og rekstrartíma og bera saman við líklega þróun umferðar án Sundabrautar, þ.e. núllkost. Gera þarf grein fyrir áhrifum framkvæmdarinnar á heildarfjölda ekinna kílómetra og ferðatíma fyrir alla ferðamáta, þ.e. akandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi, og bera saman við núllkost. Við matið þarf m.a. að horfa til framtíðarþróunar byggðar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi og samlegðaráhrifa á framkvæmdartíma með öðrum áformuðum framkvæmdum á stofnbrautum, s.s. Borgarlínu og vegstokki á Sæbraut.“ „Kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa“ Skipulagsstofnun tekur einnig undir umsagnir aðila á borð við Náttúrufræðistofnun Íslands um nauðsyn þess að kanna áhrif framkvæmdarinnar á dýralíf, gróðurfar og vistgerðir og jarðminjar. Þá kemur fram að nú þegar sé unnið að rannsóknum á aflögðum ruslahaug í Gufunesi, þar sem Umhverfisstofnun segir hættu á gasmengun og mengun grunn- og yfirborðsvatns. Loftgæði eru umsagnaraðilum einnig hugleikin en Umhverfisstofnun hefur meðal annars bent á að uppþyrlun jarðvegsryks gæti orðið veruleg á framkvæmdatímanum og haft talsverð áhrif í nærliggjandi íbúðahverfum. Bæði sé um að ræða óþægindi á borð við óhreinindi á bílum og mannvirkjum en einnig neikvæð heilsufarsleg áhrif. Í áliti Skipulagsstofuninar er einnig vikið að almennum áhrifum á samfélagið. „Skipulagsstofnun telur ljóst að Sundabraut kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa sem búa í næsta nágrenni við hana, bæði á fimm ára framkvæmdatíma sem og rekstrartíma. Stofnunin telur áhyggjur íbúa réttmætar og mikilvægt að umhverfismatið sé nýtt til þess að varpa ljósi á áhrif framkvæmdarinnar á íbúabyggð innan áhrifasvæðis Sundabrautar. Skipulagsstofnun tekur undir ábendingar Akraneskaupstaðar um að meta þurfi áhrif Sundabrautar á byggðaþróun norðan Hvalfjarðar. Telur stofnunin að hér sé um veigamikið atriði að ræða sem horfa þurfi til við mat á áhrifum framkvæmdarinnar á aðra umhverfisþætti, s.s. umferð og loftslag. Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla um og meta áhrif allra valkosta, þ.m.t. núllkostar, á íbúabyggð á áhrifasvæði Sundabrautar og þróun hennar samkvæmt skipulagi, samgönguhætti og lífsgæði íbúa á framkvæmda- og rekstrartíma.“ Samgöngur Reykjavík Sundabraut Umferð Loftgæði Umhverfismál Vegagerð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Álit Skipulagsstofnunar á matsáætlun Vegagerðarinnar kom út núna í vikunni en í því er meðal annars horf til hina fjölmörgu umsagna sem bárust um málið. Umsagnir bárust frá tíu opinberum aðilum og 96 til viðbótar, flestar frá einstaklingum. Ljóst er af umsögnunum að framkvæmdin er afar umdeild, ekki síst meðal íbúa á þeim svæðum sem munu verða fyrir áhrifum. Aukin umferð og aðför að náttúrulegum svæðum eru meðal þess sem fólk hefur áhyggjur af, auk áhrifa á loftgæði. Margir gera athugasemdir við að jarðgöng hafi ekki verið skoðuð af meiri alvöru og tekur Skipulagsstofnun undir þær og segir að við mat á umhverfisáhrifum sé Vegagerðin skyldug til að gera grein fyrir öllum valkostum sem hafa verið skoðaðir. „Í mörgum umsögnum er óskað eftir skoðun á fleiri jarðgangakostum, m.a. göngum alla leið, göngum milli Sæbrautar og Geldinganess, göngum milli Gufuness og Álfsness og sumir að botngöng verði skoðuð nánar. Vegagerðin hafnar þessum tillögum, m.a. með vísan í kostnað og markmið framkvæmdar. Skipulagsstofnun telur ljóst að jarðgöng myndu hafa mun minni áhrif á marga umhverfisþætti samanborið við veg á yfirborði. Því telur stofnunin mikilvægt að í umhverfismatsskýrslu verði gerð grein fyrir þeim valkostum sem hafa verið skoðaðir í umhverfismatsferlinu og færð skýr rök fyrir vali á framlögðum kostum og af hverju ekki var talin ástæða til að meta umhverfisáhrif annarra kosta,“ segir meðal annars í áliti Samgöngustofnunar. Aukinn umferðarþungi á Sæbraut verulegt áhyggjuefni Í álitinu er einnig komið inn á áhyggjur fólks vegna áhrifa Sundabrautar á umferð, ekki síst um Sæbraut. Sæbraut sé þegar teppt af umferð á vissum tímum flesta virka daga og tenging Sundabrautr við Sæbraut muni auka álagið enn frekar. Ekkert liggi fyrir um það hvernig auka eigi afkastagetu Sæbrautar og fyrirætluð byggðarþétting á aðlægum svæðum muni auka umferðarálagið enn frekar. Þá standi fleiri framkvæmdir fyrir dyrum á næstu árum, til að mynda við Borgarlínu, og reikna megi með miklum töfum á umferð vegna þessa. Vegagerðin segir að umferðargreining verði unnin og fjallað um hana í umhverfismatsskýrslu en Skipulagsstofnun segir um lykilatriði að ræða og að umferðargreining sé nauðsynleg forsenda framkvæmda. „Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla ítarlega um og meta út frá skýrum forsendum áhrif Sundabrautar á umferð og umferðaröryggi á helstu stofnbrautum og hliðarvegum á áhrifasvæði hennar á framkvæmda- og rekstrartíma og bera saman við líklega þróun umferðar án Sundabrautar, þ.e. núllkost. Gera þarf grein fyrir áhrifum framkvæmdarinnar á heildarfjölda ekinna kílómetra og ferðatíma fyrir alla ferðamáta, þ.e. akandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi, og bera saman við núllkost. Við matið þarf m.a. að horfa til framtíðarþróunar byggðar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi og samlegðaráhrifa á framkvæmdartíma með öðrum áformuðum framkvæmdum á stofnbrautum, s.s. Borgarlínu og vegstokki á Sæbraut.“ „Kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa“ Skipulagsstofnun tekur einnig undir umsagnir aðila á borð við Náttúrufræðistofnun Íslands um nauðsyn þess að kanna áhrif framkvæmdarinnar á dýralíf, gróðurfar og vistgerðir og jarðminjar. Þá kemur fram að nú þegar sé unnið að rannsóknum á aflögðum ruslahaug í Gufunesi, þar sem Umhverfisstofnun segir hættu á gasmengun og mengun grunn- og yfirborðsvatns. Loftgæði eru umsagnaraðilum einnig hugleikin en Umhverfisstofnun hefur meðal annars bent á að uppþyrlun jarðvegsryks gæti orðið veruleg á framkvæmdatímanum og haft talsverð áhrif í nærliggjandi íbúðahverfum. Bæði sé um að ræða óþægindi á borð við óhreinindi á bílum og mannvirkjum en einnig neikvæð heilsufarsleg áhrif. Í áliti Skipulagsstofuninar er einnig vikið að almennum áhrifum á samfélagið. „Skipulagsstofnun telur ljóst að Sundabraut kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa sem búa í næsta nágrenni við hana, bæði á fimm ára framkvæmdatíma sem og rekstrartíma. Stofnunin telur áhyggjur íbúa réttmætar og mikilvægt að umhverfismatið sé nýtt til þess að varpa ljósi á áhrif framkvæmdarinnar á íbúabyggð innan áhrifasvæðis Sundabrautar. Skipulagsstofnun tekur undir ábendingar Akraneskaupstaðar um að meta þurfi áhrif Sundabrautar á byggðaþróun norðan Hvalfjarðar. Telur stofnunin að hér sé um veigamikið atriði að ræða sem horfa þurfi til við mat á áhrifum framkvæmdarinnar á aðra umhverfisþætti, s.s. umferð og loftslag. Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla um og meta áhrif allra valkosta, þ.m.t. núllkostar, á íbúabyggð á áhrifasvæði Sundabrautar og þróun hennar samkvæmt skipulagi, samgönguhætti og lífsgæði íbúa á framkvæmda- og rekstrartíma.“
Samgöngur Reykjavík Sundabraut Umferð Loftgæði Umhverfismál Vegagerð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira