Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar falleinkunn fyrir heilbrigðisyfirvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2024 13:27 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar kallar eftir því að einhver taki málefni ópíóðafíknar í fangið. Vísir/Vilhelm Ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. Þetta er eitt af því sem fram kemur í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum. Þingmaður Viðreisnar segir skýrsluna falleinkun fyrir stjórnvöld. Talið er að þrjátíu hafi látist vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk, og tugir til viðbótar úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Þingmaður Viðreisnar segir skýrslu ríkisendurskoðunar ekki koma á óvart. „Það eru allt of fá úrræði, það er allt of mikill skortur á yfirsýn. Það er ekki búið að greina hversu mikla fjármuni þarf til að leysa vandann. Þetta er allt bein afleiðing af ákveðnu forystuleysi sem ríkir í þessum málaflokki og er undirstrikað rækilega í þessari góðu skýrslu ríkisendurskoðunar,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Hún er auðvitað bara falleinkunn yfir því hvernig við höfum verið að gera hlutina undanfarna áratugi. Þetta er ekki nýr vandi, þetta hefur verið lengi. Við þurfum að gera miklu, miklu betur.“ Fram kemur í skýrslunni að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu, heldur hafi að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Sem eru að vinna rosalega gott starf í baráttunni við ópíóða og fíknisjúkdóminn. En grasrótarstarfið og félagasamtökin verða til því ríkið er ekki að sinna sínu hlutverki,“ segir Sigmar. Síðasta vor lofaði heilbrigðisráðherra að verja 225 milljónum í að sporna við skaða af völdum ópíóða. Búið er að verja um 90 milljónum í aðgerðirnar. „Ríkið borgar viðhaldsmeðferð gegn ópíóðafíkn fyrir níutíu en það eru 268 einstaklinga sem eiga sína stjórnarskrárbundnu heilbrigðisþjónustu undir því að fólk sé duglegt að selja álfinn hjá SÁÁ. Ég skil ekki af hverju þessir fjármunir, sem lofað var, hafa ekki skilað sér með beinum hætti inn í meðferðarkerfið okkar. Þrátt fyrir að allir séu velviljaðir að gera meira skortir með afgerandi hætti forystu og að einhver einn taki sér það vald að taka málaflokkinn í fangið og gera betur,“ segir Sigmar. Fíkn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38 Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Talið er að þrjátíu hafi látist vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk, og tugir til viðbótar úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Þingmaður Viðreisnar segir skýrslu ríkisendurskoðunar ekki koma á óvart. „Það eru allt of fá úrræði, það er allt of mikill skortur á yfirsýn. Það er ekki búið að greina hversu mikla fjármuni þarf til að leysa vandann. Þetta er allt bein afleiðing af ákveðnu forystuleysi sem ríkir í þessum málaflokki og er undirstrikað rækilega í þessari góðu skýrslu ríkisendurskoðunar,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Hún er auðvitað bara falleinkunn yfir því hvernig við höfum verið að gera hlutina undanfarna áratugi. Þetta er ekki nýr vandi, þetta hefur verið lengi. Við þurfum að gera miklu, miklu betur.“ Fram kemur í skýrslunni að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu, heldur hafi að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Sem eru að vinna rosalega gott starf í baráttunni við ópíóða og fíknisjúkdóminn. En grasrótarstarfið og félagasamtökin verða til því ríkið er ekki að sinna sínu hlutverki,“ segir Sigmar. Síðasta vor lofaði heilbrigðisráðherra að verja 225 milljónum í að sporna við skaða af völdum ópíóða. Búið er að verja um 90 milljónum í aðgerðirnar. „Ríkið borgar viðhaldsmeðferð gegn ópíóðafíkn fyrir níutíu en það eru 268 einstaklinga sem eiga sína stjórnarskrárbundnu heilbrigðisþjónustu undir því að fólk sé duglegt að selja álfinn hjá SÁÁ. Ég skil ekki af hverju þessir fjármunir, sem lofað var, hafa ekki skilað sér með beinum hætti inn í meðferðarkerfið okkar. Þrátt fyrir að allir séu velviljaðir að gera meira skortir með afgerandi hætti forystu og að einhver einn taki sér það vald að taka málaflokkinn í fangið og gera betur,“ segir Sigmar.
Fíkn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38 Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38
Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30