Túlkur stórstjörnunnar stal af honum hundruðum milljóna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2024 16:30 Shohei Ohtan hlustar hér á Ippei Mizuhara túlka fyrir sig á blaðamannafundi. AP/Lee Jin-man Bandaríska hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers hefur rekið túlkinn Ippei Mizuhara úr starfi eftir að upp komst um stórfelldan þjófnað hans. Mizuhara starfaði sem túlkur japönsku stórstjörnunnar Shohei Ohtani. Þeir höfðu lengi verið vinir og hann hafði túlkað fyrir hann þegar leikmaðurinn mætti til Bandaríkjanna. Það hefur verið mikið látið með Ohtani enda frábær leikmaður sem getur bæði slegið og kastað. Shohei Ohtani er risastjarna í hafnaboltanum en hann hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður MLB deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann fékk þau verðlaun á síðasta tímabil og fékk einnig risasamning. Dodgers fire Shohei Ohtani's interpreter after allegations of million-dollar theft https://t.co/v6KIchHSXJ— USA TODAY (@USATODAY) March 20, 2024 Hann færði sig nefnilega yfir frá Los Angeles Angels til Los Angeles Dodgers fyrir tímabilið í ár eftir að hann samþykkti risatilboð frá Dodgers. Shohei fær sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða meira en 95 milljarða íslenskra króna. Það breytir ekki því að enginn vill láta stela af sér pening. Fjölmiðlar fóru að forvitnast um millifærslur frá bankareikningi Ohtani til veðbanka. Nú hefur Mizuhara verið rekinn og bandarískir fjölmiðlar fjalla um það að hann hafi stolið mörgum milljónum dollara frá leikmanninum. From @TheAthletic: The Los Angeles Dodgers fired Shohei Ohtani s interpreter after accusations that he stole the baseball star s money to place bets. https://t.co/6aDcRjozZ6— The New York Times (@nytimes) March 20, 2024 Talsmaður Ohtani sagði fyrst við ESPN að hafnarboltamaðurinn hafi verið að hjálpa Mizuhara með veðmálaskuldir en svo kom annað hljóð í skrokkinn. Lögfræðingar höfðu samband við bandaríska fjölmiðilinn og sögðu að Ohtani hafi verið fórnarlamb mikils þjófnaðar. Hinn 39 ára gamli er talinn hafa stolið að minnsta kosti 4,5 milljónum dollara af Ohtani sem samsvarar 616 milljónum króna. Mizuhara talaði fyrst um að Ohtani hafi verið að gera sér vinargreiða en dró svo í land með það og viðurkenni að hafnarboltastjarnan hafði ekki vitað um veðmálafíkn eða veðmálaskuldir hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=2HhLDeVZtC4">watch on YouTube</a> Hafnabolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira
Mizuhara starfaði sem túlkur japönsku stórstjörnunnar Shohei Ohtani. Þeir höfðu lengi verið vinir og hann hafði túlkað fyrir hann þegar leikmaðurinn mætti til Bandaríkjanna. Það hefur verið mikið látið með Ohtani enda frábær leikmaður sem getur bæði slegið og kastað. Shohei Ohtani er risastjarna í hafnaboltanum en hann hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður MLB deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann fékk þau verðlaun á síðasta tímabil og fékk einnig risasamning. Dodgers fire Shohei Ohtani's interpreter after allegations of million-dollar theft https://t.co/v6KIchHSXJ— USA TODAY (@USATODAY) March 20, 2024 Hann færði sig nefnilega yfir frá Los Angeles Angels til Los Angeles Dodgers fyrir tímabilið í ár eftir að hann samþykkti risatilboð frá Dodgers. Shohei fær sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða meira en 95 milljarða íslenskra króna. Það breytir ekki því að enginn vill láta stela af sér pening. Fjölmiðlar fóru að forvitnast um millifærslur frá bankareikningi Ohtani til veðbanka. Nú hefur Mizuhara verið rekinn og bandarískir fjölmiðlar fjalla um það að hann hafi stolið mörgum milljónum dollara frá leikmanninum. From @TheAthletic: The Los Angeles Dodgers fired Shohei Ohtani s interpreter after accusations that he stole the baseball star s money to place bets. https://t.co/6aDcRjozZ6— The New York Times (@nytimes) March 20, 2024 Talsmaður Ohtani sagði fyrst við ESPN að hafnarboltamaðurinn hafi verið að hjálpa Mizuhara með veðmálaskuldir en svo kom annað hljóð í skrokkinn. Lögfræðingar höfðu samband við bandaríska fjölmiðilinn og sögðu að Ohtani hafi verið fórnarlamb mikils þjófnaðar. Hinn 39 ára gamli er talinn hafa stolið að minnsta kosti 4,5 milljónum dollara af Ohtani sem samsvarar 616 milljónum króna. Mizuhara talaði fyrst um að Ohtani hafi verið að gera sér vinargreiða en dró svo í land með það og viðurkenni að hafnarboltastjarnan hafði ekki vitað um veðmálafíkn eða veðmálaskuldir hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=2HhLDeVZtC4">watch on YouTube</a>
Hafnabolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira