Innlent

Tölu­verð kviku­stróka­virkni enn í gangi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
048A9509
Vísir/Vilhelm

Lítið virðist hafa dregið úr gosinu á Reykjanesi í nótt en sprungan sem gýs á virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. 

Þetta segir Einar Hjörleifsson náttúrúvársérfræðingur en hann hefur staðið vaktina á Veðurstofunni í nótt. 

„Skjálftavirknin hefur verið fremur lítil en áfram hefur verið töluverð kvikustrókavirkni úr gígunum sem virðast nú vera að þéttast upp í afmarkaða gíga, sem eru sjö til átta talsins, þessa stundina,“ segir Einar. 

Hann bætir við að hraunflæðið sé mest í kringum Sundhnúk en að erfitt sé að meta útbreiðsluna yfir nóttina. Það verði áhugavert að sjá í birtingu en ljóst sé að ekkert virðist vera að draga úr gosinu ennþá. 


Tengdar fréttir

Landris geti leitt til lengra goss

Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 

Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar

Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×