Fleiri munu geta sótt um greiðsluaðlögun eftir breytingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2024 09:00 Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir breytingarnar mikla búbót. einar árnason Fleiri munu geta leitað greiðsluaðlögunar en áður þegar skilyrði fyrir úrræðinu verða rýmkuð með nýjum lögum. Þetta segir yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara sem fagnar breytingunum. Lagabreytingarnar taka gildi þann fyrsta apríl en markmið þeirra er að bæta úrræði um greiðsluaðlögun og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari. „Embættið fær nú heimild til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðlánum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir við ákveðnar aðstæður. Og þá fær embættið jafnframt rýmri heimildir til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja lægri afborganir,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Á meðan samningaviðræður standa yfir geti skuldari að uppfylltum ákveðnum skilyrðum einnig óskað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar. „Og þá er verið að lækka veðskuldir niður að markaðsverðmæti eignarinnar.“ Lovísa Ósk er yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara.aðsend Þá verða skilyrði greiðsluaðlögunar rýmkuð og munu fleiri geta leitað í úrræðið eftir breytingarnar. „Til að mynda geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis farið í úrræðið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Í tilkynningu sem umboðsmaður skuldara sendi á fjölmiðla í dag kemur fram að þeim sem leita til embættisins vegna fjárhagsvanda fari fjölgandi. Umboðsmaður sagði ljóst að efnahagsástandið sé farið að bitna á fólki en umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað hjá embættinu. Lovísa segir þessar nýju lagabreytingar taki að miklu leyti á því efnahagsástandi sem nú er uppi í þjóðfélaginu í kjölfar tíðra vaxtahækkana. „Við erum að fá betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum og þá erum við jafnframt að horfa til þess hóps sem mögulega mun glíma við yfirveðsetningu í framtíðinni.“ Fjármál heimilisins Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Lagabreytingarnar taka gildi þann fyrsta apríl en markmið þeirra er að bæta úrræði um greiðsluaðlögun og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari. „Embættið fær nú heimild til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðlánum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir við ákveðnar aðstæður. Og þá fær embættið jafnframt rýmri heimildir til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja lægri afborganir,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Á meðan samningaviðræður standa yfir geti skuldari að uppfylltum ákveðnum skilyrðum einnig óskað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar. „Og þá er verið að lækka veðskuldir niður að markaðsverðmæti eignarinnar.“ Lovísa Ósk er yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara.aðsend Þá verða skilyrði greiðsluaðlögunar rýmkuð og munu fleiri geta leitað í úrræðið eftir breytingarnar. „Til að mynda geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis farið í úrræðið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Í tilkynningu sem umboðsmaður skuldara sendi á fjölmiðla í dag kemur fram að þeim sem leita til embættisins vegna fjárhagsvanda fari fjölgandi. Umboðsmaður sagði ljóst að efnahagsástandið sé farið að bitna á fólki en umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað hjá embættinu. Lovísa segir þessar nýju lagabreytingar taki að miklu leyti á því efnahagsástandi sem nú er uppi í þjóðfélaginu í kjölfar tíðra vaxtahækkana. „Við erum að fá betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum og þá erum við jafnframt að horfa til þess hóps sem mögulega mun glíma við yfirveðsetningu í framtíðinni.“
Fjármál heimilisins Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira