Innlent

Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Enn er töluverð virkni í eldgosinu.
Enn er töluverð virkni í eldgosinu. Vísir/Vilhelm

Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að virkni eldgossins sem hófst á laugardag sé nokkuð stöðug síðan seinni partinn í gær. Hæg hreyfing hafi orðið á hrauntungunni sem stefni í átt að Suðurstrandarvegi.

Þá er enn talin mikil hætta á ferðum í Grindavík. Er það vegna jarðfalls ofan í sprungur, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Þá hefur svæði 5 á hættumatskortinu verið fært niður um flokk, í appelsínugult og þar með talin þar töluverð hætta og svæði 7 niður flokkinn nokkur hætta. Segir Veðurstofan að þar ráð fjarlægð frá virka enda gossprungunnar ákvörðuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×