Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Margrét Björk Jónsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 17. mars 2024 12:41 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður. Vísir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem þeir voru staddir við Suðurstrandarveg. Hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi er í um 400 metra fjarlægð frá veginum en vegna þess hve hægt rennslið er, segist Hjálmar ekki gera ráð fyrir að vegurinn fari í sundur. Varnargarðar voru reistur fyrir ofan veginn fyrir nokkrum vikum og segir Hjálmar ljóst að þeir hafi virkað mjög vel. „Það var svolítið áhlaup á þá sem voru hér á staðnum í nótt, en þeir hafa haldið og beint þessu út, en það hefur hægst á þessu. Þeir bara svínvirka þessir garðar.“ En ef þeir hefðu ekki verið komnir upp? „Miðað við það sem við erum að sjá núna hefði hesthúsahverfið verið farið undir hraun og efri byggðin. Það er klárt mál að þeir eru að bjarga byggðinni, þessir garðar.“ Öryggistilfinning innan varnargarðanna Grindvíkingar og í raun öll þjóðin hafa beðið með öndina í hálsinum um hvar upptök eldgossins kæmi upp. Ljóst er að upptökin hefðu geta orðið mun nær byggð en Hjálmar segir að staðsetningin núna sé nokkuð heppileg. „Þetta er akkúrat þar sem menn voru búnir að spá að myndi gerast með skömmum fyrirvara. Garðarnir virka og þetta hefur engin áhrif inni í Grindavík. Ég geri ráð fyrir að það verði löndun í Grindavík á morgun, veit ekki til þess að það sé ástæða til að falla frá því eins og staðan er núna.“ Þá segir Hjálmar að meiri bjartsýni gæti nú hjá íbúum bæjarins en áður. „Menn tala um að með haustinu verði þessu hreinlega lokið. Ég ætla bara að vona að það standist. Menn eru alveg bjartsýnir. Aðalatriði er að þessir garðar eru að verja Grindavík og maður fær öryggistilfinningu innan garðanna. Það er bara björt framtíð, við ætlum að lifa með þessu og verðum bara að vonast til að þessu ljúki fyrr en seinna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem þeir voru staddir við Suðurstrandarveg. Hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi er í um 400 metra fjarlægð frá veginum en vegna þess hve hægt rennslið er, segist Hjálmar ekki gera ráð fyrir að vegurinn fari í sundur. Varnargarðar voru reistur fyrir ofan veginn fyrir nokkrum vikum og segir Hjálmar ljóst að þeir hafi virkað mjög vel. „Það var svolítið áhlaup á þá sem voru hér á staðnum í nótt, en þeir hafa haldið og beint þessu út, en það hefur hægst á þessu. Þeir bara svínvirka þessir garðar.“ En ef þeir hefðu ekki verið komnir upp? „Miðað við það sem við erum að sjá núna hefði hesthúsahverfið verið farið undir hraun og efri byggðin. Það er klárt mál að þeir eru að bjarga byggðinni, þessir garðar.“ Öryggistilfinning innan varnargarðanna Grindvíkingar og í raun öll þjóðin hafa beðið með öndina í hálsinum um hvar upptök eldgossins kæmi upp. Ljóst er að upptökin hefðu geta orðið mun nær byggð en Hjálmar segir að staðsetningin núna sé nokkuð heppileg. „Þetta er akkúrat þar sem menn voru búnir að spá að myndi gerast með skömmum fyrirvara. Garðarnir virka og þetta hefur engin áhrif inni í Grindavík. Ég geri ráð fyrir að það verði löndun í Grindavík á morgun, veit ekki til þess að það sé ástæða til að falla frá því eins og staðan er núna.“ Þá segir Hjálmar að meiri bjartsýni gæti nú hjá íbúum bæjarins en áður. „Menn tala um að með haustinu verði þessu hreinlega lokið. Ég ætla bara að vona að það standist. Menn eru alveg bjartsýnir. Aðalatriði er að þessir garðar eru að verja Grindavík og maður fær öryggistilfinningu innan garðanna. Það er bara björt framtíð, við ætlum að lifa með þessu og verðum bara að vonast til að þessu ljúki fyrr en seinna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira