Leiðin að bílprófinu Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 18. mars 2024 11:01 Að undangengnu ökunámi og að loknu ökuprófi bæði skriflegu og verklegu þá hefur ökunemi öðlast ökuréttindi á fólksbíl þ.e. ef viðkomandi hefur náð 17 ára aldri. En hvað felst í ökunámi? Eins og segir í námskrá um B réttindi þá skal ökukennsla hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann geti ekið með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Í námskránni er einnig nánar tiltetkið það sem ökukennari skal kenna ökunemanum og sjá til þess að hann nái að tileinka sér efnið, bæði bóklegt og verklegt sem er svo mikilvægt til að nýjir ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Að öryggi okkar allra sé sem mest. En hvað þarf að uppfylla til að fá heimild til að þreyta ökuprófið? Við þurfum að hafa náð tilteknum aldri til að fá að byrja að læra að aka bifreið, við þurfum að ljúka við bóklegt nám sem tekið er í tveimur hlutum þ.e. ökuskóli 1 og ökuskóli 2. Við þurfum að hafa lokið við nám í ökugerði og við verðum að hafa lokið við ákveðinn fjölda verklegra kennslustunda sem er skv. námskránni 17 til 25 að jafnaði. Mikilvægt er að hafa í huga að ökunám er ferli sem ökuneminn fer í gegnum með ökukennaranum og fjöldi atriða eru tekin fyrir á námstímanum sem við erum mis lengi að ná að tileinka okkur. Hvert er þá ferlið í ökunáminu og oft er spurningin hjá foreldrum og þeim sem hefja vilja ökunám, hvað á ég að gera? Hvar á ég að byrja? Við byrjum á að finna ökukennara, t.d. á aka.is en það er heimasíða Ökukennarafélags Íslands (ÖÍ) og þar er listi yfir þá ökukennara sem eru starfandi og eru félagsmenn í ÖÍ. Einnig eru þar upplýsingar hvort ökukennarinn kenni á beinskipta- og/eða sjálfskipta bifreið og fleiri upplýsingar. Að því loknu þarf að sækja um ökunámsheimild og það er gert rafrænt á slóðinni https://island.is/fyrsta-okuskirteini-namsheimild, en mikilvægt er að hafa í huga að skila þarf inn læknisvottorði í sumum tilvikum og alltaf þarf að skila inn passamynd til sýslumanns. Eftir að einum ökutíma er lokið þá er heimilt að skrá sig í ökuskóla 1 (Ö1) en mikilvægt er að vera í góðu sambandi við ökukennarann um það hvernig best er að haga náminu. Ökuneminn þarf á námstímanum einnig að ljúka ökuskóla 2 (Ö2) og námi í ökugerði eða Ökuskóla 3. Að loknum ákveðnum tímafjölda í verklegu námi og að loknum Ö1 og Ö2 getur ökuneminn skráð sig í skriflegt ökupróf og mikilvægt er að skoða þau úrræði sem til eru varðandi það að taka skriflega ökuprófið. Að því loknu og þegar Ökuskóla 3 er lokið þá má þreyta verklegt ökupróf. Þegar skriflegu og verklegu ökuprófi er lokið með fullnægjandi hætti þá fær viðkomandi ökuskírteini sem gildir í þrjú ár, þ.e. bráðabirgða ökuskírteini. Fullnaðarskírteini sem gildir í fimmtán ár fær viðkomandi eftir að hafa farið í aksturmat með ökukennara, því má segja að þá lýkur ökunámi með ökukennara. En munum að stærsta prófið er að takast á við allar þær fjölbreyttu og óvæntu aðstæður sem taka á móti okkur úti í umferðinni og því prófi lýkur aldrei. Þess vegna er svo mikilvægt að ökunám sé gott, markvisst og að ökukennarar hafi möguleika á að þróast í starfi ásamt því að fá tækifæri til að undirbúa nýja ökumenn sem best fyrir þær áskoranir sem bíða þeirra í umferðinni. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Að undangengnu ökunámi og að loknu ökuprófi bæði skriflegu og verklegu þá hefur ökunemi öðlast ökuréttindi á fólksbíl þ.e. ef viðkomandi hefur náð 17 ára aldri. En hvað felst í ökunámi? Eins og segir í námskrá um B réttindi þá skal ökukennsla hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann geti ekið með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Í námskránni er einnig nánar tiltetkið það sem ökukennari skal kenna ökunemanum og sjá til þess að hann nái að tileinka sér efnið, bæði bóklegt og verklegt sem er svo mikilvægt til að nýjir ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Að öryggi okkar allra sé sem mest. En hvað þarf að uppfylla til að fá heimild til að þreyta ökuprófið? Við þurfum að hafa náð tilteknum aldri til að fá að byrja að læra að aka bifreið, við þurfum að ljúka við bóklegt nám sem tekið er í tveimur hlutum þ.e. ökuskóli 1 og ökuskóli 2. Við þurfum að hafa lokið við nám í ökugerði og við verðum að hafa lokið við ákveðinn fjölda verklegra kennslustunda sem er skv. námskránni 17 til 25 að jafnaði. Mikilvægt er að hafa í huga að ökunám er ferli sem ökuneminn fer í gegnum með ökukennaranum og fjöldi atriða eru tekin fyrir á námstímanum sem við erum mis lengi að ná að tileinka okkur. Hvert er þá ferlið í ökunáminu og oft er spurningin hjá foreldrum og þeim sem hefja vilja ökunám, hvað á ég að gera? Hvar á ég að byrja? Við byrjum á að finna ökukennara, t.d. á aka.is en það er heimasíða Ökukennarafélags Íslands (ÖÍ) og þar er listi yfir þá ökukennara sem eru starfandi og eru félagsmenn í ÖÍ. Einnig eru þar upplýsingar hvort ökukennarinn kenni á beinskipta- og/eða sjálfskipta bifreið og fleiri upplýsingar. Að því loknu þarf að sækja um ökunámsheimild og það er gert rafrænt á slóðinni https://island.is/fyrsta-okuskirteini-namsheimild, en mikilvægt er að hafa í huga að skila þarf inn læknisvottorði í sumum tilvikum og alltaf þarf að skila inn passamynd til sýslumanns. Eftir að einum ökutíma er lokið þá er heimilt að skrá sig í ökuskóla 1 (Ö1) en mikilvægt er að vera í góðu sambandi við ökukennarann um það hvernig best er að haga náminu. Ökuneminn þarf á námstímanum einnig að ljúka ökuskóla 2 (Ö2) og námi í ökugerði eða Ökuskóla 3. Að loknum ákveðnum tímafjölda í verklegu námi og að loknum Ö1 og Ö2 getur ökuneminn skráð sig í skriflegt ökupróf og mikilvægt er að skoða þau úrræði sem til eru varðandi það að taka skriflega ökuprófið. Að því loknu og þegar Ökuskóla 3 er lokið þá má þreyta verklegt ökupróf. Þegar skriflegu og verklegu ökuprófi er lokið með fullnægjandi hætti þá fær viðkomandi ökuskírteini sem gildir í þrjú ár, þ.e. bráðabirgða ökuskírteini. Fullnaðarskírteini sem gildir í fimmtán ár fær viðkomandi eftir að hafa farið í aksturmat með ökukennara, því má segja að þá lýkur ökunámi með ökukennara. En munum að stærsta prófið er að takast á við allar þær fjölbreyttu og óvæntu aðstæður sem taka á móti okkur úti í umferðinni og því prófi lýkur aldrei. Þess vegna er svo mikilvægt að ökunám sé gott, markvisst og að ökukennarar hafi möguleika á að þróast í starfi ásamt því að fá tækifæri til að undirbúa nýja ökumenn sem best fyrir þær áskoranir sem bíða þeirra í umferðinni. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun