Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Lovísa Arnardóttir skrifar 19. mars 2024 15:56 „Þar sem hallamálið er, er veggurinn sprunginn sitthvoru megin og samhliða. Ég braut inn í vegginn þarna og sprungan virðist ná í gegn og veggurinn virðist klofinn,“ segir Hilmar Freyr en hann er afar ósáttur við ástandsskoðun á húsinu hans í Grindavík. Vísir/Samsett Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. „Við fengum skoðun 12. desember og fengum út úr því núna, tæpum þremur mánuðum síðar,“ segir Hilmar Freyr Gunnarsson, byggingartæknifræðingur og húsasmíðameistari „Það fyrsta sem ég hugsaði var bara að þetta væri keypt skýrsla af NTÍ. Hún bar öll merki um það. Það er atriðum sleppt og þessar aðgerðir og úrbætur sem eru lagðar til eru að mestu bara fúsk. Þetta er eitthvað sem við myndum aldrei sætta okkur við í þessum byggingarbransa,“ segir Hilmar Freyr en hann hefur sjálfur unnið við ástandsskoðanir og viðhald. Myndin er tekin í vesturhluta hússins en þar er staðbundið missig. Hurðarkarmurinn hallar um 2,7 millimetra. „Þar sem hallamálið er, er veggurinn sprunginn sitthvoru megin og samhliða. Ég braut inn í vegginn þarna og sprungan virðist ná í gegn og veggurinn virðist klofinn,“ segir Hilmar. Mynd/Hilmar Freyr Matsgerðin Í matsgerð frá NTÍ segir um íbúðina að óverulegur halli sé á botnplötu, að staðbundið missig sé í vesturhluta hússins og að töluvert sé um sprungur innanhúss. Steyptur burðarveggur sé sprunginn og að mikið af sprungum séu nærri hornum og láréttar sprungur út frá og á milli opa. „Nokkrar veggflísar á baðherbergi hafa ýmist losnað eða sprungið. 1 stk. rúða var brotin í stofu. Húseigandi óskaði eftir að fráveitulögn yrði mynduð vegna merkja um jarðhræringar framan við húsið. Ekkert gefur þó til kynna að hún sé úr lagi gengin,“ segir enn fremur. Myndin er tekin inni í herbergi sonar Hilmars. Á myndinni sést að sig er í botnplötu. „Maður finnur tómarúm þarna undir,“ segir Hilmar.Mynd/Hilmar Freyr Við aðgerðir og úrbætur segir að flota þurfi gólf í vesturhluta hússins þar sem sé missig og endurnýja gólfefni. Þá þurfi að loka grófum sprungum með epoxy-lími til að þétta og líma burðarvirkið. Þá er mælt með því að laga sprungur í léttum innveggjum með annaðhvort múrviðgerðum eða sparsli. Það fari eftir stærð sprungunnar. „Endurnýja þarf múrhúð í stofu þarf sem núverandi múr hefur sprungið út og endurmála alla veggi sem hafa verið viðgerðir. Ýmist þarf að endurnýja eða endurlíma flísar á baðherbergi og endurnýja gler í stofu.“ Á myndinni er hlaðinn veggur á gangi í húsi Hilmars. Hurðarkarmurinn er sá hvíti sem er mældur á myndinni að ofan og hallar. Veggurinn er sprunginn í gegn og er sprunga á þvervegg fyrir innan sem sést vel á mynd fyrir neðan. Mynd/Hilmar Freyr Um bílskúr sem fylgir húsinu segir að óverulegur halli sé á botnplötu gólfsins og að utan sé ein lóðrétt 1 til 2 millimetra sprunga á horni við sorpgeymslu og eftir þakkanti. Mælt er með því að loka sprungunum með epoxy-lími og múra í þakkant og endurmála vesturhlið hússins. Ekkert skoðað af hverju gólfið sígur „Þar sem að hallinn er mestur í gólfinu vilja þeir að ég floti gólfið,“ segir Hilmar og að engin krafa sé gerð í skoðuninni um nánari skoðun á því af hverju gólfið sé að síga. Þá bendir hann á að útveggur við gólfið hallar um 27 millimetra en að hann sé ekki nefndur í skýrslunni. Þá segir hann hlaðnir innveggir séu sprungnir „í drasl“ og að í ástandsskoðun sé lagt til að þeir séu lagaðir með sparsli. Þá séu þrjár innihurðar í íbúðinni sem ekki lokast en lagt er til að þær séu teknar úr og settar aftur í rétt. Myndin er tekin í vesturhluta hússins en þar er staðbundið missig. Hurðarkarmurinn hallar um 2,7 millimetra. „Þar sem hallamálið er, er veggurinn sprunginn sitthvoru megin og samhliða. Ég braut inn í vegginn þarna og sprungan virðist ná í gegn og veggurinn virðist klofinn,“ segir Hilmar. Mynd/Hilmar Freyr „Þessi vinnubrögð eru algjörlega forkastanleg,“ segir Hilmar og að sá tími sem verkfræðingarnir fengu, 45 mínútur, hafi alls ekki verið nóg og að þeir hefðu í raun átt að neita að sinna skoðunum innan þessa tímaramma. „Fyrir mér eru þetta bara fúsk-vinnubrögð og þetta hefði aldrei átt að fara svona út,“ segir Hilmar Freyr og að hann hafi í fyrstu haldið að hans skýrsla væri gölluð. Eftir að hann sá fleiri skýrslur var honum ljóst að svo væri ekki. „Við viljum að hlutirnir séu uppi á borðum og það sé sagt satt og rétt frá. Að ég fái rétt mat á húsinu mínu og viti ástandið á því. Þetta gerir ekkert fyrir okkur. Kostnaðarmatið er svo annað. Það væri aldrei hægt að gera þetta fyrir þennan pening og ég fengi aldrei verktaka í þetta fyrir þennan pening, og að taka ábyrgð á því,“ segir hann en kostnaðarmatið er upp á 4,4 milljónir. Það er með efniskostnaði. „Þetta snýst um gólfsig og hvernig þú skoðar það og metur og kemur með úrbætur og kostnað. Við erum að tala um burðarvirki sem er aflaga og skemmt. Hvernig á að laga það? Náttúruhamfaratryggingar eiga að tryggja húsin þannig að þau verði jafngóð og þau voru fyrir. Þetta er bara að henda plástri yfir stórt sár og ætla að það haldi. Þetta gengur ekki upp,“ segir Hilmar Freyr sem viðurkennir að hann er orðinn ansi þreyttur og reiður. Ekki viðgerðir sem duga á jarðskjálftasvæði Spurður hversu langan tíma hann myndi sjálfur taka í að skoða svona hús segir Hilmar að það taki einn dag að fara ítarlega yfir hús í svona ástandi. „Ef hús er farið að síga þarf að vega og meta styrkleikamössun í burðarveggjum, í gólfplötum og fleiru. Til að sjá hvað er í gangi og hvernig á að laga það,“ segir Hilmar og það þurfi líka að tryggja að þær viðgerðir sem farið er svo í séu nægjanlegar. „Við erum líka á jarðskjálftasvæði.“ Á myndinni er hlaðni veggurinn sem er á myndinni fyrir ofan, en fyrir innan. Hurðarkarmurinn sem er mældur á myndinni fyrir ofan sést í hægra horninu. Mynd/Hilmar Freyr Hilmar Freyr gerir einnig athugasemdir við það að í skýrslunni eru engin viðmið gefin. Það er talað um missig en ekki sagt um hversu mikið eða hvað sé eðlilegt. Það sé ekki hægt að meta hvað sé „verulegt“ og hvað sé „óverulegt“ miðað við það sem kemur fram í henni. „Við erum ekki að tala um framtíðarlausnir á viðgerðum. Þetta eru einhverjar svona YouTube- viðgerðir. Þetta er bara fúsk og verkfræðistofur eiga ekkert að gefa svona frá sér. Og NTÍ á ekki að gefa svona frá sér,“ segir Hilmar Freyr. Matið er eins og fram hefur komið gert um miðjan desember. Frá þeim tíma hafa verið ótal jarðskjálftar og fjögur eldgos. Hilmar Freyr segir að húsið sé þó enn í svipuðu ástandi en að sprungurnar hafi gliðnað aðeins og hlöðnu veggirnir aðeins gengið til. Hann segist hafa áhyggjur af því að margir Grindvíkingar, sem ekki eru fagmenn eins og hann, hafi fengið skýrslu um sín hús í hendurnar og viti ekki betur en að þær séu í góðu lagi. „Þetta er minn geiri og ég er búinn að vinna við þetta í mörg ár. Þegar maður sér svona skýrslur koma frá stórum verkfræðistofum og Náttúruhamfaratryggingum getur maður ekki annað en stigið fram. Það er ekki annað hægt og væri í raun mjög óábyrgt.“ Erfitt að ná á fólk hjá NTÍ Spurður hvort hann hafi reynt að ná sambandi við NTÍ til að ræða skýrsluna segist hann hafa gefist upp á því fyrir einhverjum tíma. Einu svörin sem hann fái þar sé að senda tölvupóst sem sé svo ekki svarað. Á myndinni er sjónvarpsfesting sem er fest á steyptan burðarvegg. „Þetta var beint áður,“ segir Hilmar en þrátt fyrir sprunguna og hallann þá hékk sjónvarpið enn á festingunni. „Þetta er stóra sprungan og burðarveggurinn,“ segir Hilmar og að hann hefði viljað fá betri skoðun á þessum veggi. Matsmenn mæla með því í ástandsskoðuninni að hann sé límdur saman sem Hilmari líst ekki á. Mynd/Hilmar Freyr Hilmar segir að ástandið sé farið að taka á andlega. Hann sofi laust og hugsi stanslaust um þessar viðgerðir sem þarf að fara í. Hann fullyrðir að ekki sé hægt að búa í húsinu eftir viðgerðirnar og að það yrði ekki hægt að selja það. Hann kallar eftir því að Alþingi fari í einhvers konar skoðun á því hvernig þessar ástandsskoðanir voru framkvæmdar. Hilmar segir að hann sé enn ekki búinn að taka ákvörðun um það hvað verði gert við húsið. Hvort þau láti kaupa sig út eða ekki. Þau hafi ætlað að láta sumarið líða og sjá hvernig staðan þróast. En til þess að geta tekið ákvörðun vilji hann hafa raunhæfa mynd af því í hvernig ástandi húsið hans er. Þá mynd fái hann ekki í þessari skoðun. Nokkrir gert athugasemdir við matsgerð Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir að nokkrir hafi gert athugasemdir við matsgerðir á tjóni á eignum í Grindavík eftir að stofnunin byrjaði að senda þær út í síðustu viku. Þau hafi átt von á því og hvetja fólk til þess að senda athugasemdir til þeirra ef ástæða er til. „Í svona stórum atburðum eru alltaf skiptar skoðanir á því sem er verið að setja fram. Það eru huglæg möt, sem eiga rétt á sér, á þeim viðgerðaraðferðum sem eru valdar og ekkert óeðlilegt að það komi ábendingar og athugasemdir við það sem er lagt fram,“ segir Hulda Ragnheiður. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.Stöð 2 Hún segir að þeir aðilar sem tjónmeti fyrir stofnunina séu vel hæfir. Þau séu með samninga við fjórar verkfræðistofur og gerðar séu kröfur um menntun á sviði bygginga- og mannvirkjagerðar. Þá séu einnig gerð skilyrði um að þeir hafi skrifað matsgerðir og hafi reynslu af matsstörfum. Þá er gerð krafa um að tveir matsmenn fari í hvert mat og í langflestum tilfellum hafi annar þeirra verið með sérþekkingu á burðarþolstjóni. „Við höfum enga ástæðu til að ætla annað en að þetta séu menn sem hafa allt sem þeir þurfa til að leggja mat á það hvaða viðgerðir þurfa að fara fram. Ég er búin að fylgjast með vinnu matsmanna og ég veit að þeir hafa mikinn metnað fyrir því sem þeir eru að gera. Ég hef enga ástæðu til annars en að treysta þeirra verkum,“ segir Hulda Ragnheiður og gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar Hilmars Freys um fúsk og forkastanleg vinnubrögð. Hilmar Freyr gagnrýndi einnig skamman tíma sem matsmenn fengu til að meta hverja eign. Hulda Ragnheiður segir 45 mínútur hafa verið gefnar í fyrstu skoðun en að matsmenn hafi alltaf getað farið aftur ef að þörf var á og þá varið lengri tíma. „Í sumum tilfellum var farið aftur, og jafnvel oftar en tvisvar. Það fór allt eftir því hvað matsmennirnir voru að meta,“ segir Hulda Ragnheiður. Skýrt í kynningarbréfi Hulda Ragnheiður segir að mikilvægt að hafa í huga að matsgerðin sem fólk fær núna er aðeins fyrsta skrefið af nokkrum. Nú sé verið að kynna fyrirhugaða ákvörðun en að fyrir lokaákvörðun geti fólk haft skoðanir á málinu. Verði það ósátt við lokaniðurstöðuna geti það kært hana til óháðrar úrskurðarnefndar. Hún segir að þetta hafi verið útskýrt vel í kynningarbréfi sem fólk fékk. Þar hafi komið fram að fólk fengi tækifæri til að gera skriflegar athugasemdir og að sviðsstjóri vátryggingasviðs myndi fara yfir þær. „Hann metur hvort vísa þurfi málinu aftur til matsmanna eða hvort að hann telji nægilegar upplýsingar koma fram til að byggja á endurskoðun matsins eða hvernig eigi að vera staðið að því. Það er skilgreindur ferill um það hvernig eigi að koma fram ábendingum til okkar, ef þær eru.“ Tjón hefur orðið á mörgum eignum í Grindavík. Vísir/Vilhelm Hulda Ragnheiður segist hafa mikinn skilning á því að fólk vilji fá að tala við einhvern hjá stofnuninni í síma en að vegna mikils fjölda mála hafi þau ekki tök á því að tala við hvern og einn „Það er ekki hægt að tala persónulega við hvern og einn í tjónþola. Við erum að reyna að gæta jafnræðis varðandi meðhöndlun þeirra mála sem við erum með og það er mjög mikilvægt að það sem fólk vill gagnrýna sé skjalfest. Þannig það sé hægt að bregðast faglega við hverri og einni athugasemd.“ Frá því að atburðurinn hófst í nóvember hafa orðið fjögur eldgos og margir jarðskjálftar. Hulda Ragnheiður segir að það hafi verið til skoðunar að senda matsmenn sem fóru í desember aftur til að meta allar eignir. Það hafi verið gerðar stikkprufur en útkoma þeirra hafi verið á þann veg að ákveðið hafi verið að frekar gefa út fyrstu matsgerð og biðja svo fólk að senda athugasemdir. „Hlutverk trygginga er að gera hlutinn jafngóðan og hann var áður en atburðurinn átti sér stað. Það er markmiðið.“ NTÍ birti á heimasíðu sinni í dag upplýsingar um feril tjónamats vegna náttúruhamfara en hægt er að kynna sér það hér. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Samræðurnar sem ég hef átt við sumt fólkið eru algjörlega fáránlegar“ Eigendur húss í Grindavík sem eyðilagðist í eldgosinu í janúar þurfa sjálf að hreinsa járn og rusl af húsgrunninum til að geta leyst út förgunargjald frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þau þurfa sárlega á fjármununum að halda til að geta gengið frá kaupum á nýju húsnæði. Bæjaryfirvöld ætlast til þess að lóðin sé hreinsuð en vilja á sama tíma ekki að eigendur séu á staðnum, þar sem Grindavík er skilgreint hættusvæði. 5. mars 2024 13:43 Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
„Við fengum skoðun 12. desember og fengum út úr því núna, tæpum þremur mánuðum síðar,“ segir Hilmar Freyr Gunnarsson, byggingartæknifræðingur og húsasmíðameistari „Það fyrsta sem ég hugsaði var bara að þetta væri keypt skýrsla af NTÍ. Hún bar öll merki um það. Það er atriðum sleppt og þessar aðgerðir og úrbætur sem eru lagðar til eru að mestu bara fúsk. Þetta er eitthvað sem við myndum aldrei sætta okkur við í þessum byggingarbransa,“ segir Hilmar Freyr en hann hefur sjálfur unnið við ástandsskoðanir og viðhald. Myndin er tekin í vesturhluta hússins en þar er staðbundið missig. Hurðarkarmurinn hallar um 2,7 millimetra. „Þar sem hallamálið er, er veggurinn sprunginn sitthvoru megin og samhliða. Ég braut inn í vegginn þarna og sprungan virðist ná í gegn og veggurinn virðist klofinn,“ segir Hilmar. Mynd/Hilmar Freyr Matsgerðin Í matsgerð frá NTÍ segir um íbúðina að óverulegur halli sé á botnplötu, að staðbundið missig sé í vesturhluta hússins og að töluvert sé um sprungur innanhúss. Steyptur burðarveggur sé sprunginn og að mikið af sprungum séu nærri hornum og láréttar sprungur út frá og á milli opa. „Nokkrar veggflísar á baðherbergi hafa ýmist losnað eða sprungið. 1 stk. rúða var brotin í stofu. Húseigandi óskaði eftir að fráveitulögn yrði mynduð vegna merkja um jarðhræringar framan við húsið. Ekkert gefur þó til kynna að hún sé úr lagi gengin,“ segir enn fremur. Myndin er tekin inni í herbergi sonar Hilmars. Á myndinni sést að sig er í botnplötu. „Maður finnur tómarúm þarna undir,“ segir Hilmar.Mynd/Hilmar Freyr Við aðgerðir og úrbætur segir að flota þurfi gólf í vesturhluta hússins þar sem sé missig og endurnýja gólfefni. Þá þurfi að loka grófum sprungum með epoxy-lími til að þétta og líma burðarvirkið. Þá er mælt með því að laga sprungur í léttum innveggjum með annaðhvort múrviðgerðum eða sparsli. Það fari eftir stærð sprungunnar. „Endurnýja þarf múrhúð í stofu þarf sem núverandi múr hefur sprungið út og endurmála alla veggi sem hafa verið viðgerðir. Ýmist þarf að endurnýja eða endurlíma flísar á baðherbergi og endurnýja gler í stofu.“ Á myndinni er hlaðinn veggur á gangi í húsi Hilmars. Hurðarkarmurinn er sá hvíti sem er mældur á myndinni að ofan og hallar. Veggurinn er sprunginn í gegn og er sprunga á þvervegg fyrir innan sem sést vel á mynd fyrir neðan. Mynd/Hilmar Freyr Um bílskúr sem fylgir húsinu segir að óverulegur halli sé á botnplötu gólfsins og að utan sé ein lóðrétt 1 til 2 millimetra sprunga á horni við sorpgeymslu og eftir þakkanti. Mælt er með því að loka sprungunum með epoxy-lími og múra í þakkant og endurmála vesturhlið hússins. Ekkert skoðað af hverju gólfið sígur „Þar sem að hallinn er mestur í gólfinu vilja þeir að ég floti gólfið,“ segir Hilmar og að engin krafa sé gerð í skoðuninni um nánari skoðun á því af hverju gólfið sé að síga. Þá bendir hann á að útveggur við gólfið hallar um 27 millimetra en að hann sé ekki nefndur í skýrslunni. Þá segir hann hlaðnir innveggir séu sprungnir „í drasl“ og að í ástandsskoðun sé lagt til að þeir séu lagaðir með sparsli. Þá séu þrjár innihurðar í íbúðinni sem ekki lokast en lagt er til að þær séu teknar úr og settar aftur í rétt. Myndin er tekin í vesturhluta hússins en þar er staðbundið missig. Hurðarkarmurinn hallar um 2,7 millimetra. „Þar sem hallamálið er, er veggurinn sprunginn sitthvoru megin og samhliða. Ég braut inn í vegginn þarna og sprungan virðist ná í gegn og veggurinn virðist klofinn,“ segir Hilmar. Mynd/Hilmar Freyr „Þessi vinnubrögð eru algjörlega forkastanleg,“ segir Hilmar og að sá tími sem verkfræðingarnir fengu, 45 mínútur, hafi alls ekki verið nóg og að þeir hefðu í raun átt að neita að sinna skoðunum innan þessa tímaramma. „Fyrir mér eru þetta bara fúsk-vinnubrögð og þetta hefði aldrei átt að fara svona út,“ segir Hilmar Freyr og að hann hafi í fyrstu haldið að hans skýrsla væri gölluð. Eftir að hann sá fleiri skýrslur var honum ljóst að svo væri ekki. „Við viljum að hlutirnir séu uppi á borðum og það sé sagt satt og rétt frá. Að ég fái rétt mat á húsinu mínu og viti ástandið á því. Þetta gerir ekkert fyrir okkur. Kostnaðarmatið er svo annað. Það væri aldrei hægt að gera þetta fyrir þennan pening og ég fengi aldrei verktaka í þetta fyrir þennan pening, og að taka ábyrgð á því,“ segir hann en kostnaðarmatið er upp á 4,4 milljónir. Það er með efniskostnaði. „Þetta snýst um gólfsig og hvernig þú skoðar það og metur og kemur með úrbætur og kostnað. Við erum að tala um burðarvirki sem er aflaga og skemmt. Hvernig á að laga það? Náttúruhamfaratryggingar eiga að tryggja húsin þannig að þau verði jafngóð og þau voru fyrir. Þetta er bara að henda plástri yfir stórt sár og ætla að það haldi. Þetta gengur ekki upp,“ segir Hilmar Freyr sem viðurkennir að hann er orðinn ansi þreyttur og reiður. Ekki viðgerðir sem duga á jarðskjálftasvæði Spurður hversu langan tíma hann myndi sjálfur taka í að skoða svona hús segir Hilmar að það taki einn dag að fara ítarlega yfir hús í svona ástandi. „Ef hús er farið að síga þarf að vega og meta styrkleikamössun í burðarveggjum, í gólfplötum og fleiru. Til að sjá hvað er í gangi og hvernig á að laga það,“ segir Hilmar og það þurfi líka að tryggja að þær viðgerðir sem farið er svo í séu nægjanlegar. „Við erum líka á jarðskjálftasvæði.“ Á myndinni er hlaðni veggurinn sem er á myndinni fyrir ofan, en fyrir innan. Hurðarkarmurinn sem er mældur á myndinni fyrir ofan sést í hægra horninu. Mynd/Hilmar Freyr Hilmar Freyr gerir einnig athugasemdir við það að í skýrslunni eru engin viðmið gefin. Það er talað um missig en ekki sagt um hversu mikið eða hvað sé eðlilegt. Það sé ekki hægt að meta hvað sé „verulegt“ og hvað sé „óverulegt“ miðað við það sem kemur fram í henni. „Við erum ekki að tala um framtíðarlausnir á viðgerðum. Þetta eru einhverjar svona YouTube- viðgerðir. Þetta er bara fúsk og verkfræðistofur eiga ekkert að gefa svona frá sér. Og NTÍ á ekki að gefa svona frá sér,“ segir Hilmar Freyr. Matið er eins og fram hefur komið gert um miðjan desember. Frá þeim tíma hafa verið ótal jarðskjálftar og fjögur eldgos. Hilmar Freyr segir að húsið sé þó enn í svipuðu ástandi en að sprungurnar hafi gliðnað aðeins og hlöðnu veggirnir aðeins gengið til. Hann segist hafa áhyggjur af því að margir Grindvíkingar, sem ekki eru fagmenn eins og hann, hafi fengið skýrslu um sín hús í hendurnar og viti ekki betur en að þær séu í góðu lagi. „Þetta er minn geiri og ég er búinn að vinna við þetta í mörg ár. Þegar maður sér svona skýrslur koma frá stórum verkfræðistofum og Náttúruhamfaratryggingum getur maður ekki annað en stigið fram. Það er ekki annað hægt og væri í raun mjög óábyrgt.“ Erfitt að ná á fólk hjá NTÍ Spurður hvort hann hafi reynt að ná sambandi við NTÍ til að ræða skýrsluna segist hann hafa gefist upp á því fyrir einhverjum tíma. Einu svörin sem hann fái þar sé að senda tölvupóst sem sé svo ekki svarað. Á myndinni er sjónvarpsfesting sem er fest á steyptan burðarvegg. „Þetta var beint áður,“ segir Hilmar en þrátt fyrir sprunguna og hallann þá hékk sjónvarpið enn á festingunni. „Þetta er stóra sprungan og burðarveggurinn,“ segir Hilmar og að hann hefði viljað fá betri skoðun á þessum veggi. Matsmenn mæla með því í ástandsskoðuninni að hann sé límdur saman sem Hilmari líst ekki á. Mynd/Hilmar Freyr Hilmar segir að ástandið sé farið að taka á andlega. Hann sofi laust og hugsi stanslaust um þessar viðgerðir sem þarf að fara í. Hann fullyrðir að ekki sé hægt að búa í húsinu eftir viðgerðirnar og að það yrði ekki hægt að selja það. Hann kallar eftir því að Alþingi fari í einhvers konar skoðun á því hvernig þessar ástandsskoðanir voru framkvæmdar. Hilmar segir að hann sé enn ekki búinn að taka ákvörðun um það hvað verði gert við húsið. Hvort þau láti kaupa sig út eða ekki. Þau hafi ætlað að láta sumarið líða og sjá hvernig staðan þróast. En til þess að geta tekið ákvörðun vilji hann hafa raunhæfa mynd af því í hvernig ástandi húsið hans er. Þá mynd fái hann ekki í þessari skoðun. Nokkrir gert athugasemdir við matsgerð Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir að nokkrir hafi gert athugasemdir við matsgerðir á tjóni á eignum í Grindavík eftir að stofnunin byrjaði að senda þær út í síðustu viku. Þau hafi átt von á því og hvetja fólk til þess að senda athugasemdir til þeirra ef ástæða er til. „Í svona stórum atburðum eru alltaf skiptar skoðanir á því sem er verið að setja fram. Það eru huglæg möt, sem eiga rétt á sér, á þeim viðgerðaraðferðum sem eru valdar og ekkert óeðlilegt að það komi ábendingar og athugasemdir við það sem er lagt fram,“ segir Hulda Ragnheiður. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.Stöð 2 Hún segir að þeir aðilar sem tjónmeti fyrir stofnunina séu vel hæfir. Þau séu með samninga við fjórar verkfræðistofur og gerðar séu kröfur um menntun á sviði bygginga- og mannvirkjagerðar. Þá séu einnig gerð skilyrði um að þeir hafi skrifað matsgerðir og hafi reynslu af matsstörfum. Þá er gerð krafa um að tveir matsmenn fari í hvert mat og í langflestum tilfellum hafi annar þeirra verið með sérþekkingu á burðarþolstjóni. „Við höfum enga ástæðu til að ætla annað en að þetta séu menn sem hafa allt sem þeir þurfa til að leggja mat á það hvaða viðgerðir þurfa að fara fram. Ég er búin að fylgjast með vinnu matsmanna og ég veit að þeir hafa mikinn metnað fyrir því sem þeir eru að gera. Ég hef enga ástæðu til annars en að treysta þeirra verkum,“ segir Hulda Ragnheiður og gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar Hilmars Freys um fúsk og forkastanleg vinnubrögð. Hilmar Freyr gagnrýndi einnig skamman tíma sem matsmenn fengu til að meta hverja eign. Hulda Ragnheiður segir 45 mínútur hafa verið gefnar í fyrstu skoðun en að matsmenn hafi alltaf getað farið aftur ef að þörf var á og þá varið lengri tíma. „Í sumum tilfellum var farið aftur, og jafnvel oftar en tvisvar. Það fór allt eftir því hvað matsmennirnir voru að meta,“ segir Hulda Ragnheiður. Skýrt í kynningarbréfi Hulda Ragnheiður segir að mikilvægt að hafa í huga að matsgerðin sem fólk fær núna er aðeins fyrsta skrefið af nokkrum. Nú sé verið að kynna fyrirhugaða ákvörðun en að fyrir lokaákvörðun geti fólk haft skoðanir á málinu. Verði það ósátt við lokaniðurstöðuna geti það kært hana til óháðrar úrskurðarnefndar. Hún segir að þetta hafi verið útskýrt vel í kynningarbréfi sem fólk fékk. Þar hafi komið fram að fólk fengi tækifæri til að gera skriflegar athugasemdir og að sviðsstjóri vátryggingasviðs myndi fara yfir þær. „Hann metur hvort vísa þurfi málinu aftur til matsmanna eða hvort að hann telji nægilegar upplýsingar koma fram til að byggja á endurskoðun matsins eða hvernig eigi að vera staðið að því. Það er skilgreindur ferill um það hvernig eigi að koma fram ábendingum til okkar, ef þær eru.“ Tjón hefur orðið á mörgum eignum í Grindavík. Vísir/Vilhelm Hulda Ragnheiður segist hafa mikinn skilning á því að fólk vilji fá að tala við einhvern hjá stofnuninni í síma en að vegna mikils fjölda mála hafi þau ekki tök á því að tala við hvern og einn „Það er ekki hægt að tala persónulega við hvern og einn í tjónþola. Við erum að reyna að gæta jafnræðis varðandi meðhöndlun þeirra mála sem við erum með og það er mjög mikilvægt að það sem fólk vill gagnrýna sé skjalfest. Þannig það sé hægt að bregðast faglega við hverri og einni athugasemd.“ Frá því að atburðurinn hófst í nóvember hafa orðið fjögur eldgos og margir jarðskjálftar. Hulda Ragnheiður segir að það hafi verið til skoðunar að senda matsmenn sem fóru í desember aftur til að meta allar eignir. Það hafi verið gerðar stikkprufur en útkoma þeirra hafi verið á þann veg að ákveðið hafi verið að frekar gefa út fyrstu matsgerð og biðja svo fólk að senda athugasemdir. „Hlutverk trygginga er að gera hlutinn jafngóðan og hann var áður en atburðurinn átti sér stað. Það er markmiðið.“ NTÍ birti á heimasíðu sinni í dag upplýsingar um feril tjónamats vegna náttúruhamfara en hægt er að kynna sér það hér.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Samræðurnar sem ég hef átt við sumt fólkið eru algjörlega fáránlegar“ Eigendur húss í Grindavík sem eyðilagðist í eldgosinu í janúar þurfa sjálf að hreinsa járn og rusl af húsgrunninum til að geta leyst út förgunargjald frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þau þurfa sárlega á fjármununum að halda til að geta gengið frá kaupum á nýju húsnæði. Bæjaryfirvöld ætlast til þess að lóðin sé hreinsuð en vilja á sama tíma ekki að eigendur séu á staðnum, þar sem Grindavík er skilgreint hættusvæði. 5. mars 2024 13:43 Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
„Samræðurnar sem ég hef átt við sumt fólkið eru algjörlega fáránlegar“ Eigendur húss í Grindavík sem eyðilagðist í eldgosinu í janúar þurfa sjálf að hreinsa járn og rusl af húsgrunninum til að geta leyst út förgunargjald frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þau þurfa sárlega á fjármununum að halda til að geta gengið frá kaupum á nýju húsnæði. Bæjaryfirvöld ætlast til þess að lóðin sé hreinsuð en vilja á sama tíma ekki að eigendur séu á staðnum, þar sem Grindavík er skilgreint hættusvæði. 5. mars 2024 13:43
Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44